Jólahugleiðing Svava Guðrún Helgadóttir skrifar 10. desember 2018 07:00 Það var síðla kvölds í vikunni sem leið að ég gekk um götur Reykjavíkurborgar og virti fyrir mér fegurðina sem miðbærinn hafði upp á að bjóða það kvöldið. Á göngu minni varð mér hugsað til þeirra hversdagslegu áhyggja sem við jú öll höfum og velti vöngum yfir hinu og þessu sem í stóru samhengi engu máli skiptir. Rétt í allri þessari hugsanaflækju ef flækju skal kalla varð mér hugsað til jólanna og þeirra sem eiga um sárt að binda yfir hátíðarnar líkt og aðra daga ársins. Þessar hugsanir mínar voru áhyggjunum yfirsterkari og fylgdu mér góðan spöl. Um víða veröld eru til einstaklingar sem eiga í engin hús að venda vegna fátæktar, sjúkdóma og aðstæðna sem þeir ekki fá við ráðið. Það eru til einstaklingar sem búa í stríðshrjáðum löndum og geta enga björg sér veitt. Það eru sannarlega til einstaklingar sem brotnir hafa verið niður af lífsins ólgusjó og telja enga ákjósanlega leið út úr sínum aðstæðum. Einstaklingar sem hreinlega vita ekki hvernig þeir eiga að takast á við daginn, hvað þá jólin. Aðstæður þar sem sorgin er gríðarleg, eymdin áþreifanleg. Þegar ég hafði leitt hugann að þessum fjölda fólks féllust mér hendur og ég leit örlítið í eigin barm. Hvað er það sem okkur raunverulega hamingju færir? Eftir nokkra stund gekk ég minn veg full forréttinda, steig upp í bíl sem ég hef til afnota, keyrði heim hugsi og gekk inn í hlýtt húsaskjólið sem ég er svo sérlega heppin að hafa yfir höfuð mér. Ég lagðist á koddann og leiddi hugann að þeim forréttindum sem ég bý við og gat ekki annað en fundið til skammar en á sama tíma óendanlegs þakklætis. Nú gengur senn í garð hátíð ljóss og friðar með öllum sínum kræsingum, litum, gjöfum og glingri. Þegar ég fer að gleyma mér í öllum ljósunum og þeirri ringulreið sem jólunum kann að fylgja ætla ég að leiða hugann að þeim sem ekkert af þessu hafa. Ég ætla að leiða hugann að því sem mér raunverulega hamingju veitir. Þakka fyrir alla þá hluti tilverunnar sem öllu máli skipta en aldrei fást keyptir. Já, þakka fyrir friðinn. Það er nefnilega hægt að búa við allsnægtir en vera á sama tíma bláfátækur. Verum þakklát, auðmjúk og nægjusöm með kærleikann að leiðarljósi. Það eru síður en svo allir sem hafa færi á því að halda gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það var síðla kvölds í vikunni sem leið að ég gekk um götur Reykjavíkurborgar og virti fyrir mér fegurðina sem miðbærinn hafði upp á að bjóða það kvöldið. Á göngu minni varð mér hugsað til þeirra hversdagslegu áhyggja sem við jú öll höfum og velti vöngum yfir hinu og þessu sem í stóru samhengi engu máli skiptir. Rétt í allri þessari hugsanaflækju ef flækju skal kalla varð mér hugsað til jólanna og þeirra sem eiga um sárt að binda yfir hátíðarnar líkt og aðra daga ársins. Þessar hugsanir mínar voru áhyggjunum yfirsterkari og fylgdu mér góðan spöl. Um víða veröld eru til einstaklingar sem eiga í engin hús að venda vegna fátæktar, sjúkdóma og aðstæðna sem þeir ekki fá við ráðið. Það eru til einstaklingar sem búa í stríðshrjáðum löndum og geta enga björg sér veitt. Það eru sannarlega til einstaklingar sem brotnir hafa verið niður af lífsins ólgusjó og telja enga ákjósanlega leið út úr sínum aðstæðum. Einstaklingar sem hreinlega vita ekki hvernig þeir eiga að takast á við daginn, hvað þá jólin. Aðstæður þar sem sorgin er gríðarleg, eymdin áþreifanleg. Þegar ég hafði leitt hugann að þessum fjölda fólks féllust mér hendur og ég leit örlítið í eigin barm. Hvað er það sem okkur raunverulega hamingju færir? Eftir nokkra stund gekk ég minn veg full forréttinda, steig upp í bíl sem ég hef til afnota, keyrði heim hugsi og gekk inn í hlýtt húsaskjólið sem ég er svo sérlega heppin að hafa yfir höfuð mér. Ég lagðist á koddann og leiddi hugann að þeim forréttindum sem ég bý við og gat ekki annað en fundið til skammar en á sama tíma óendanlegs þakklætis. Nú gengur senn í garð hátíð ljóss og friðar með öllum sínum kræsingum, litum, gjöfum og glingri. Þegar ég fer að gleyma mér í öllum ljósunum og þeirri ringulreið sem jólunum kann að fylgja ætla ég að leiða hugann að þeim sem ekkert af þessu hafa. Ég ætla að leiða hugann að því sem mér raunverulega hamingju veitir. Þakka fyrir alla þá hluti tilverunnar sem öllu máli skipta en aldrei fást keyptir. Já, þakka fyrir friðinn. Það er nefnilega hægt að búa við allsnægtir en vera á sama tíma bláfátækur. Verum þakklát, auðmjúk og nægjusöm með kærleikann að leiðarljósi. Það eru síður en svo allir sem hafa færi á því að halda gleðileg jól.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun