Takk fyrir 40 árin – Rithöfundasamband Íslands! Bjarni Bernharður skrifar 13. janúar 2018 11:10 Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu. Það sem réði því var óvild stjórnarliða í minn garð, óvild sem kom meðal annars til vegna gagnrýni minnar á aðalfundum, á störf sambandsins og þá sérstaklega gagnrýni á sjálftöku formanns úr launasjóð rithöfunda, en auk þess að hafa þrjár milljónir í árslaun fyrir starf sitt innan RSÍ, hefur formaðurinn skammtað sér tólf mánaða ritlaun á ári hverju, síðan 1996, sem ég tel vera „siðlaust“. Þó ber geta þess, að Aðalsteinn Ásberg sótti aldrei um meira en sex mánaða ritlaun, í sinni formannstíð. Þá setti ég fram harða gagnrýni á stjórnir og formenn RSÍ, síðustu 10 - 15 ára, fyrir þann ræfildóm og ódug að hafa lekið niður launasjóði rithöfunda, fyrir að láta pólitíkusa svínbeygja sig – en þá er illa komið, ef rithöfundar eru hræddir við pólitíkusa, í raun á það að vera öfugt. Í tvígang hefur nafn RSÍ blandast inn í aðför að persónu minni, fyrst 2014, þegar formaður þess reyndi að siga geðkerfinu á mig, vegna kjallagreinar sem ég skrifaði um aðalfundinn 2012, í DV – en formaðurinn hafði sem betur fer ekki árangur sem erfiði. Svo aftur sl. vor, þegar RSÍ stóð óbeint fyrir því að ég var nauðungavistaður á bráðageðdeild í 72. tíma (gjörsamlega andlega heill) – sem reyndar var mjög heppilegt fyrir sambandið, því aðalfundur var einmitt haldinn meðan vistun mín stóð yfir. Nú á dögunum var sett á mig lífstíðar útilokun frá lokaðri Facebook- síðu RSÍ. Ég hef vissu fyrir því að stjórnarliðar stóðu á bak við þá aðgerð. Skýringin sem var gefin, var að ég væri of frekur á plássið á síðunni. Það er rétt, ég var fyrirferðamikill á síðunni, en það kom til vegna þess að enginn annar rithöfundur nennti að koma með innlegg á síðuna, hvað þá að skiptast á skoðunum við mig, en mér hefur verið sagt, að það hafi komið til vegna þess að þeir voru hræddir við að mæta mínu eitraða stílvopni. Innlegg mín á þessa lokuðu síðu RSÍ voru í þá veru, að ég var að hvetja aðra rithöfunda út á ritvöllinn í menningar- og þjóðfélagsumræðu. Það að varna mér að vera virkur í umræðum við aðra rithöfunda á þessari RSÍ síðu, um alla framtíð, var það sem fyllti mælinn. Ég sá að fullreynt var fyrir mig að reyna að færa réttindamál höfunda til betri vegar á þessum vettvangi (sem félagi í RSÍ) þótt svo augljóslega væri ýmsu ábótavant – og skilaði inn skírteininu. Í raun er ég maður sátta og hefði frekar kosið að vera áfram innan Rithöfundasambands Íslands , ef þess hefði verið kostur – en því miður, því var ekki að heilsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu. Það sem réði því var óvild stjórnarliða í minn garð, óvild sem kom meðal annars til vegna gagnrýni minnar á aðalfundum, á störf sambandsins og þá sérstaklega gagnrýni á sjálftöku formanns úr launasjóð rithöfunda, en auk þess að hafa þrjár milljónir í árslaun fyrir starf sitt innan RSÍ, hefur formaðurinn skammtað sér tólf mánaða ritlaun á ári hverju, síðan 1996, sem ég tel vera „siðlaust“. Þó ber geta þess, að Aðalsteinn Ásberg sótti aldrei um meira en sex mánaða ritlaun, í sinni formannstíð. Þá setti ég fram harða gagnrýni á stjórnir og formenn RSÍ, síðustu 10 - 15 ára, fyrir þann ræfildóm og ódug að hafa lekið niður launasjóði rithöfunda, fyrir að láta pólitíkusa svínbeygja sig – en þá er illa komið, ef rithöfundar eru hræddir við pólitíkusa, í raun á það að vera öfugt. Í tvígang hefur nafn RSÍ blandast inn í aðför að persónu minni, fyrst 2014, þegar formaður þess reyndi að siga geðkerfinu á mig, vegna kjallagreinar sem ég skrifaði um aðalfundinn 2012, í DV – en formaðurinn hafði sem betur fer ekki árangur sem erfiði. Svo aftur sl. vor, þegar RSÍ stóð óbeint fyrir því að ég var nauðungavistaður á bráðageðdeild í 72. tíma (gjörsamlega andlega heill) – sem reyndar var mjög heppilegt fyrir sambandið, því aðalfundur var einmitt haldinn meðan vistun mín stóð yfir. Nú á dögunum var sett á mig lífstíðar útilokun frá lokaðri Facebook- síðu RSÍ. Ég hef vissu fyrir því að stjórnarliðar stóðu á bak við þá aðgerð. Skýringin sem var gefin, var að ég væri of frekur á plássið á síðunni. Það er rétt, ég var fyrirferðamikill á síðunni, en það kom til vegna þess að enginn annar rithöfundur nennti að koma með innlegg á síðuna, hvað þá að skiptast á skoðunum við mig, en mér hefur verið sagt, að það hafi komið til vegna þess að þeir voru hræddir við að mæta mínu eitraða stílvopni. Innlegg mín á þessa lokuðu síðu RSÍ voru í þá veru, að ég var að hvetja aðra rithöfunda út á ritvöllinn í menningar- og þjóðfélagsumræðu. Það að varna mér að vera virkur í umræðum við aðra rithöfunda á þessari RSÍ síðu, um alla framtíð, var það sem fyllti mælinn. Ég sá að fullreynt var fyrir mig að reyna að færa réttindamál höfunda til betri vegar á þessum vettvangi (sem félagi í RSÍ) þótt svo augljóslega væri ýmsu ábótavant – og skilaði inn skírteininu. Í raun er ég maður sátta og hefði frekar kosið að vera áfram innan Rithöfundasambands Íslands , ef þess hefði verið kostur – en því miður, því var ekki að heilsa.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar