Heilsteypt – ekki steinsteypt Sigurveig H. Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 Fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða er reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og í stjórnmálaumræðunni. Rök eru iðulega færð fyrir frekari byggingu hjúkrunarrýma með tilvísun í fjölgun eldra fólks og fjölda þeirra sem dvelja á Landspítala-Háskólahúsi og geta af einhverjum ástæðum ekki útskrifast til síns heima. Íslendingum á lífeyrisaldri er að fjölga og mun fjölga enn frekar á næstu áratugum. Þar með er ekki gefið að fjölgun eldra fólks leiði af sér þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými, að minnsta kosti ekki fyrr en eftir tólf ár eða upp úr árinu 2030. Ástæðan er einfaldlega sú að eldri aldurshópurinn, 80 ára og eldri, fer ekki stækkandi fyrr en upp úr 2025 og það er sá hópur sem ætla má að þurfi helst á þjónustu í hjúkrunarrýmum að halda. Í rúma þrjá áratugi hefur verið lögfest sú stefna að efla og samþætta eigi félagslega og heilbrigðislega þjónustu við aldraða. Sú meginlína er í lögum um málefni aldraðra síðan 1982. En hvað hefur í raun og veru gerst? Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands var hlutfall heimila aldraðra sem fengu heimaþjónustu sveitarfélaga um 19,2% árið 2000, hækkaði í 21,4 árið 2003 en hefur farið lækkandi síðan og er nú á sama stað og fyrr, 19,4% árið 2016. Hlutfall þeirra sem dvelja á stofnun fyrir aldraða hefur á sama tíma farið lækkandi og sérstaklega í aldurshópum eldra fólks milli 70-85 ára. Þessar tölur og norrænar samanburðartölur sem og rannsóknir í málaflokknum benda í þá átt að heimaþjónustan hafi ekki aukist eins og ætla mátti heldur aðeins tæplega haldið í við fjölgun íbúa í aldurshópnum. Fjölgun eldra fólks hefur síðan ekki leitt til hlutfallslegrar fjölgunar inni á stofnunum, heldur frekar dregið úr. Upplýsingar um fjölda notenda, heimsóknartíðni og tíma eru ekki aðgengilegar en vísbendingar eru um að þjónustan geri ekki nema að halda í við fjölgun í aldurshópnum.Halldór S. Guðmundsson dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsLíklegt er því að félagslegar, menningarlegar og heilsufarslegar aðstæður eldra fólks hafi breyst töluvert á síðustu áratugum og að fleiri aldraðir einstaklingar séu betur á sig komnir, hafi það betra og búi við betri heilbrigðisþjónustu en fólk á sama aldri fyrir nokkrum áratugum. Þá liggur fyrir að aðstoð fjölskyldunnar við eldri fjölskyldumeðlimi er umfangsmikil. Í tillögum að stefnumótun í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða til ársins 2035, sem birt var á heimasíðu velferðarráðuneytis 17. mars 2017, er lögð til grundvallar sú framtíðarsýn að 85% þeirra sem eru 80 ára og eldri geti búið heima. Þessi tillaga er í takti við fyrri stefnumið og áherslur og reynslu annars staðar á Norðurlöndum um að eldra fólk búi að jafnaði við það góða heilsu að það geti búið heima með viðeigandi stuðningi. Samkvæmt þessu stefnumiði og fyrrgreindum breytingum á félags- og heilsufarslegri stöðu eldra fólks er ljóst að ekki er þörf á fjölgun hjúkrunarrýma á næstu árum. Í dag eru um 2.700 hjúkrunarrými á landinu og árið 2035 þurfa þau, sé miðað við mannfjöldaspá, að vera um 3.400. Fram til 2030 nægir núverandi fjöldi rýma, en svo þarf að fjölga þeim um 130 á ári á tímabilinu frá 2030-2035 til að standa við stefnumið sem taka mið af að 85% þeirra sem eru 80 ára og eldri muni búi heima með aðstoð og að 15% muni mögulega þurfa dvöl á hjúkrunarheimili. Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru langir biðlistar eftir dvöl á hjúkrunarheimilum. Væri ekki skynsamlegra að skoða hvers vegna svo sé og huga að heildarstefnu í málaflokkunum frekar en að hefja frekari byggingar? Getur verið að fólk treysti sér ekki til að vera heima vegna hræðslu við að fá ekki viðeigandi þjónustu þegar hennar gerist þörf? Hvert á að leita og hver gerir hvað? Hvaða aðstandendur endast við að styðja sína öldruðu til að búa heima ef upplýsingar og traust til samþættrar og heilsteyptrar þjónustu vantar. Það sem liggur á að gera, ekki seinna en strax, er að stórefla heimaþjónustu, heimahjúkrun og dagdvalir fyrir eldra fólk. Það þarf að gera markvisst fram til ársins 2030 og um leið leggja áherslu á notendamiðaða aðstoð sem byggir á samhæfingu þjónustukerfa og trausti í stað steinsteypu.Höfundar eru dósentar við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða er reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og í stjórnmálaumræðunni. Rök eru iðulega færð fyrir frekari byggingu hjúkrunarrýma með tilvísun í fjölgun eldra fólks og fjölda þeirra sem dvelja á Landspítala-Háskólahúsi og geta af einhverjum ástæðum ekki útskrifast til síns heima. Íslendingum á lífeyrisaldri er að fjölga og mun fjölga enn frekar á næstu áratugum. Þar með er ekki gefið að fjölgun eldra fólks leiði af sér þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými, að minnsta kosti ekki fyrr en eftir tólf ár eða upp úr árinu 2030. Ástæðan er einfaldlega sú að eldri aldurshópurinn, 80 ára og eldri, fer ekki stækkandi fyrr en upp úr 2025 og það er sá hópur sem ætla má að þurfi helst á þjónustu í hjúkrunarrýmum að halda. Í rúma þrjá áratugi hefur verið lögfest sú stefna að efla og samþætta eigi félagslega og heilbrigðislega þjónustu við aldraða. Sú meginlína er í lögum um málefni aldraðra síðan 1982. En hvað hefur í raun og veru gerst? Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands var hlutfall heimila aldraðra sem fengu heimaþjónustu sveitarfélaga um 19,2% árið 2000, hækkaði í 21,4 árið 2003 en hefur farið lækkandi síðan og er nú á sama stað og fyrr, 19,4% árið 2016. Hlutfall þeirra sem dvelja á stofnun fyrir aldraða hefur á sama tíma farið lækkandi og sérstaklega í aldurshópum eldra fólks milli 70-85 ára. Þessar tölur og norrænar samanburðartölur sem og rannsóknir í málaflokknum benda í þá átt að heimaþjónustan hafi ekki aukist eins og ætla mátti heldur aðeins tæplega haldið í við fjölgun íbúa í aldurshópnum. Fjölgun eldra fólks hefur síðan ekki leitt til hlutfallslegrar fjölgunar inni á stofnunum, heldur frekar dregið úr. Upplýsingar um fjölda notenda, heimsóknartíðni og tíma eru ekki aðgengilegar en vísbendingar eru um að þjónustan geri ekki nema að halda í við fjölgun í aldurshópnum.Halldór S. Guðmundsson dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsLíklegt er því að félagslegar, menningarlegar og heilsufarslegar aðstæður eldra fólks hafi breyst töluvert á síðustu áratugum og að fleiri aldraðir einstaklingar séu betur á sig komnir, hafi það betra og búi við betri heilbrigðisþjónustu en fólk á sama aldri fyrir nokkrum áratugum. Þá liggur fyrir að aðstoð fjölskyldunnar við eldri fjölskyldumeðlimi er umfangsmikil. Í tillögum að stefnumótun í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða til ársins 2035, sem birt var á heimasíðu velferðarráðuneytis 17. mars 2017, er lögð til grundvallar sú framtíðarsýn að 85% þeirra sem eru 80 ára og eldri geti búið heima. Þessi tillaga er í takti við fyrri stefnumið og áherslur og reynslu annars staðar á Norðurlöndum um að eldra fólk búi að jafnaði við það góða heilsu að það geti búið heima með viðeigandi stuðningi. Samkvæmt þessu stefnumiði og fyrrgreindum breytingum á félags- og heilsufarslegri stöðu eldra fólks er ljóst að ekki er þörf á fjölgun hjúkrunarrýma á næstu árum. Í dag eru um 2.700 hjúkrunarrými á landinu og árið 2035 þurfa þau, sé miðað við mannfjöldaspá, að vera um 3.400. Fram til 2030 nægir núverandi fjöldi rýma, en svo þarf að fjölga þeim um 130 á ári á tímabilinu frá 2030-2035 til að standa við stefnumið sem taka mið af að 85% þeirra sem eru 80 ára og eldri muni búi heima með aðstoð og að 15% muni mögulega þurfa dvöl á hjúkrunarheimili. Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru langir biðlistar eftir dvöl á hjúkrunarheimilum. Væri ekki skynsamlegra að skoða hvers vegna svo sé og huga að heildarstefnu í málaflokkunum frekar en að hefja frekari byggingar? Getur verið að fólk treysti sér ekki til að vera heima vegna hræðslu við að fá ekki viðeigandi þjónustu þegar hennar gerist þörf? Hvert á að leita og hver gerir hvað? Hvaða aðstandendur endast við að styðja sína öldruðu til að búa heima ef upplýsingar og traust til samþættrar og heilsteyptrar þjónustu vantar. Það sem liggur á að gera, ekki seinna en strax, er að stórefla heimaþjónustu, heimahjúkrun og dagdvalir fyrir eldra fólk. Það þarf að gera markvisst fram til ársins 2030 og um leið leggja áherslu á notendamiðaða aðstoð sem byggir á samhæfingu þjónustukerfa og trausti í stað steinsteypu.Höfundar eru dósentar við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun