Starfsmenn hafa áhyggjur af fjarskiptaleysi í þjóðgarðinum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 08:00 Dritvík í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. „Á síðasta ári fengum við rúmlega 400 þúsund gesti og það er á mörkunum með að vera forsvaranlegt að við skulum ekki vera með símasamband í hluta af þjóðgarðinum og hluta akstursleiðarinnar þar sem fólk er að fara í gegn,“ segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði.Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardag eru með öllu fjarskiptalaus svæði á löngum köflum í og við þjóðgarðinn með tilheyrandi öryggisleysi og vandræðum ef eitthvað kemur upp á. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sagði þetta slæmt bæði fyrir ferðamenn sem þarna eiga leið um sem og viðbragðsaðila þar sem tetra-talstöðvarsamband væri þarna líka stopult. Tvö slys urðu á dauða svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. Jón segir sambandið inni í garðinum oft lítið sem ekkert. „Á þessari leið geta skapast erfiðar aðstæður og það er töluvert um að menn festi bílana sína hér að vetri til og víða í þjóðgarðinum og fólk er hlaupandi fram og aftur að leita að sambandi til að láta vita af sér og sækja sér aðstoð. Það er ljóst að ef alvarlegt slys verður myndi það tefja talsvert viðbragðstíma ef fólk kemst ekki í símasamband.“Sjá einnig: Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Hann segir það eindregna ósk sína og þeirra sem þarna starfi að ráðist verður í úrbætur á þessu, líkt og framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar boðaði í Fréttablaðinu um helgina. „Þetta veldur okkur áhyggjum. Það dregur úr öryggi að geta ekki verið inni á svæðinu og náð sambandi ef eitthvað kemur upp á. Þetta er erfitt.“ Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er einn vinsælasti og fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Jón segir þá vera með örugga talningu upp á nærri 400 þúsund gesti á síðasta ári, og eru þá heimamenn og túristar frá skemmtiferðaskipum á Grundarfirði ekki taldir með. Aukningin hefur verið um 20 prósent á ári og menn finni síst fyrir samdrætti í þeim efnum. Djúpalónssandur er með vinsælli viðkomustöðum ferðamanna en að sögn Jóns líka einn sá varhugaverðasti. Þar geti verið mjög erfitt að ná sambandi. Nefnir hann að síðastliðinn fimmtudag hafi gúmmíbát rekið upp í fjöru við Malarrif sem ekki hafi verið hægt að tilkynna né fá frekari upplýsingar um fyrr en símasamband fannst. Blessunarlega reyndist ekkert alvarlegt hafa gerst. „En það yrði dapurlegt ef eitthvað kæmi upp á og fólk gæti ekki látið vita.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Tíu kílómetra kafli við Dritvík og Djúpalónssand á Snæfellsnesi er dautt svæði í fjarskiptum. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um svæðið á ári. Ef eitthvað kemur upp á er ekki hægt að hringja á aðstoð. Tvö slys urðu þar í fyrra. 25. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
„Á síðasta ári fengum við rúmlega 400 þúsund gesti og það er á mörkunum með að vera forsvaranlegt að við skulum ekki vera með símasamband í hluta af þjóðgarðinum og hluta akstursleiðarinnar þar sem fólk er að fara í gegn,“ segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði.Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardag eru með öllu fjarskiptalaus svæði á löngum köflum í og við þjóðgarðinn með tilheyrandi öryggisleysi og vandræðum ef eitthvað kemur upp á. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sagði þetta slæmt bæði fyrir ferðamenn sem þarna eiga leið um sem og viðbragðsaðila þar sem tetra-talstöðvarsamband væri þarna líka stopult. Tvö slys urðu á dauða svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. Jón segir sambandið inni í garðinum oft lítið sem ekkert. „Á þessari leið geta skapast erfiðar aðstæður og það er töluvert um að menn festi bílana sína hér að vetri til og víða í þjóðgarðinum og fólk er hlaupandi fram og aftur að leita að sambandi til að láta vita af sér og sækja sér aðstoð. Það er ljóst að ef alvarlegt slys verður myndi það tefja talsvert viðbragðstíma ef fólk kemst ekki í símasamband.“Sjá einnig: Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Hann segir það eindregna ósk sína og þeirra sem þarna starfi að ráðist verður í úrbætur á þessu, líkt og framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar boðaði í Fréttablaðinu um helgina. „Þetta veldur okkur áhyggjum. Það dregur úr öryggi að geta ekki verið inni á svæðinu og náð sambandi ef eitthvað kemur upp á. Þetta er erfitt.“ Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er einn vinsælasti og fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Jón segir þá vera með örugga talningu upp á nærri 400 þúsund gesti á síðasta ári, og eru þá heimamenn og túristar frá skemmtiferðaskipum á Grundarfirði ekki taldir með. Aukningin hefur verið um 20 prósent á ári og menn finni síst fyrir samdrætti í þeim efnum. Djúpalónssandur er með vinsælli viðkomustöðum ferðamanna en að sögn Jóns líka einn sá varhugaverðasti. Þar geti verið mjög erfitt að ná sambandi. Nefnir hann að síðastliðinn fimmtudag hafi gúmmíbát rekið upp í fjöru við Malarrif sem ekki hafi verið hægt að tilkynna né fá frekari upplýsingar um fyrr en símasamband fannst. Blessunarlega reyndist ekkert alvarlegt hafa gerst. „En það yrði dapurlegt ef eitthvað kæmi upp á og fólk gæti ekki látið vita.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Tíu kílómetra kafli við Dritvík og Djúpalónssand á Snæfellsnesi er dautt svæði í fjarskiptum. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um svæðið á ári. Ef eitthvað kemur upp á er ekki hægt að hringja á aðstoð. Tvö slys urðu þar í fyrra. 25. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Tíu kílómetra kafli við Dritvík og Djúpalónssand á Snæfellsnesi er dautt svæði í fjarskiptum. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um svæðið á ári. Ef eitthvað kemur upp á er ekki hægt að hringja á aðstoð. Tvö slys urðu þar í fyrra. 25. febrúar 2018 15:00