Mikið tjón á höfuðborgarsvæðinu eftir aftakaveður Berhildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 19:55 Mikið tjón varð víða á höfuðborgarsvæðinu í aftakaveðri í gær og nótt og hefur slökkviliðið aldrei farið í fleiri útköll á einum sólarhring. Víða fylltust bíla-og íbúðakjallarar af vatni, vatn streymdi upp úr salernum, tjörn flæddi yfir bakka sína og hótelskilti losnaði á Laugaveginum. Gríðarleg úrkoma fylgdi óveðrinu en hún mældist þrjátíu og þrír millílítrar á einum sólarhring sem er tæpur helmingur af meðaltalsúrkomu allan febrúar. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast frá því um kvöldmatarleytið í gær þegar skiltið á Hlemmi Square, hóteli á Laugavegi, losnaði og þurfti að loka svæðinu í kring. Að lokum tókst þó að binda skiltið niður.Lögreglan vaktaði skiltið við Hlemm Square.Vísir/EgillKalla þurfti út aukamannskap í nótt og naut slökkviliðið aðstoðar björgunarsveitarmanna þegar erillinn var sem mestur. Seltjörn í Seljahverfi í Breiðholti flæddi yfir bakka sína og út á vegi og gangstéttir auk þess sem nálægur skúr fylltist af vatni. Slökkviliðið var enn að störfum í dag en fráföll höfðu stíflast í hjúkrunarheimilinu Skógarbæ og vatn flætt inn í kjallara hússins. Vatnið kom upp úr klósettum og flæddi um alla ganga.Vatn kom upp úr klósettum og flæddi um ganga hússins.skjáskot af stöð 2Mikið starf beið slökkviliðs og hreingerningarfólks. „Þegar við náum vatninu frá húsinu þá byrjum við að skafa hér gólfið inn í niðurföll og sjáum hvort þetta náist ekki mest en svo verður sérhæft fólk að koma og þrífa eftir þetta,“ segir Oddur Hallgrímsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Oddur, ásamt slökkviliðsmönnum, höfðu nóg að gera í nótt.skjáskot af stöð 2Hvað kom vatn upp úr mörgum klósettum?„Það eru ýmis niðurföll og klósett sem hafa farið hér um. Það hefur gerst einhvern tíman í nótt.“ Bílakjallari hússins var líka fullur af vatni. „Hér er einhvers konar vandamál með frárennsli þannig að það fer ekkert frá húsinu og kallarar sem eru svona niðurgrafnir fyllast bara af vatni á þessu svæði núna,“ segir Oddur.Guðmundur segir brýnt að skoða fráveitumálin.skjáskot af stöð 2Guðmundur Jóhannsson, framkvæmdastjóri hússins, segir mikilvægt að fara yfir fráveitumálin á svæðinu og segir um talsvert tjón að ræða. „Þetta verður talsvert tjón, við erum náttúrulega tryggð fyrir þessu en það liggja ekki fyrir neinar tölur um það hvað þetta er mikið.“ Verið er að byggja fjölbýlishús fyrir eldri borgara á næstu lóð og hafði grunnur þar fyllst af vatni og tæki, skúrar og kranar skemmst. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Mikið tjón varð víða á höfuðborgarsvæðinu í aftakaveðri í gær og nótt og hefur slökkviliðið aldrei farið í fleiri útköll á einum sólarhring. Víða fylltust bíla-og íbúðakjallarar af vatni, vatn streymdi upp úr salernum, tjörn flæddi yfir bakka sína og hótelskilti losnaði á Laugaveginum. Gríðarleg úrkoma fylgdi óveðrinu en hún mældist þrjátíu og þrír millílítrar á einum sólarhring sem er tæpur helmingur af meðaltalsúrkomu allan febrúar. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast frá því um kvöldmatarleytið í gær þegar skiltið á Hlemmi Square, hóteli á Laugavegi, losnaði og þurfti að loka svæðinu í kring. Að lokum tókst þó að binda skiltið niður.Lögreglan vaktaði skiltið við Hlemm Square.Vísir/EgillKalla þurfti út aukamannskap í nótt og naut slökkviliðið aðstoðar björgunarsveitarmanna þegar erillinn var sem mestur. Seltjörn í Seljahverfi í Breiðholti flæddi yfir bakka sína og út á vegi og gangstéttir auk þess sem nálægur skúr fylltist af vatni. Slökkviliðið var enn að störfum í dag en fráföll höfðu stíflast í hjúkrunarheimilinu Skógarbæ og vatn flætt inn í kjallara hússins. Vatnið kom upp úr klósettum og flæddi um alla ganga.Vatn kom upp úr klósettum og flæddi um ganga hússins.skjáskot af stöð 2Mikið starf beið slökkviliðs og hreingerningarfólks. „Þegar við náum vatninu frá húsinu þá byrjum við að skafa hér gólfið inn í niðurföll og sjáum hvort þetta náist ekki mest en svo verður sérhæft fólk að koma og þrífa eftir þetta,“ segir Oddur Hallgrímsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Oddur, ásamt slökkviliðsmönnum, höfðu nóg að gera í nótt.skjáskot af stöð 2Hvað kom vatn upp úr mörgum klósettum?„Það eru ýmis niðurföll og klósett sem hafa farið hér um. Það hefur gerst einhvern tíman í nótt.“ Bílakjallari hússins var líka fullur af vatni. „Hér er einhvers konar vandamál með frárennsli þannig að það fer ekkert frá húsinu og kallarar sem eru svona niðurgrafnir fyllast bara af vatni á þessu svæði núna,“ segir Oddur.Guðmundur segir brýnt að skoða fráveitumálin.skjáskot af stöð 2Guðmundur Jóhannsson, framkvæmdastjóri hússins, segir mikilvægt að fara yfir fráveitumálin á svæðinu og segir um talsvert tjón að ræða. „Þetta verður talsvert tjón, við erum náttúrulega tryggð fyrir þessu en það liggja ekki fyrir neinar tölur um það hvað þetta er mikið.“ Verið er að byggja fjölbýlishús fyrir eldri borgara á næstu lóð og hafði grunnur þar fyllst af vatni og tæki, skúrar og kranar skemmst.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira