Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2018 22:15 Hálslón við Kárahnjúka. Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. Forstjóri Landsvirkjunar segir að enn sé nokkuð í það að virkjunin verði uppgreidd. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tíu ár eru liðin frá því Kárahnjúkavirkjun komst í fullan rekstur en hún er langstærsta virkjun landsins. Opinbert heiti hennar er Fljótsdalsstöð en uppsett afl hennar er 690 megavött. Raforkuframleiðslan á síðasta ári nam 5.065 gígavattstundum, eða 37 prósentum af heildarorkuvinnslu Landsvirkjunar, samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins.Frá stöðvarhúsi Fljótsdalsstöðvar.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir fyrirtækið nýlega hafa fengið alþjóðlega aðila til að gera úttekt á virkjuninni. „Og það var mjög ánægjulegt að hún hefur verið að koma mjög vel út, á flesta mælikvarða rekstrarlega séð bara mjög vel. Við erum bara mjög ánægð með hvernig hún hefur gengið.“Er hún að skila meiri orku en þið gerðuð ráð fyrir? „Já, hún er að skila meiri orku,“ svarar Hörður. Hún skilar raunar ellefu prósentum meiri raforku en upphaflega var áætlað en viðbótin stafar af auknu rennsli. Raforkan er seld til Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði en hvorki Landsvirkjun né álfyrirtækið gefa upp orkuverðið né heildarverðmæti raforkukaupanna.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkugeirann, hefur þó reynt að áætla þær fjárhæðir sem um ræðir. Ketill áætlar að tekjur Landsvirkjunar frá Alcoa-Fjarðaáli á árinu 2017 hafi verið um 11,5 milljarðar króna, með fimm prósenta vikmörkum, eða milli ellefu og tólf milljarðar króna. Ketill tekur fram að tekjurnar sveiflist mjög því raforkuverðið sé tengt álverði auk þess sem raforkumagnið sé breytilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er kostnaður við Fljótsdalsstöð ásamt flutningsmannvirkjum metinn á um 2,3 milljarða dollara, á gengi þess tíma. En hvenær má búast að tekjurnar frá álverinu verði búnar að greiða upp virkjunina? „Við höfum nú ekki gert virkjanirnar upp á þennan hátt. Virkjanirnar styðja hver aðra þannig að við höfum ekki gert það upp á þann hátt. En mikilvægt er að virkjunin hefur gengið mjög vel og raun og veru framleitt meira en gert var ráð fyrir.“En fer að styttast í að hún verði uppgreidd miðað við tekjur sem þið fáið frá Fjarðaáli? „Nei, það er nú ennþá nokkuð í það, - alveg eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er nokkuð í það,“ svarar forstjóri Landsvirkjunar. Tengdar fréttir Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. Forstjóri Landsvirkjunar segir að enn sé nokkuð í það að virkjunin verði uppgreidd. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tíu ár eru liðin frá því Kárahnjúkavirkjun komst í fullan rekstur en hún er langstærsta virkjun landsins. Opinbert heiti hennar er Fljótsdalsstöð en uppsett afl hennar er 690 megavött. Raforkuframleiðslan á síðasta ári nam 5.065 gígavattstundum, eða 37 prósentum af heildarorkuvinnslu Landsvirkjunar, samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins.Frá stöðvarhúsi Fljótsdalsstöðvar.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir fyrirtækið nýlega hafa fengið alþjóðlega aðila til að gera úttekt á virkjuninni. „Og það var mjög ánægjulegt að hún hefur verið að koma mjög vel út, á flesta mælikvarða rekstrarlega séð bara mjög vel. Við erum bara mjög ánægð með hvernig hún hefur gengið.“Er hún að skila meiri orku en þið gerðuð ráð fyrir? „Já, hún er að skila meiri orku,“ svarar Hörður. Hún skilar raunar ellefu prósentum meiri raforku en upphaflega var áætlað en viðbótin stafar af auknu rennsli. Raforkan er seld til Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði en hvorki Landsvirkjun né álfyrirtækið gefa upp orkuverðið né heildarverðmæti raforkukaupanna.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkugeirann, hefur þó reynt að áætla þær fjárhæðir sem um ræðir. Ketill áætlar að tekjur Landsvirkjunar frá Alcoa-Fjarðaáli á árinu 2017 hafi verið um 11,5 milljarðar króna, með fimm prósenta vikmörkum, eða milli ellefu og tólf milljarðar króna. Ketill tekur fram að tekjurnar sveiflist mjög því raforkuverðið sé tengt álverði auk þess sem raforkumagnið sé breytilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er kostnaður við Fljótsdalsstöð ásamt flutningsmannvirkjum metinn á um 2,3 milljarða dollara, á gengi þess tíma. En hvenær má búast að tekjurnar frá álverinu verði búnar að greiða upp virkjunina? „Við höfum nú ekki gert virkjanirnar upp á þennan hátt. Virkjanirnar styðja hver aðra þannig að við höfum ekki gert það upp á þann hátt. En mikilvægt er að virkjunin hefur gengið mjög vel og raun og veru framleitt meira en gert var ráð fyrir.“En fer að styttast í að hún verði uppgreidd miðað við tekjur sem þið fáið frá Fjarðaáli? „Nei, það er nú ennþá nokkuð í það, - alveg eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er nokkuð í það,“ svarar forstjóri Landsvirkjunar.
Tengdar fréttir Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45