Kurteisi og virðing Rakel Þórðardóttir skrifar 10. ágúst 2018 14:43 Í vor var ég svo heppin að fá að fara með gamla vinnustaðnum mínum í skólaheimsókn til Hollands. Ég heimsótti tvo skóla í Amsterdam. Það sem fyrst vakti athygli mín var þögnin í báðum skólunum. Hópurinn minn hélt fyrst að það væri frí í skólanum. Kyrrðin og rólegheitin voru slík að það hlaut að vera frí. Að það væru engin börn á svæðinu. Engir hurðaskellir, engin að hlaupa eftir göngunum, engin gól, engin grátur ekkert rifrildi og þras. En svo var ekki, þetta var ósköp venjulegur fimmtudagur í júní. Börnin sem við sáum virtust vera hamingjusöm. Þau voru að vinna í sínum verkefnum, þau töluðu saman án þess að kalla eða öskra. Þau hlustuðu á hvert annað og var engin starfsmaður til að stýra þessum samskiptum. Ég átti ekki til orð. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að það er til nokkuð sem heitir gestahegðun. En þarna voru krakkarnir samt sem áður mjög kurteis við starfsfólk skólans og báru virðingu fyrir starfsfólkinu. Þá fór ég að velta því fyrir mér afhverju er virðing okkur íslendingum svona framandi? Ég hef búið og starfað í Bretlandi og Bandaríkjunum og þar hagar fólk sér öðruvísi gagnvart ókunugum. Gerum við það hér? Komum við fram af virðingu við ókunnuga? Ég mun aldrei gleyma því þegar ég var tvítug í verslun í Bandaríknunum og heyrði „Can I help you Ma´am?“ Ég hélt bara áfram að skoða vöruna og datt alls ekki í hug að afgreiðslukonan í verslunni væri að tala við mig. Ég væri „Ma´am“! Ég var vön því að starfsfólk verslanna hér á Íslandi liti mig hornauga og væri pirrað að ég væri að skoða og spá. Alveg frá því að ég gat farið ein í verslunarferðir sem barn var ég vön hranalegri framkomu frá afgreiðslufólki. Oftar en ekki var skoðað í pokann hjá mér hvort ég væri að stela, þegar ég var að sendast út í mjólkurbúð á horninu. Í verslunni við grunnskólann minn var oftar en ekki hreytt í okkur krakkana sem voru að versla okkur nesti „Hvað ætlar þú að fá?“ Eins og við værum að eyðileggja daginn fyrir fólkinu sem vann þarna. En þá var ég kannski með Svala og snúð. Ekkert vesen. Í mörg ár starfaði ég í apóteki. Þar var ekki algengt að börn kæmu að versla sjálf. En það kom þó fyrir. Oftar en ekki að kaupa snúð til að gefa yngra systkyni. Eða kaupa sér sundgleraugu og kannski eitt Extra tyggjó með. Mér fannst voðalega gaman að aðstoða þessi börn og reyndi mitt besta til að koma fram við þau eins og alla aðra viðskiptavini. Minnug þessarar reynslu minnar frá því ég var barn. En þarna í apótekinu fékk ég líka svo sannalega að kenna á því hvernig fullorðið fólk getur komið fram við annað fullorðið fólk. Ég var ásökuðu um að hygla ákveðnum lyfjafyrirtækjum þegar ég bauð ódýrari lyf. Sem mér bar skilda til samkvæmt lögum. „Átt þú hlutabréf í þessu lyfjafyrirtæki?“ var spurning sem ég heyrði oft. Bara svo það sé alveg á hreinu þá er engi hluthafi í lyfjafyrirtæki að vinna á „gólfinu“ í apóteki. Þau þurfa þess ekki. Þau sitja við skrifborðið sitt og skoða hlutabréfamarkaðinn. Allan daginn. Eftir næstum því tuttugu ár í starfi sem lyfjatæknir þar sem maður mátti þola svívirðingar og hótanir nánast á hverjum degi, var komið gott. Ég átti ung börn og langur vinnudagur er ekki möguleiki fyrir fjölskyldufólk hér á Íslandi. Það dæmi gengur ekki upp. Eins og það hljómaði undarlega þá langaði mig að gera eitthvað sem gerir mig stolta Ég skráði mig í háskólanám, í kennaranám. Ég kynntist góðu og skemmtilegu fólki í þessu námi mínu. Bæði nemendum og starfsfólki. Mér fannst ég alltaf vera að læra eitthvað nýtt. Hópurinn minn í fjarnáminu vann mjög vel saman og studdum við hvert annað í gegnum námið. Hef ég eignast vini fyrir lífstíð í þessum hópi. Eftir sumarheimsóknina mína og með tilliti til þess sem ég var að læra í B.Ed náminu mínu velti ég því fyrir mér. Hvernig getum við kennt börnum virðingu? Þetta atrið var ekki til skoðunar í siðfræðiáfanganum. Hefur eflaust ekki þótt skipta máli. Er þetta menningalegur galli á íslensku þjóðinni að geta ekki verið kurteis hvort við annað? Er eðlilegt að samskipti milli ókunnugra einkennist af spælingum og að markmiðið virðist vera að niðurlægja aðra. Er hægt að ræða svona hluti í menningunni okkar opinskátt og getum við reynt að bæta okkur. Með umræðunni sem fór af stað vegna Metoo# byltingarinnar þar sem þöggun vegna kynferðisofbeldis var rofin. Finndist mér tími til komin að við sem þjóð tökum okkur á og förum að ræða aðferðir sem hjálpa okkur að vanda okkur í samskiptum við aðra. Hvernig á að koma fram við aðra af virðingu. Höfum það sem markmið í vetur. Tökum öll þátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Rangar áherslur í kennaranámi Á fyrstu vikunni áttaði ég mig á því að það sem ég hafði verið að læra í kennaranáminu kom ekkert kennarastarfinu við. 25. janúar 2018 08:35 Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Í vor var ég svo heppin að fá að fara með gamla vinnustaðnum mínum í skólaheimsókn til Hollands. Ég heimsótti tvo skóla í Amsterdam. Það sem fyrst vakti athygli mín var þögnin í báðum skólunum. Hópurinn minn hélt fyrst að það væri frí í skólanum. Kyrrðin og rólegheitin voru slík að það hlaut að vera frí. Að það væru engin börn á svæðinu. Engir hurðaskellir, engin að hlaupa eftir göngunum, engin gól, engin grátur ekkert rifrildi og þras. En svo var ekki, þetta var ósköp venjulegur fimmtudagur í júní. Börnin sem við sáum virtust vera hamingjusöm. Þau voru að vinna í sínum verkefnum, þau töluðu saman án þess að kalla eða öskra. Þau hlustuðu á hvert annað og var engin starfsmaður til að stýra þessum samskiptum. Ég átti ekki til orð. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að það er til nokkuð sem heitir gestahegðun. En þarna voru krakkarnir samt sem áður mjög kurteis við starfsfólk skólans og báru virðingu fyrir starfsfólkinu. Þá fór ég að velta því fyrir mér afhverju er virðing okkur íslendingum svona framandi? Ég hef búið og starfað í Bretlandi og Bandaríkjunum og þar hagar fólk sér öðruvísi gagnvart ókunugum. Gerum við það hér? Komum við fram af virðingu við ókunnuga? Ég mun aldrei gleyma því þegar ég var tvítug í verslun í Bandaríknunum og heyrði „Can I help you Ma´am?“ Ég hélt bara áfram að skoða vöruna og datt alls ekki í hug að afgreiðslukonan í verslunni væri að tala við mig. Ég væri „Ma´am“! Ég var vön því að starfsfólk verslanna hér á Íslandi liti mig hornauga og væri pirrað að ég væri að skoða og spá. Alveg frá því að ég gat farið ein í verslunarferðir sem barn var ég vön hranalegri framkomu frá afgreiðslufólki. Oftar en ekki var skoðað í pokann hjá mér hvort ég væri að stela, þegar ég var að sendast út í mjólkurbúð á horninu. Í verslunni við grunnskólann minn var oftar en ekki hreytt í okkur krakkana sem voru að versla okkur nesti „Hvað ætlar þú að fá?“ Eins og við værum að eyðileggja daginn fyrir fólkinu sem vann þarna. En þá var ég kannski með Svala og snúð. Ekkert vesen. Í mörg ár starfaði ég í apóteki. Þar var ekki algengt að börn kæmu að versla sjálf. En það kom þó fyrir. Oftar en ekki að kaupa snúð til að gefa yngra systkyni. Eða kaupa sér sundgleraugu og kannski eitt Extra tyggjó með. Mér fannst voðalega gaman að aðstoða þessi börn og reyndi mitt besta til að koma fram við þau eins og alla aðra viðskiptavini. Minnug þessarar reynslu minnar frá því ég var barn. En þarna í apótekinu fékk ég líka svo sannalega að kenna á því hvernig fullorðið fólk getur komið fram við annað fullorðið fólk. Ég var ásökuðu um að hygla ákveðnum lyfjafyrirtækjum þegar ég bauð ódýrari lyf. Sem mér bar skilda til samkvæmt lögum. „Átt þú hlutabréf í þessu lyfjafyrirtæki?“ var spurning sem ég heyrði oft. Bara svo það sé alveg á hreinu þá er engi hluthafi í lyfjafyrirtæki að vinna á „gólfinu“ í apóteki. Þau þurfa þess ekki. Þau sitja við skrifborðið sitt og skoða hlutabréfamarkaðinn. Allan daginn. Eftir næstum því tuttugu ár í starfi sem lyfjatæknir þar sem maður mátti þola svívirðingar og hótanir nánast á hverjum degi, var komið gott. Ég átti ung börn og langur vinnudagur er ekki möguleiki fyrir fjölskyldufólk hér á Íslandi. Það dæmi gengur ekki upp. Eins og það hljómaði undarlega þá langaði mig að gera eitthvað sem gerir mig stolta Ég skráði mig í háskólanám, í kennaranám. Ég kynntist góðu og skemmtilegu fólki í þessu námi mínu. Bæði nemendum og starfsfólki. Mér fannst ég alltaf vera að læra eitthvað nýtt. Hópurinn minn í fjarnáminu vann mjög vel saman og studdum við hvert annað í gegnum námið. Hef ég eignast vini fyrir lífstíð í þessum hópi. Eftir sumarheimsóknina mína og með tilliti til þess sem ég var að læra í B.Ed náminu mínu velti ég því fyrir mér. Hvernig getum við kennt börnum virðingu? Þetta atrið var ekki til skoðunar í siðfræðiáfanganum. Hefur eflaust ekki þótt skipta máli. Er þetta menningalegur galli á íslensku þjóðinni að geta ekki verið kurteis hvort við annað? Er eðlilegt að samskipti milli ókunnugra einkennist af spælingum og að markmiðið virðist vera að niðurlægja aðra. Er hægt að ræða svona hluti í menningunni okkar opinskátt og getum við reynt að bæta okkur. Með umræðunni sem fór af stað vegna Metoo# byltingarinnar þar sem þöggun vegna kynferðisofbeldis var rofin. Finndist mér tími til komin að við sem þjóð tökum okkur á og förum að ræða aðferðir sem hjálpa okkur að vanda okkur í samskiptum við aðra. Hvernig á að koma fram við aðra af virðingu. Höfum það sem markmið í vetur. Tökum öll þátt.
Rangar áherslur í kennaranámi Á fyrstu vikunni áttaði ég mig á því að það sem ég hafði verið að læra í kennaranáminu kom ekkert kennarastarfinu við. 25. janúar 2018 08:35
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar