Rangar áherslur í kennaranámi Rakel Þórðardóttir skrifar 25. janúar 2018 08:35 Ég er búin með B.Ed gráðuna í kennslufræðum og byrjuð á mastersgráðunni sem er nauðsynleg til þess að ég geti kallað mig kennara. Ég tók smá krók á náminu og fór að kenna sem leiðbeinandi í grunnskóla. Ég ætlaði að vera voðalega dugleg. Húsmóðir, móðir þriggja ungra barna, í vinnu og svo ætlaði ég líka að vera í mastersnáminu með. En það kom fljótlega á daginn að ég var ekkert að ná að sinna náminu „með“ kennslunni og öllu öðru. Á fyrstu vikunni áttaði ég mig á því að það sem ég hafði verið að læra í kennaranáminu kom ekkert kennarastarfinu við. Ég segi ekki að það hafi verið algjör tímasóun en sumt sem ég lærði þar hefur ekkert með kennarastarfið að gera. Sumir kúrsar líktust kenningarfyllerí frekar en kennslu í handbærum aðferðum fyrir kennaranema að nota í kennslu. Ég lærði enga bekkjastjórnun. Ekkert um einhverfu, ADHD, ADD, mótþróaþrjóskuröskun, lesblindu, kynáttunarvanda, samkynhneigð hjá ungu fólki, einelti, þunglyndi og kvíða í börnum. Sjálfskaðandi hegðun, vanrækslu, hvernig skal bregðast við þegar grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, andlegu ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi. Það var aldrei talað um að kennara þyrfti að vera á teymisfundum og hvað færi fram á teymisfundum. Í háskólanum sem ég var í var engin skipulögð æfingakennsla. En við fórum í nokkrar heimsóknir í skóla og hittum flotta kennara. Eitt sem var lögð áhersla á var að kennarar kynnu að gera heimasíðu en það var ekkert talað um þau tölvukerfi sem halda utan um hegðun og námsárangur barnanna. Það var alveg nýtt fyrir mér þegar ég fór að vinna. Og þetta er bara hluti af vandamáli nýrra kennara. Þegar það fór að koma betur og betur í ljós hvað mig vantaði mikla þekkingu til þess að standa mig vel í starfi fóru að renna á mig tvær grímur. Hvað á ég eftir að læra í mastersnáminu sem mun hjálpa mér í framtíðinni? Ég fór að skoða það betur. Í ljós kom, það er ekkert. Það er hægt að velja ýmislegt en það hefur ekkert með skyldufögin í mastersnáminu að gera. Hvernig á ég að geta kennt í skóla sem vinnur eftir stefnunni, Skóli án aðgreiningar? Þegar ég hef hvorki tæki né tól til þess að gera starfið mitt vel. Ég er hissa hvernig sveitarfélögin sætta sig við að ráða starfsfólk til vinnu sem er ekki starfinu vaxið. Hvað þurfa sveitarfélögin að kosta mikið til að aðstoða nýja kennara í starfi? Til þess að koma í veg fyrir að nýir kennarar hætti í kennslu þarf að gæta þess að þungur nemendahópurinn með margar greiningar séu ekki settar hjá nýjum kennara. Sem virðist vera venja heldur en undantekning þegar kemur að úthluta nýútskrifuðum kennurum nemendahóp. Ef til vill er það ástæðan fyrir því að margir hætta í kennslu eftir 1-2 ár í stafi. Í ljósi þess að sjúkrasjóður kennara er að klárast og að endurnýjun í starfshópnum er lítil þarf að grípa til aðgerða sem virka og það strax. Byrjið að skoða kennaranámið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég er búin með B.Ed gráðuna í kennslufræðum og byrjuð á mastersgráðunni sem er nauðsynleg til þess að ég geti kallað mig kennara. Ég tók smá krók á náminu og fór að kenna sem leiðbeinandi í grunnskóla. Ég ætlaði að vera voðalega dugleg. Húsmóðir, móðir þriggja ungra barna, í vinnu og svo ætlaði ég líka að vera í mastersnáminu með. En það kom fljótlega á daginn að ég var ekkert að ná að sinna náminu „með“ kennslunni og öllu öðru. Á fyrstu vikunni áttaði ég mig á því að það sem ég hafði verið að læra í kennaranáminu kom ekkert kennarastarfinu við. Ég segi ekki að það hafi verið algjör tímasóun en sumt sem ég lærði þar hefur ekkert með kennarastarfið að gera. Sumir kúrsar líktust kenningarfyllerí frekar en kennslu í handbærum aðferðum fyrir kennaranema að nota í kennslu. Ég lærði enga bekkjastjórnun. Ekkert um einhverfu, ADHD, ADD, mótþróaþrjóskuröskun, lesblindu, kynáttunarvanda, samkynhneigð hjá ungu fólki, einelti, þunglyndi og kvíða í börnum. Sjálfskaðandi hegðun, vanrækslu, hvernig skal bregðast við þegar grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, andlegu ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi. Það var aldrei talað um að kennara þyrfti að vera á teymisfundum og hvað færi fram á teymisfundum. Í háskólanum sem ég var í var engin skipulögð æfingakennsla. En við fórum í nokkrar heimsóknir í skóla og hittum flotta kennara. Eitt sem var lögð áhersla á var að kennarar kynnu að gera heimasíðu en það var ekkert talað um þau tölvukerfi sem halda utan um hegðun og námsárangur barnanna. Það var alveg nýtt fyrir mér þegar ég fór að vinna. Og þetta er bara hluti af vandamáli nýrra kennara. Þegar það fór að koma betur og betur í ljós hvað mig vantaði mikla þekkingu til þess að standa mig vel í starfi fóru að renna á mig tvær grímur. Hvað á ég eftir að læra í mastersnáminu sem mun hjálpa mér í framtíðinni? Ég fór að skoða það betur. Í ljós kom, það er ekkert. Það er hægt að velja ýmislegt en það hefur ekkert með skyldufögin í mastersnáminu að gera. Hvernig á ég að geta kennt í skóla sem vinnur eftir stefnunni, Skóli án aðgreiningar? Þegar ég hef hvorki tæki né tól til þess að gera starfið mitt vel. Ég er hissa hvernig sveitarfélögin sætta sig við að ráða starfsfólk til vinnu sem er ekki starfinu vaxið. Hvað þurfa sveitarfélögin að kosta mikið til að aðstoða nýja kennara í starfi? Til þess að koma í veg fyrir að nýir kennarar hætti í kennslu þarf að gæta þess að þungur nemendahópurinn með margar greiningar séu ekki settar hjá nýjum kennara. Sem virðist vera venja heldur en undantekning þegar kemur að úthluta nýútskrifuðum kennurum nemendahóp. Ef til vill er það ástæðan fyrir því að margir hætta í kennslu eftir 1-2 ár í stafi. Í ljósi þess að sjúkrasjóður kennara er að klárast og að endurnýjun í starfshópnum er lítil þarf að grípa til aðgerða sem virka og það strax. Byrjið að skoða kennaranámið.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar