Þjónusta símenntunarmiðstöðva við fatlað fólk Lilja Össurardóttir skrifar 23. febrúar 2018 08:57 Liður í starfi símenntunarmiðstöðva er að bjóða fötluðu fólki upp á nám af ýmsum toga. Þessi þjónusta byggist á samningum símenntunarmiðstöðvanna við Fjölmennt – símenntunar- og þekkingarmiðstöð í Reykjavík. Fjölmennt er sjálfseignarstofnun sem var sett á fót árið 2002 og fær framlag á fjárlögum hvers árs. Símenntunarmiðstöðvarnar fá síðan fjárveitingar frá Fjölmennt í gegnum þjónustusamning til þess að bjóða upp á nám fyrir fatlað fólk út um allt land. Í meirihluta framhaldsskóla landsins eru starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur. Þegar framhaldsskólanámi lýkur hefur fatlað fólk ekki úr eins mörgum tækifærum að spila varðandi framhaldsnám og jafnaldrar þeirra. Það sækir sér menntun hjá annars vegar Fjölmennt og hins vegar símenntunarmiðstöðvunum. Einnig býður menntavísindasvið Háskóla Íslands upp á tveggja ára diplómanám fyrir fatlað fólk og eru nemendur teknir inn í það annað hvert ár.Fjölbreytt námsframboð Það nám sem við hjá símenntunarmiðstöðvunum bjóðum fötluðu fólki er fjölbreytt og námsframboðið tekur jafnan mið af óskum og áhuga þátttakenda á hverjum stað. Hver og ein símenntunarmiðstöð hefur þannig ákveðinn sveigjanleika í námsframboði fyrir fatlaða, sem er mjög jákvætt. Sum námskeið eru vinsælli en önnur og má í því sambandi nefna matreiðslu, en á námskeiðinu „Hollur og góður heimilismatur“ er lögð áhersla á einfaldar og hollar uppskriftir þar sem þátttakendur fá kennslu sem nýtist þeim vel í heimilishaldinu. Við kennum ýmis bókleg fög, t.d. íslensku, ensku og stærðfræði, en einnig eru í boði ýmis tómstundanámskeið, jóga og margt fleira. Þörfin fyrir fræðslu fyrir fatlað fólk er mikil. Þar sem ég þekki best til hér á Suðurlandi voru 53 einstaklingar sem sóttu námskeið sem Fræðslunetið – Símenntun á Suðurlandi stóð fyrir á haustönn, á Selfossi, Höfn í Hornafirði og í Vík í Mýrdal. Núna á vorönn bjóðum við upp á 19 námskeið fyrir fatlað fólk. Dýrmætar samverustundir Nám er fötluðu fólki dýrmætt. Ekki aðeins til þess að víkka út sjóndeildarhringinn og bæta í þekkingarbankann, heldur ekki síður til þess að rjúfa félagslega einangrun. Því verður ekki lýst með orðum hversu mikilvægt það er fötluðu fólki að eiga stundir með öðrum við nám og brjóta þannig upp hversdaginn. Þetta er fólkið sem býr við þröngan kost á vinnumarkaði. Sumir hafa enga vinnu, þó svo að þeir gætu lagt sín lóð á vogarskálarnar í þágu samfélagsins, aðrir eru í hlutastörfum en vildu meiri vinnu og gætu unnið meira. En því miður er það ekki alltaf í boði. Fyrir þetta fólk eru stundirnar sem því býðst á fjölbreyttum námskeiðum afar dýrmætar. Í þessu eins og mörgu öðru setur fjármagnið okkur skorður. Við gætum gert mun meira ef við hefðum úr meira fjármagni að spila. Sett upp lengri námsbrautir, ég nefni til dæmis listnám. Áhugavert væri að geta boðið upp á meira en stutt námskeið í listum enda eigum við frábæra námsskrá sem hefur verið gerð og kennt eftir með góðum árangri.Getum gert enn betur Ekki ber að skilja orð mín á þann veg að ég vanþakki það sem við höfum úr að spila til þess að þjónusta fatlað fólk. En mín upplifun er sú að við gætum gert enn betur og ég veit að þörfin er sannarlega til staðar. Mér er kunnugt um að hafin er endurskoðun laga um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 og ég bind vonir við að í tengslum við þá vinnu verði skerpt á áherslum í námi fyrir fullorðið fatlað fólk. Orð fyrrverandi menntamálaráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, í svari við fyrirspurn á Alþingi fyrir nokkrum mánuðum gefur góð fyrirheit. Þar sagði ráðherra að lagagrunnur fyrir menntun fullorðinna fatlaðra einstaklinga væri veikur og lagaleg skylda mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að greiða fyrir nám fullorðins fatlaðs fólks væri óljós. Því væri nauðsynlegt og löngu tímabært að fara í heildstæða endurskoðun á þessum málum “og reyna að sjá fyrir sér hvort og hvernig auka mætti aðgengi og ekki síst fjölbreytni í námi fyrir fatlaða.” Orð eru til alls fyrst. Þessi orð fyrrverandi menntamálaráðherra gefa vonir um að með endurskoðun laga um framhaldsfræðslu verði unnt að bæta þjónustu við fatlað fólk. Það er það sem við höfum alla möguleika á að gera og viljum gera ef við fáum til þess nægilegan stuðning.Höfundur er þroskaþjálfi og verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu – Símenntun á Suðurlandi, sem á aðild að Kvasi – samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Liður í starfi símenntunarmiðstöðva er að bjóða fötluðu fólki upp á nám af ýmsum toga. Þessi þjónusta byggist á samningum símenntunarmiðstöðvanna við Fjölmennt – símenntunar- og þekkingarmiðstöð í Reykjavík. Fjölmennt er sjálfseignarstofnun sem var sett á fót árið 2002 og fær framlag á fjárlögum hvers árs. Símenntunarmiðstöðvarnar fá síðan fjárveitingar frá Fjölmennt í gegnum þjónustusamning til þess að bjóða upp á nám fyrir fatlað fólk út um allt land. Í meirihluta framhaldsskóla landsins eru starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur. Þegar framhaldsskólanámi lýkur hefur fatlað fólk ekki úr eins mörgum tækifærum að spila varðandi framhaldsnám og jafnaldrar þeirra. Það sækir sér menntun hjá annars vegar Fjölmennt og hins vegar símenntunarmiðstöðvunum. Einnig býður menntavísindasvið Háskóla Íslands upp á tveggja ára diplómanám fyrir fatlað fólk og eru nemendur teknir inn í það annað hvert ár.Fjölbreytt námsframboð Það nám sem við hjá símenntunarmiðstöðvunum bjóðum fötluðu fólki er fjölbreytt og námsframboðið tekur jafnan mið af óskum og áhuga þátttakenda á hverjum stað. Hver og ein símenntunarmiðstöð hefur þannig ákveðinn sveigjanleika í námsframboði fyrir fatlaða, sem er mjög jákvætt. Sum námskeið eru vinsælli en önnur og má í því sambandi nefna matreiðslu, en á námskeiðinu „Hollur og góður heimilismatur“ er lögð áhersla á einfaldar og hollar uppskriftir þar sem þátttakendur fá kennslu sem nýtist þeim vel í heimilishaldinu. Við kennum ýmis bókleg fög, t.d. íslensku, ensku og stærðfræði, en einnig eru í boði ýmis tómstundanámskeið, jóga og margt fleira. Þörfin fyrir fræðslu fyrir fatlað fólk er mikil. Þar sem ég þekki best til hér á Suðurlandi voru 53 einstaklingar sem sóttu námskeið sem Fræðslunetið – Símenntun á Suðurlandi stóð fyrir á haustönn, á Selfossi, Höfn í Hornafirði og í Vík í Mýrdal. Núna á vorönn bjóðum við upp á 19 námskeið fyrir fatlað fólk. Dýrmætar samverustundir Nám er fötluðu fólki dýrmætt. Ekki aðeins til þess að víkka út sjóndeildarhringinn og bæta í þekkingarbankann, heldur ekki síður til þess að rjúfa félagslega einangrun. Því verður ekki lýst með orðum hversu mikilvægt það er fötluðu fólki að eiga stundir með öðrum við nám og brjóta þannig upp hversdaginn. Þetta er fólkið sem býr við þröngan kost á vinnumarkaði. Sumir hafa enga vinnu, þó svo að þeir gætu lagt sín lóð á vogarskálarnar í þágu samfélagsins, aðrir eru í hlutastörfum en vildu meiri vinnu og gætu unnið meira. En því miður er það ekki alltaf í boði. Fyrir þetta fólk eru stundirnar sem því býðst á fjölbreyttum námskeiðum afar dýrmætar. Í þessu eins og mörgu öðru setur fjármagnið okkur skorður. Við gætum gert mun meira ef við hefðum úr meira fjármagni að spila. Sett upp lengri námsbrautir, ég nefni til dæmis listnám. Áhugavert væri að geta boðið upp á meira en stutt námskeið í listum enda eigum við frábæra námsskrá sem hefur verið gerð og kennt eftir með góðum árangri.Getum gert enn betur Ekki ber að skilja orð mín á þann veg að ég vanþakki það sem við höfum úr að spila til þess að þjónusta fatlað fólk. En mín upplifun er sú að við gætum gert enn betur og ég veit að þörfin er sannarlega til staðar. Mér er kunnugt um að hafin er endurskoðun laga um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 og ég bind vonir við að í tengslum við þá vinnu verði skerpt á áherslum í námi fyrir fullorðið fatlað fólk. Orð fyrrverandi menntamálaráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, í svari við fyrirspurn á Alþingi fyrir nokkrum mánuðum gefur góð fyrirheit. Þar sagði ráðherra að lagagrunnur fyrir menntun fullorðinna fatlaðra einstaklinga væri veikur og lagaleg skylda mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að greiða fyrir nám fullorðins fatlaðs fólks væri óljós. Því væri nauðsynlegt og löngu tímabært að fara í heildstæða endurskoðun á þessum málum “og reyna að sjá fyrir sér hvort og hvernig auka mætti aðgengi og ekki síst fjölbreytni í námi fyrir fatlaða.” Orð eru til alls fyrst. Þessi orð fyrrverandi menntamálaráðherra gefa vonir um að með endurskoðun laga um framhaldsfræðslu verði unnt að bæta þjónustu við fatlað fólk. Það er það sem við höfum alla möguleika á að gera og viljum gera ef við fáum til þess nægilegan stuðning.Höfundur er þroskaþjálfi og verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu – Símenntun á Suðurlandi, sem á aðild að Kvasi – samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun