Landsliðsþjálfari Serba var fullur á hliðarlínunni á EM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 15:25 Jovica Cvetkovic. Vísir/Getty Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna landsliðsþjálfarans Jovica Cvetkovic og framkomu hans á Evrópumótinu í handbolta í Króatíu í janúar. Serbneska landsliðið sendi íslenska landsliðið heim af EM eftir sigur í lokaumferð riðlakeppninnar. Það var hinsvegar eini sigur serbneska landsliðsins á mótinu. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins og það er heldur betur athyglisverður lestur. Fyrirsögnin er: „Serbneski þjálfarinn var fullur á hverju kvöldi: Vissi ekki hvar leikmennirnir hans spiluðu“ Jovica Cvetkovic var frábær leikmaður á sínum tíma og heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Svis 1986. Hann hefur þjálfað serbneska landsliðið frá því í október 2016. Það var hinsvegar ekki glæsileg framkoma hjá honum á Evrópumótinu í Króatíu. Leikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum.Jovica CvetkovicVísir/GettyLeikmennirnir stigu fram af því að þeir segja landsliðsþjálfarinn hafi verið að ljúga upp á þá í viðtölum við fjölmiðla. Þeir gátu ekki setið lengur undir því. Zarko Sesum er einn leikmaðurinn sem landsliðsþjálfarinn vissi ekki hvar spilaði. Hann hefur verið í Göppingen í fjögur ár en þjálfarinn hélt að hann væri ennþá leikmaður Rhein Neckar Löwen. Jovica Cvetkovic réðst líka fullur á varaformanninn Dragan Skrbic og sló hann. Leikmenn serbneska liðsins þurftu að stíga á milli þeirra og stilla til friðar. 86 prósent æfinga liðsins á mótinu fóru ekki fram og þjálfarinn og aðstoðarmenn hans skiptu sér lítið að leikmönnunum. Þeir ferðuðust þannig ekki í sama bíl og leikmennirnir. Leikmennirnir vissu oft ekkert um hvað var í gangi eða hvar þeir áttu að vera. EM 2018 í handbolta Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna landsliðsþjálfarans Jovica Cvetkovic og framkomu hans á Evrópumótinu í handbolta í Króatíu í janúar. Serbneska landsliðið sendi íslenska landsliðið heim af EM eftir sigur í lokaumferð riðlakeppninnar. Það var hinsvegar eini sigur serbneska landsliðsins á mótinu. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins og það er heldur betur athyglisverður lestur. Fyrirsögnin er: „Serbneski þjálfarinn var fullur á hverju kvöldi: Vissi ekki hvar leikmennirnir hans spiluðu“ Jovica Cvetkovic var frábær leikmaður á sínum tíma og heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Svis 1986. Hann hefur þjálfað serbneska landsliðið frá því í október 2016. Það var hinsvegar ekki glæsileg framkoma hjá honum á Evrópumótinu í Króatíu. Leikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum.Jovica CvetkovicVísir/GettyLeikmennirnir stigu fram af því að þeir segja landsliðsþjálfarinn hafi verið að ljúga upp á þá í viðtölum við fjölmiðla. Þeir gátu ekki setið lengur undir því. Zarko Sesum er einn leikmaðurinn sem landsliðsþjálfarinn vissi ekki hvar spilaði. Hann hefur verið í Göppingen í fjögur ár en þjálfarinn hélt að hann væri ennþá leikmaður Rhein Neckar Löwen. Jovica Cvetkovic réðst líka fullur á varaformanninn Dragan Skrbic og sló hann. Leikmenn serbneska liðsins þurftu að stíga á milli þeirra og stilla til friðar. 86 prósent æfinga liðsins á mótinu fóru ekki fram og þjálfarinn og aðstoðarmenn hans skiptu sér lítið að leikmönnunum. Þeir ferðuðust þannig ekki í sama bíl og leikmennirnir. Leikmennirnir vissu oft ekkert um hvað var í gangi eða hvar þeir áttu að vera.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira