Eignaupptaka ríkisins á eftirlaun aldraðra er óásættanleg! Harpa Njálsdóttir skrifar 28. september 2017 07:00 Nýlega hefur velferðar- og jafnréttismálráðherra Þorsteinn Víglundsson tjáð opinberlega afstöðu sína til núverandi kerfisbreytinga á almannatryggingum sem tóku gildi í upphafi árs 2017. Ráðherra er fylgjandi núverandi fyrirkomulagi ellilífeyrisgreiðslna. Að hans mati var þessi breyting vel heppnuð og með henni tókst að styrkja nokkuð stöðu tekjulægri ellilífeyrisþega. Hann segir mikilvægt að þeir sem lagt hafi fyrir í lífeyrissjóð á lífsleiðinni hafi ávinning af sparnaði sínum og nýtt ellilífeyriskerfi auki þann ávinning (sjá m.a. grein Lifðu núna, 29.08.2017; erindi FEB, 11.09.2017). Hér skal árétta, að stefna stjórnvalda og markmið með lagasetningu var m.a.: „Að sem flestir aldraðir framfleyti sér sjálfir með tekjum sínum úr lífeyrissjóðum og vinnutekjum.“ Það er ástæða til að fara yfir nokkrar staðreyndir sem sýna klára eignaupptöku ríkisins á réttindum og lífeyri aldraðra, samkvæmt breytingum almannatrygginga, lögfest á Alþingi haustið 2016.Hnepptir í skort og fátækt! Til fjölda ára hafa lífeyrisgreiðslur almannatrygginga (TR) verið ákvarðaðar án nokkurs raunsæis eða réttlætis – við ákvörðun upphæða sem lífeyrisþegum er ætlað að lifa af. Fyrir kerfisbreytingu almannatrygginga var einstaklingur í sambúð með 186 þúsund frá TR og hækkaði í 197 þúsund krónur eftir skatt 2017 (skerðing 45%). Eldri borgari sem bjó einn fékk 207 þúsund eftir skatt og hækkaði í 230 þúsund krónur eftir breytingu (skerðing 56,9%). Þessar staðreyndir ganga þvert á upplýsingar sem ráðherra hefur kynnt – að tekjulægstu hópar aldraðra hafi hækkað um 24-25% með nýju kerfi almannatrygginga. Þá er ljóst samkvæmt opinberum gögnum að 67% eldri borgara, þ.e. viðskiptavinir Tryggingastofnunar, voru með heildartekjur í febrúar sl., frá um 200 þúsund til 280 þúsund krónur eftir skatt og skerðingar. Eldri borgarar á strípuðum bótum hafa ekki til hnífs og skeiðar og búa við skort og fátækt! Á sama tíma og Alþingi lögfesti breytingar á almannatryggingum haustið 2016 – lá fyrir að lífeyrisþegi sem bjó einn á strípuðum bótum TR vantaði 34% til að tekjur dygðu fyrir lágmarks framfærslu – og allt að 50% vantaði upp á að lífeyrir TR dygði fyrir „dæmigerðu neysluviðmiði“ velferðarráðuneytisins sem ráðuneytið telur hvorki lúxus né lágmarksneyslu (sjá Harpa Njáls, Morgunblað 29.09.2016). Fátækt lífeyrisþega er heimatilbúinn vandi stjórnvalda og Alþingis!Hver er ávinningur aldraðra af sparnaði í lífeyrissjóð? Í töflu sem hér fylgir eru þrjú dæmi um eldri borgara, með 281 þúsund frá almannatryggingum (TR) fyrir skatt, þ.e. ellilífeyrir og heimilisuppbót. Af þeirri upphæð fara 50 þúsund krónur í skatt. Ef eldri borgari á lífeyrissjóðsréttindi upp á 150 þúsund krónur á mánuði, skerðist ellilífeyrir TR um 56,9%, þ.e. rúmlega 71 þúsund krónur sem renna beint í ríkissjóð. Í þessu dæmi tekur ríkið rúmlega 151 þúsund krónur í skatt og skerðingar – hinn aldraði heldur tæplega 280 þúsund í eigin vasa. Sú upphæð dugir ekki til lágmarksframfærslu.Taflan sýnir einnig dæmi um eldri borgara með ellilífeyri og heimilisuppbót (TR) og 200 þúsund króna greiðslu úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóðsgreiðslan skerðir ellilífeyri TR um nær 100 þúsund krónur. Skattar og skerðingar í ríkissjóð eru rúmlega 187 þúsund – viðkomandi heldur eftir 293 þúsund krónum í eigin vasa. Þessi dæmi sýna í reynd þann ásetning og markmið stjórnvalda að eldri borgarar standi sjálfir sem mest undir launum sínum og lífsafkomu. Þá er staðreynd að aldraðir greiða sama skatthlutfall (36,94%) og fólk á vinnumarkaði með yfir 800 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Með nýjum lögum almannatrygginga er vegið harkalega að öldruðum. Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda og Alþingis er stór hluti tekna eldri borgara gerður upptækur í ríkissjóð með sköttum og skerðingum. Hér er um klára eignaupptöku að ræða! Höfundur er sérfræðingur í velferðarrannsóknum og félagslegri stefnumótun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hefur velferðar- og jafnréttismálráðherra Þorsteinn Víglundsson tjáð opinberlega afstöðu sína til núverandi kerfisbreytinga á almannatryggingum sem tóku gildi í upphafi árs 2017. Ráðherra er fylgjandi núverandi fyrirkomulagi ellilífeyrisgreiðslna. Að hans mati var þessi breyting vel heppnuð og með henni tókst að styrkja nokkuð stöðu tekjulægri ellilífeyrisþega. Hann segir mikilvægt að þeir sem lagt hafi fyrir í lífeyrissjóð á lífsleiðinni hafi ávinning af sparnaði sínum og nýtt ellilífeyriskerfi auki þann ávinning (sjá m.a. grein Lifðu núna, 29.08.2017; erindi FEB, 11.09.2017). Hér skal árétta, að stefna stjórnvalda og markmið með lagasetningu var m.a.: „Að sem flestir aldraðir framfleyti sér sjálfir með tekjum sínum úr lífeyrissjóðum og vinnutekjum.“ Það er ástæða til að fara yfir nokkrar staðreyndir sem sýna klára eignaupptöku ríkisins á réttindum og lífeyri aldraðra, samkvæmt breytingum almannatrygginga, lögfest á Alþingi haustið 2016.Hnepptir í skort og fátækt! Til fjölda ára hafa lífeyrisgreiðslur almannatrygginga (TR) verið ákvarðaðar án nokkurs raunsæis eða réttlætis – við ákvörðun upphæða sem lífeyrisþegum er ætlað að lifa af. Fyrir kerfisbreytingu almannatrygginga var einstaklingur í sambúð með 186 þúsund frá TR og hækkaði í 197 þúsund krónur eftir skatt 2017 (skerðing 45%). Eldri borgari sem bjó einn fékk 207 þúsund eftir skatt og hækkaði í 230 þúsund krónur eftir breytingu (skerðing 56,9%). Þessar staðreyndir ganga þvert á upplýsingar sem ráðherra hefur kynnt – að tekjulægstu hópar aldraðra hafi hækkað um 24-25% með nýju kerfi almannatrygginga. Þá er ljóst samkvæmt opinberum gögnum að 67% eldri borgara, þ.e. viðskiptavinir Tryggingastofnunar, voru með heildartekjur í febrúar sl., frá um 200 þúsund til 280 þúsund krónur eftir skatt og skerðingar. Eldri borgarar á strípuðum bótum hafa ekki til hnífs og skeiðar og búa við skort og fátækt! Á sama tíma og Alþingi lögfesti breytingar á almannatryggingum haustið 2016 – lá fyrir að lífeyrisþegi sem bjó einn á strípuðum bótum TR vantaði 34% til að tekjur dygðu fyrir lágmarks framfærslu – og allt að 50% vantaði upp á að lífeyrir TR dygði fyrir „dæmigerðu neysluviðmiði“ velferðarráðuneytisins sem ráðuneytið telur hvorki lúxus né lágmarksneyslu (sjá Harpa Njáls, Morgunblað 29.09.2016). Fátækt lífeyrisþega er heimatilbúinn vandi stjórnvalda og Alþingis!Hver er ávinningur aldraðra af sparnaði í lífeyrissjóð? Í töflu sem hér fylgir eru þrjú dæmi um eldri borgara, með 281 þúsund frá almannatryggingum (TR) fyrir skatt, þ.e. ellilífeyrir og heimilisuppbót. Af þeirri upphæð fara 50 þúsund krónur í skatt. Ef eldri borgari á lífeyrissjóðsréttindi upp á 150 þúsund krónur á mánuði, skerðist ellilífeyrir TR um 56,9%, þ.e. rúmlega 71 þúsund krónur sem renna beint í ríkissjóð. Í þessu dæmi tekur ríkið rúmlega 151 þúsund krónur í skatt og skerðingar – hinn aldraði heldur tæplega 280 þúsund í eigin vasa. Sú upphæð dugir ekki til lágmarksframfærslu.Taflan sýnir einnig dæmi um eldri borgara með ellilífeyri og heimilisuppbót (TR) og 200 þúsund króna greiðslu úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóðsgreiðslan skerðir ellilífeyri TR um nær 100 þúsund krónur. Skattar og skerðingar í ríkissjóð eru rúmlega 187 þúsund – viðkomandi heldur eftir 293 þúsund krónum í eigin vasa. Þessi dæmi sýna í reynd þann ásetning og markmið stjórnvalda að eldri borgarar standi sjálfir sem mest undir launum sínum og lífsafkomu. Þá er staðreynd að aldraðir greiða sama skatthlutfall (36,94%) og fólk á vinnumarkaði með yfir 800 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Með nýjum lögum almannatrygginga er vegið harkalega að öldruðum. Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda og Alþingis er stór hluti tekna eldri borgara gerður upptækur í ríkissjóð með sköttum og skerðingum. Hér er um klára eignaupptöku að ræða! Höfundur er sérfræðingur í velferðarrannsóknum og félagslegri stefnumótun.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun