Fjárausturinn Kristinn Ingi Jónsson skrifar 19. apríl 2018 07:00 Eitt þúsund og tólf milljarðar króna. Það verða útgjöld ríkissjóðs árið 2023 samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Gangi áætlunin eftir munu ríkisútgjöld – að vaxtagjöldum undanskildum – aukast um tuttugu prósent að raungildi á næstu fimm árum. Þeir sem trúa því að aukin eyðsla ríkisins skili sér sjálfkrafa í bættri opinberri þjónustu hljóta að fagna þessari metnaðarfullu áætlun. Útgjaldaþenslan sem þar er boðuð á sér enda enga hliðstæðu í íslenskri hagsögu. Hinir sem telja aukin útgjöld ekki markmið í sjálfu sér – heldur að þjónustan sem fæst fyrir peninginn sé sem best – ættu hins vegar að hafa áhyggjur af þróuninni. Svo virðist sem í huga margra stjórnmálamanna sé eini mælikvarðinn á opinbera þjónustu hve miklum peningum er varið í hana. Að fullkomið línulegt samband sé á milli útgjalda og árangurs. Með slíkan mælikvarða að vopni er sífellt krafist hærri útgjalda. Því hærri því betra, ekki satt? Það skýtur hins vegar skökku við að meta árangur í rekstri stofnunar eftir því hve mikla peninga reksturinn kostar en ekki hverju hann skilar. Fáar þjóðir verja til dæmis eins stórum hluta af sinni landsframleiðslu í menntamál og við. Engu að síður hefur námsárangri íslenskra ungmenna hrakað og stöndum við illa í alþjóðlegum samanburði. Það sama á við um heilbrigðiskerfið. Erlendur samanburður sýnir að afar takmörkuð fylgni er á milli bættrar lýðheilsu og þess hvað heilbrigðisþjónustan kostar. Skipulag þjónustunnar – kerfið sjálft – skiptir mestu máli. Þetta þýðir ekki að aukin útgjöld séu í öllum tilfellum slæm. En þau eru ekki markmið í sjálfu sér. Við hljótum að þurfa að spyrja okkur hvað við fáum fyrir milljarðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt þúsund og tólf milljarðar króna. Það verða útgjöld ríkissjóðs árið 2023 samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Gangi áætlunin eftir munu ríkisútgjöld – að vaxtagjöldum undanskildum – aukast um tuttugu prósent að raungildi á næstu fimm árum. Þeir sem trúa því að aukin eyðsla ríkisins skili sér sjálfkrafa í bættri opinberri þjónustu hljóta að fagna þessari metnaðarfullu áætlun. Útgjaldaþenslan sem þar er boðuð á sér enda enga hliðstæðu í íslenskri hagsögu. Hinir sem telja aukin útgjöld ekki markmið í sjálfu sér – heldur að þjónustan sem fæst fyrir peninginn sé sem best – ættu hins vegar að hafa áhyggjur af þróuninni. Svo virðist sem í huga margra stjórnmálamanna sé eini mælikvarðinn á opinbera þjónustu hve miklum peningum er varið í hana. Að fullkomið línulegt samband sé á milli útgjalda og árangurs. Með slíkan mælikvarða að vopni er sífellt krafist hærri útgjalda. Því hærri því betra, ekki satt? Það skýtur hins vegar skökku við að meta árangur í rekstri stofnunar eftir því hve mikla peninga reksturinn kostar en ekki hverju hann skilar. Fáar þjóðir verja til dæmis eins stórum hluta af sinni landsframleiðslu í menntamál og við. Engu að síður hefur námsárangri íslenskra ungmenna hrakað og stöndum við illa í alþjóðlegum samanburði. Það sama á við um heilbrigðiskerfið. Erlendur samanburður sýnir að afar takmörkuð fylgni er á milli bættrar lýðheilsu og þess hvað heilbrigðisþjónustan kostar. Skipulag þjónustunnar – kerfið sjálft – skiptir mestu máli. Þetta þýðir ekki að aukin útgjöld séu í öllum tilfellum slæm. En þau eru ekki markmið í sjálfu sér. Við hljótum að þurfa að spyrja okkur hvað við fáum fyrir milljarðana.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar