Olís-deildarlið ÍR lenti ekki í miklum vandræðum með ÍBV 2 er liðin mættust í Vestmannaeyjum í kvöld.
Eftir að hafa leitt 17-11 í hálfleik urðu lokatölurnar ellefu marka sigur Breiðhyltinga, 36-25.
Fjölnir, sem leikur í Grill 66, deildinni vann tólf marka sigur á Val 2, 33-21, er liðin mættust í Dalshúsum í kvöld. Staðan var 17-9, Fjölni í vil í hálfleik.
Breki Dagsson fór á kostum í liði Fjölnis og skoraði ellefu mörk en æstur kom Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha með sex mörk.
Í liði Vals voru nokkrar gamlar kemmpur en markahæstur var Róbert Nökkvi Petersen með sex mörk. Næstur kom Benedikt Gunnar Óskarsson með fimm mörk.
ÍR og Fjölnir kláruðu tvö B-lið
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Wirtz strax kominn á hættusvæði
Enski boltinn


Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá
Enski boltinn

Féll fimm metra við að fagna marki
Fótbolti




