Mikið tjón á höfuðborgarsvæðinu eftir aftakaveður Berhildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 19:55 Mikið tjón varð víða á höfuðborgarsvæðinu í aftakaveðri í gær og nótt og hefur slökkviliðið aldrei farið í fleiri útköll á einum sólarhring. Víða fylltust bíla-og íbúðakjallarar af vatni, vatn streymdi upp úr salernum, tjörn flæddi yfir bakka sína og hótelskilti losnaði á Laugaveginum. Gríðarleg úrkoma fylgdi óveðrinu en hún mældist þrjátíu og þrír millílítrar á einum sólarhring sem er tæpur helmingur af meðaltalsúrkomu allan febrúar. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast frá því um kvöldmatarleytið í gær þegar skiltið á Hlemmi Square, hóteli á Laugavegi, losnaði og þurfti að loka svæðinu í kring. Að lokum tókst þó að binda skiltið niður.Lögreglan vaktaði skiltið við Hlemm Square.Vísir/EgillKalla þurfti út aukamannskap í nótt og naut slökkviliðið aðstoðar björgunarsveitarmanna þegar erillinn var sem mestur. Seltjörn í Seljahverfi í Breiðholti flæddi yfir bakka sína og út á vegi og gangstéttir auk þess sem nálægur skúr fylltist af vatni. Slökkviliðið var enn að störfum í dag en fráföll höfðu stíflast í hjúkrunarheimilinu Skógarbæ og vatn flætt inn í kjallara hússins. Vatnið kom upp úr klósettum og flæddi um alla ganga.Vatn kom upp úr klósettum og flæddi um ganga hússins.skjáskot af stöð 2Mikið starf beið slökkviliðs og hreingerningarfólks. „Þegar við náum vatninu frá húsinu þá byrjum við að skafa hér gólfið inn í niðurföll og sjáum hvort þetta náist ekki mest en svo verður sérhæft fólk að koma og þrífa eftir þetta,“ segir Oddur Hallgrímsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Oddur, ásamt slökkviliðsmönnum, höfðu nóg að gera í nótt.skjáskot af stöð 2Hvað kom vatn upp úr mörgum klósettum?„Það eru ýmis niðurföll og klósett sem hafa farið hér um. Það hefur gerst einhvern tíman í nótt.“ Bílakjallari hússins var líka fullur af vatni. „Hér er einhvers konar vandamál með frárennsli þannig að það fer ekkert frá húsinu og kallarar sem eru svona niðurgrafnir fyllast bara af vatni á þessu svæði núna,“ segir Oddur.Guðmundur segir brýnt að skoða fráveitumálin.skjáskot af stöð 2Guðmundur Jóhannsson, framkvæmdastjóri hússins, segir mikilvægt að fara yfir fráveitumálin á svæðinu og segir um talsvert tjón að ræða. „Þetta verður talsvert tjón, við erum náttúrulega tryggð fyrir þessu en það liggja ekki fyrir neinar tölur um það hvað þetta er mikið.“ Verið er að byggja fjölbýlishús fyrir eldri borgara á næstu lóð og hafði grunnur þar fyllst af vatni og tæki, skúrar og kranar skemmst. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Mikið tjón varð víða á höfuðborgarsvæðinu í aftakaveðri í gær og nótt og hefur slökkviliðið aldrei farið í fleiri útköll á einum sólarhring. Víða fylltust bíla-og íbúðakjallarar af vatni, vatn streymdi upp úr salernum, tjörn flæddi yfir bakka sína og hótelskilti losnaði á Laugaveginum. Gríðarleg úrkoma fylgdi óveðrinu en hún mældist þrjátíu og þrír millílítrar á einum sólarhring sem er tæpur helmingur af meðaltalsúrkomu allan febrúar. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast frá því um kvöldmatarleytið í gær þegar skiltið á Hlemmi Square, hóteli á Laugavegi, losnaði og þurfti að loka svæðinu í kring. Að lokum tókst þó að binda skiltið niður.Lögreglan vaktaði skiltið við Hlemm Square.Vísir/EgillKalla þurfti út aukamannskap í nótt og naut slökkviliðið aðstoðar björgunarsveitarmanna þegar erillinn var sem mestur. Seltjörn í Seljahverfi í Breiðholti flæddi yfir bakka sína og út á vegi og gangstéttir auk þess sem nálægur skúr fylltist af vatni. Slökkviliðið var enn að störfum í dag en fráföll höfðu stíflast í hjúkrunarheimilinu Skógarbæ og vatn flætt inn í kjallara hússins. Vatnið kom upp úr klósettum og flæddi um alla ganga.Vatn kom upp úr klósettum og flæddi um ganga hússins.skjáskot af stöð 2Mikið starf beið slökkviliðs og hreingerningarfólks. „Þegar við náum vatninu frá húsinu þá byrjum við að skafa hér gólfið inn í niðurföll og sjáum hvort þetta náist ekki mest en svo verður sérhæft fólk að koma og þrífa eftir þetta,“ segir Oddur Hallgrímsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Oddur, ásamt slökkviliðsmönnum, höfðu nóg að gera í nótt.skjáskot af stöð 2Hvað kom vatn upp úr mörgum klósettum?„Það eru ýmis niðurföll og klósett sem hafa farið hér um. Það hefur gerst einhvern tíman í nótt.“ Bílakjallari hússins var líka fullur af vatni. „Hér er einhvers konar vandamál með frárennsli þannig að það fer ekkert frá húsinu og kallarar sem eru svona niðurgrafnir fyllast bara af vatni á þessu svæði núna,“ segir Oddur.Guðmundur segir brýnt að skoða fráveitumálin.skjáskot af stöð 2Guðmundur Jóhannsson, framkvæmdastjóri hússins, segir mikilvægt að fara yfir fráveitumálin á svæðinu og segir um talsvert tjón að ræða. „Þetta verður talsvert tjón, við erum náttúrulega tryggð fyrir þessu en það liggja ekki fyrir neinar tölur um það hvað þetta er mikið.“ Verið er að byggja fjölbýlishús fyrir eldri borgara á næstu lóð og hafði grunnur þar fyllst af vatni og tæki, skúrar og kranar skemmst.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira