Fyrirmyndin mín hefur alltaf verið Guðjón Valur 3. nóvember 2018 12:15 Elvar Örn átti frábæran leik gegn Tyrklandi. Fréttablaðið/Eyþór Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall og er þekktur fyrir snilldartakta í handbolta bæði með liði sínu Selfossi og nú nýlega landsliðinu. Hvernig þótti þér skemmtilegast að leika þér þegar þú varst krakki? Mer fannst langskemmtilegast að vera úti að leika mér í fótbolta og körfubolta með strákunum. Við eyddum oftast heilu dögunum úti á gervigrasvelli. Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir í handbolta? Ég byrjaði tíu ára hjá Einari Guðmunds á Selfossi. Ég bjó hins vegar úti í Noregi þegar ég var fimm til tíu ára og var þar aðeins að sprikla í handbolta því pabbi var að þjálfa þar. Hefur þú alltaf æft á Selfossi? Já, hér hefur verið frábært starf hjá handboltadeildinni í gegnum árin. Er handboltafólk í fjölskyldunni? Það er mikið af íþróttafólki í fjölskyldunni minni, bæði í frjálsum og handbolta. Mamma varð 10 sinnum í röð Íslandsmeistari í borðtennis og pabbi var í landsliðinu í frjálsum til dæmis. Svo erum við margir frændur að spila saman í Selfossi. Hver er þín helsta fyrirmynd í handboltanum? Fyrirmyndin mín hefur alltaf verið Guðjón Valur, alveg síðan ég var lítill peyi. Mér fannst hann alltaf svo geggjaður og finnst það enn. Svo hef ég líka litið upp til Jordan út af því hvernig hans nálgast leikinn og hvernig hann hugsar. Er einhver saga bak við treyjunúmerið þitt? Aðalástæðan var sú að Guðjón Valur var nr. 9 og ég vildi vera eins og hann. Hvernig líður þér í landsliðinu? Mér líður mjög vel, strákarnir hafa tekið mjög vel á móti mér og það er ógeðslega gaman að spila með þeim. Eiga handboltamenn að borða eitthvað sérstakt? Bara borða hollt og nóg af próteini, kolvetnum og fitu. Það sem ég hugsaði þegar ég var yngri var að ég þyrfti að borða nógu mikið, gúffa í mig mat. Hvaða mat finnst þér best að fá á þinn disk? Allan matinn sem mamma eldar, kjötbollurnar sem amma gerir og lambalærið sem tengdapabbi grillar. Mega íþróttamenn borða nammi? Já, það má fá sér af og til, það er mjög erfitt að borða alltaf bara hollan mat, en bara passa sig. Allt er gott í hófi. Hvort ert þú kvöld- eða morgunsvæfur? Ég myndi segja að ég væri morgunsvæfur. Mér finnst gott að sofa soldið út ef ég get Tekurðu lýsi? Ég gerði það þegar ég var yngri en hef verið latur við það núna. Ég þarf að fara að rífa mig í gang aftur því íslenska lýsið er svo gott fyrir líkamann. Hefur þú þjálfað krakka? Já, hef gert það og finnst það gaman. Gaman að hjálpa þeim að verða betri og sjá svo árangurinn. Hvar sérðu sjálfan þig eftir fimm ár? Á fullu í atvinnumennsku og að spila með íslenska landsliðinu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall og er þekktur fyrir snilldartakta í handbolta bæði með liði sínu Selfossi og nú nýlega landsliðinu. Hvernig þótti þér skemmtilegast að leika þér þegar þú varst krakki? Mer fannst langskemmtilegast að vera úti að leika mér í fótbolta og körfubolta með strákunum. Við eyddum oftast heilu dögunum úti á gervigrasvelli. Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir í handbolta? Ég byrjaði tíu ára hjá Einari Guðmunds á Selfossi. Ég bjó hins vegar úti í Noregi þegar ég var fimm til tíu ára og var þar aðeins að sprikla í handbolta því pabbi var að þjálfa þar. Hefur þú alltaf æft á Selfossi? Já, hér hefur verið frábært starf hjá handboltadeildinni í gegnum árin. Er handboltafólk í fjölskyldunni? Það er mikið af íþróttafólki í fjölskyldunni minni, bæði í frjálsum og handbolta. Mamma varð 10 sinnum í röð Íslandsmeistari í borðtennis og pabbi var í landsliðinu í frjálsum til dæmis. Svo erum við margir frændur að spila saman í Selfossi. Hver er þín helsta fyrirmynd í handboltanum? Fyrirmyndin mín hefur alltaf verið Guðjón Valur, alveg síðan ég var lítill peyi. Mér fannst hann alltaf svo geggjaður og finnst það enn. Svo hef ég líka litið upp til Jordan út af því hvernig hans nálgast leikinn og hvernig hann hugsar. Er einhver saga bak við treyjunúmerið þitt? Aðalástæðan var sú að Guðjón Valur var nr. 9 og ég vildi vera eins og hann. Hvernig líður þér í landsliðinu? Mér líður mjög vel, strákarnir hafa tekið mjög vel á móti mér og það er ógeðslega gaman að spila með þeim. Eiga handboltamenn að borða eitthvað sérstakt? Bara borða hollt og nóg af próteini, kolvetnum og fitu. Það sem ég hugsaði þegar ég var yngri var að ég þyrfti að borða nógu mikið, gúffa í mig mat. Hvaða mat finnst þér best að fá á þinn disk? Allan matinn sem mamma eldar, kjötbollurnar sem amma gerir og lambalærið sem tengdapabbi grillar. Mega íþróttamenn borða nammi? Já, það má fá sér af og til, það er mjög erfitt að borða alltaf bara hollan mat, en bara passa sig. Allt er gott í hófi. Hvort ert þú kvöld- eða morgunsvæfur? Ég myndi segja að ég væri morgunsvæfur. Mér finnst gott að sofa soldið út ef ég get Tekurðu lýsi? Ég gerði það þegar ég var yngri en hef verið latur við það núna. Ég þarf að fara að rífa mig í gang aftur því íslenska lýsið er svo gott fyrir líkamann. Hefur þú þjálfað krakka? Já, hef gert það og finnst það gaman. Gaman að hjálpa þeim að verða betri og sjá svo árangurinn. Hvar sérðu sjálfan þig eftir fimm ár? Á fullu í atvinnumennsku og að spila með íslenska landsliðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira