Þjónusta símenntunarmiðstöðva við fatlað fólk Lilja Össurardóttir skrifar 23. febrúar 2018 08:57 Liður í starfi símenntunarmiðstöðva er að bjóða fötluðu fólki upp á nám af ýmsum toga. Þessi þjónusta byggist á samningum símenntunarmiðstöðvanna við Fjölmennt – símenntunar- og þekkingarmiðstöð í Reykjavík. Fjölmennt er sjálfseignarstofnun sem var sett á fót árið 2002 og fær framlag á fjárlögum hvers árs. Símenntunarmiðstöðvarnar fá síðan fjárveitingar frá Fjölmennt í gegnum þjónustusamning til þess að bjóða upp á nám fyrir fatlað fólk út um allt land. Í meirihluta framhaldsskóla landsins eru starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur. Þegar framhaldsskólanámi lýkur hefur fatlað fólk ekki úr eins mörgum tækifærum að spila varðandi framhaldsnám og jafnaldrar þeirra. Það sækir sér menntun hjá annars vegar Fjölmennt og hins vegar símenntunarmiðstöðvunum. Einnig býður menntavísindasvið Háskóla Íslands upp á tveggja ára diplómanám fyrir fatlað fólk og eru nemendur teknir inn í það annað hvert ár.Fjölbreytt námsframboð Það nám sem við hjá símenntunarmiðstöðvunum bjóðum fötluðu fólki er fjölbreytt og námsframboðið tekur jafnan mið af óskum og áhuga þátttakenda á hverjum stað. Hver og ein símenntunarmiðstöð hefur þannig ákveðinn sveigjanleika í námsframboði fyrir fatlaða, sem er mjög jákvætt. Sum námskeið eru vinsælli en önnur og má í því sambandi nefna matreiðslu, en á námskeiðinu „Hollur og góður heimilismatur“ er lögð áhersla á einfaldar og hollar uppskriftir þar sem þátttakendur fá kennslu sem nýtist þeim vel í heimilishaldinu. Við kennum ýmis bókleg fög, t.d. íslensku, ensku og stærðfræði, en einnig eru í boði ýmis tómstundanámskeið, jóga og margt fleira. Þörfin fyrir fræðslu fyrir fatlað fólk er mikil. Þar sem ég þekki best til hér á Suðurlandi voru 53 einstaklingar sem sóttu námskeið sem Fræðslunetið – Símenntun á Suðurlandi stóð fyrir á haustönn, á Selfossi, Höfn í Hornafirði og í Vík í Mýrdal. Núna á vorönn bjóðum við upp á 19 námskeið fyrir fatlað fólk. Dýrmætar samverustundir Nám er fötluðu fólki dýrmætt. Ekki aðeins til þess að víkka út sjóndeildarhringinn og bæta í þekkingarbankann, heldur ekki síður til þess að rjúfa félagslega einangrun. Því verður ekki lýst með orðum hversu mikilvægt það er fötluðu fólki að eiga stundir með öðrum við nám og brjóta þannig upp hversdaginn. Þetta er fólkið sem býr við þröngan kost á vinnumarkaði. Sumir hafa enga vinnu, þó svo að þeir gætu lagt sín lóð á vogarskálarnar í þágu samfélagsins, aðrir eru í hlutastörfum en vildu meiri vinnu og gætu unnið meira. En því miður er það ekki alltaf í boði. Fyrir þetta fólk eru stundirnar sem því býðst á fjölbreyttum námskeiðum afar dýrmætar. Í þessu eins og mörgu öðru setur fjármagnið okkur skorður. Við gætum gert mun meira ef við hefðum úr meira fjármagni að spila. Sett upp lengri námsbrautir, ég nefni til dæmis listnám. Áhugavert væri að geta boðið upp á meira en stutt námskeið í listum enda eigum við frábæra námsskrá sem hefur verið gerð og kennt eftir með góðum árangri.Getum gert enn betur Ekki ber að skilja orð mín á þann veg að ég vanþakki það sem við höfum úr að spila til þess að þjónusta fatlað fólk. En mín upplifun er sú að við gætum gert enn betur og ég veit að þörfin er sannarlega til staðar. Mér er kunnugt um að hafin er endurskoðun laga um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 og ég bind vonir við að í tengslum við þá vinnu verði skerpt á áherslum í námi fyrir fullorðið fatlað fólk. Orð fyrrverandi menntamálaráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, í svari við fyrirspurn á Alþingi fyrir nokkrum mánuðum gefur góð fyrirheit. Þar sagði ráðherra að lagagrunnur fyrir menntun fullorðinna fatlaðra einstaklinga væri veikur og lagaleg skylda mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að greiða fyrir nám fullorðins fatlaðs fólks væri óljós. Því væri nauðsynlegt og löngu tímabært að fara í heildstæða endurskoðun á þessum málum “og reyna að sjá fyrir sér hvort og hvernig auka mætti aðgengi og ekki síst fjölbreytni í námi fyrir fatlaða.” Orð eru til alls fyrst. Þessi orð fyrrverandi menntamálaráðherra gefa vonir um að með endurskoðun laga um framhaldsfræðslu verði unnt að bæta þjónustu við fatlað fólk. Það er það sem við höfum alla möguleika á að gera og viljum gera ef við fáum til þess nægilegan stuðning.Höfundur er þroskaþjálfi og verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu – Símenntun á Suðurlandi, sem á aðild að Kvasi – samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Liður í starfi símenntunarmiðstöðva er að bjóða fötluðu fólki upp á nám af ýmsum toga. Þessi þjónusta byggist á samningum símenntunarmiðstöðvanna við Fjölmennt – símenntunar- og þekkingarmiðstöð í Reykjavík. Fjölmennt er sjálfseignarstofnun sem var sett á fót árið 2002 og fær framlag á fjárlögum hvers árs. Símenntunarmiðstöðvarnar fá síðan fjárveitingar frá Fjölmennt í gegnum þjónustusamning til þess að bjóða upp á nám fyrir fatlað fólk út um allt land. Í meirihluta framhaldsskóla landsins eru starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur. Þegar framhaldsskólanámi lýkur hefur fatlað fólk ekki úr eins mörgum tækifærum að spila varðandi framhaldsnám og jafnaldrar þeirra. Það sækir sér menntun hjá annars vegar Fjölmennt og hins vegar símenntunarmiðstöðvunum. Einnig býður menntavísindasvið Háskóla Íslands upp á tveggja ára diplómanám fyrir fatlað fólk og eru nemendur teknir inn í það annað hvert ár.Fjölbreytt námsframboð Það nám sem við hjá símenntunarmiðstöðvunum bjóðum fötluðu fólki er fjölbreytt og námsframboðið tekur jafnan mið af óskum og áhuga þátttakenda á hverjum stað. Hver og ein símenntunarmiðstöð hefur þannig ákveðinn sveigjanleika í námsframboði fyrir fatlaða, sem er mjög jákvætt. Sum námskeið eru vinsælli en önnur og má í því sambandi nefna matreiðslu, en á námskeiðinu „Hollur og góður heimilismatur“ er lögð áhersla á einfaldar og hollar uppskriftir þar sem þátttakendur fá kennslu sem nýtist þeim vel í heimilishaldinu. Við kennum ýmis bókleg fög, t.d. íslensku, ensku og stærðfræði, en einnig eru í boði ýmis tómstundanámskeið, jóga og margt fleira. Þörfin fyrir fræðslu fyrir fatlað fólk er mikil. Þar sem ég þekki best til hér á Suðurlandi voru 53 einstaklingar sem sóttu námskeið sem Fræðslunetið – Símenntun á Suðurlandi stóð fyrir á haustönn, á Selfossi, Höfn í Hornafirði og í Vík í Mýrdal. Núna á vorönn bjóðum við upp á 19 námskeið fyrir fatlað fólk. Dýrmætar samverustundir Nám er fötluðu fólki dýrmætt. Ekki aðeins til þess að víkka út sjóndeildarhringinn og bæta í þekkingarbankann, heldur ekki síður til þess að rjúfa félagslega einangrun. Því verður ekki lýst með orðum hversu mikilvægt það er fötluðu fólki að eiga stundir með öðrum við nám og brjóta þannig upp hversdaginn. Þetta er fólkið sem býr við þröngan kost á vinnumarkaði. Sumir hafa enga vinnu, þó svo að þeir gætu lagt sín lóð á vogarskálarnar í þágu samfélagsins, aðrir eru í hlutastörfum en vildu meiri vinnu og gætu unnið meira. En því miður er það ekki alltaf í boði. Fyrir þetta fólk eru stundirnar sem því býðst á fjölbreyttum námskeiðum afar dýrmætar. Í þessu eins og mörgu öðru setur fjármagnið okkur skorður. Við gætum gert mun meira ef við hefðum úr meira fjármagni að spila. Sett upp lengri námsbrautir, ég nefni til dæmis listnám. Áhugavert væri að geta boðið upp á meira en stutt námskeið í listum enda eigum við frábæra námsskrá sem hefur verið gerð og kennt eftir með góðum árangri.Getum gert enn betur Ekki ber að skilja orð mín á þann veg að ég vanþakki það sem við höfum úr að spila til þess að þjónusta fatlað fólk. En mín upplifun er sú að við gætum gert enn betur og ég veit að þörfin er sannarlega til staðar. Mér er kunnugt um að hafin er endurskoðun laga um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 og ég bind vonir við að í tengslum við þá vinnu verði skerpt á áherslum í námi fyrir fullorðið fatlað fólk. Orð fyrrverandi menntamálaráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, í svari við fyrirspurn á Alþingi fyrir nokkrum mánuðum gefur góð fyrirheit. Þar sagði ráðherra að lagagrunnur fyrir menntun fullorðinna fatlaðra einstaklinga væri veikur og lagaleg skylda mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að greiða fyrir nám fullorðins fatlaðs fólks væri óljós. Því væri nauðsynlegt og löngu tímabært að fara í heildstæða endurskoðun á þessum málum “og reyna að sjá fyrir sér hvort og hvernig auka mætti aðgengi og ekki síst fjölbreytni í námi fyrir fatlaða.” Orð eru til alls fyrst. Þessi orð fyrrverandi menntamálaráðherra gefa vonir um að með endurskoðun laga um framhaldsfræðslu verði unnt að bæta þjónustu við fatlað fólk. Það er það sem við höfum alla möguleika á að gera og viljum gera ef við fáum til þess nægilegan stuðning.Höfundur er þroskaþjálfi og verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu – Símenntun á Suðurlandi, sem á aðild að Kvasi – samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun