Starfsmenn hafa áhyggjur af fjarskiptaleysi í þjóðgarðinum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 08:00 Dritvík í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. „Á síðasta ári fengum við rúmlega 400 þúsund gesti og það er á mörkunum með að vera forsvaranlegt að við skulum ekki vera með símasamband í hluta af þjóðgarðinum og hluta akstursleiðarinnar þar sem fólk er að fara í gegn,“ segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði.Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardag eru með öllu fjarskiptalaus svæði á löngum köflum í og við þjóðgarðinn með tilheyrandi öryggisleysi og vandræðum ef eitthvað kemur upp á. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sagði þetta slæmt bæði fyrir ferðamenn sem þarna eiga leið um sem og viðbragðsaðila þar sem tetra-talstöðvarsamband væri þarna líka stopult. Tvö slys urðu á dauða svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. Jón segir sambandið inni í garðinum oft lítið sem ekkert. „Á þessari leið geta skapast erfiðar aðstæður og það er töluvert um að menn festi bílana sína hér að vetri til og víða í þjóðgarðinum og fólk er hlaupandi fram og aftur að leita að sambandi til að láta vita af sér og sækja sér aðstoð. Það er ljóst að ef alvarlegt slys verður myndi það tefja talsvert viðbragðstíma ef fólk kemst ekki í símasamband.“Sjá einnig: Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Hann segir það eindregna ósk sína og þeirra sem þarna starfi að ráðist verður í úrbætur á þessu, líkt og framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar boðaði í Fréttablaðinu um helgina. „Þetta veldur okkur áhyggjum. Það dregur úr öryggi að geta ekki verið inni á svæðinu og náð sambandi ef eitthvað kemur upp á. Þetta er erfitt.“ Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er einn vinsælasti og fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Jón segir þá vera með örugga talningu upp á nærri 400 þúsund gesti á síðasta ári, og eru þá heimamenn og túristar frá skemmtiferðaskipum á Grundarfirði ekki taldir með. Aukningin hefur verið um 20 prósent á ári og menn finni síst fyrir samdrætti í þeim efnum. Djúpalónssandur er með vinsælli viðkomustöðum ferðamanna en að sögn Jóns líka einn sá varhugaverðasti. Þar geti verið mjög erfitt að ná sambandi. Nefnir hann að síðastliðinn fimmtudag hafi gúmmíbát rekið upp í fjöru við Malarrif sem ekki hafi verið hægt að tilkynna né fá frekari upplýsingar um fyrr en símasamband fannst. Blessunarlega reyndist ekkert alvarlegt hafa gerst. „En það yrði dapurlegt ef eitthvað kæmi upp á og fólk gæti ekki látið vita.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Tíu kílómetra kafli við Dritvík og Djúpalónssand á Snæfellsnesi er dautt svæði í fjarskiptum. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um svæðið á ári. Ef eitthvað kemur upp á er ekki hægt að hringja á aðstoð. Tvö slys urðu þar í fyrra. 25. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Á síðasta ári fengum við rúmlega 400 þúsund gesti og það er á mörkunum með að vera forsvaranlegt að við skulum ekki vera með símasamband í hluta af þjóðgarðinum og hluta akstursleiðarinnar þar sem fólk er að fara í gegn,“ segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði.Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardag eru með öllu fjarskiptalaus svæði á löngum köflum í og við þjóðgarðinn með tilheyrandi öryggisleysi og vandræðum ef eitthvað kemur upp á. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sagði þetta slæmt bæði fyrir ferðamenn sem þarna eiga leið um sem og viðbragðsaðila þar sem tetra-talstöðvarsamband væri þarna líka stopult. Tvö slys urðu á dauða svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. Jón segir sambandið inni í garðinum oft lítið sem ekkert. „Á þessari leið geta skapast erfiðar aðstæður og það er töluvert um að menn festi bílana sína hér að vetri til og víða í þjóðgarðinum og fólk er hlaupandi fram og aftur að leita að sambandi til að láta vita af sér og sækja sér aðstoð. Það er ljóst að ef alvarlegt slys verður myndi það tefja talsvert viðbragðstíma ef fólk kemst ekki í símasamband.“Sjá einnig: Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Hann segir það eindregna ósk sína og þeirra sem þarna starfi að ráðist verður í úrbætur á þessu, líkt og framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar boðaði í Fréttablaðinu um helgina. „Þetta veldur okkur áhyggjum. Það dregur úr öryggi að geta ekki verið inni á svæðinu og náð sambandi ef eitthvað kemur upp á. Þetta er erfitt.“ Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er einn vinsælasti og fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Jón segir þá vera með örugga talningu upp á nærri 400 þúsund gesti á síðasta ári, og eru þá heimamenn og túristar frá skemmtiferðaskipum á Grundarfirði ekki taldir með. Aukningin hefur verið um 20 prósent á ári og menn finni síst fyrir samdrætti í þeim efnum. Djúpalónssandur er með vinsælli viðkomustöðum ferðamanna en að sögn Jóns líka einn sá varhugaverðasti. Þar geti verið mjög erfitt að ná sambandi. Nefnir hann að síðastliðinn fimmtudag hafi gúmmíbát rekið upp í fjöru við Malarrif sem ekki hafi verið hægt að tilkynna né fá frekari upplýsingar um fyrr en símasamband fannst. Blessunarlega reyndist ekkert alvarlegt hafa gerst. „En það yrði dapurlegt ef eitthvað kæmi upp á og fólk gæti ekki látið vita.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Tíu kílómetra kafli við Dritvík og Djúpalónssand á Snæfellsnesi er dautt svæði í fjarskiptum. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um svæðið á ári. Ef eitthvað kemur upp á er ekki hægt að hringja á aðstoð. Tvö slys urðu þar í fyrra. 25. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Tíu kílómetra kafli við Dritvík og Djúpalónssand á Snæfellsnesi er dautt svæði í fjarskiptum. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um svæðið á ári. Ef eitthvað kemur upp á er ekki hægt að hringja á aðstoð. Tvö slys urðu þar í fyrra. 25. febrúar 2018 15:00