Eignaupptaka ríkisins á eftirlaun aldraðra er óásættanleg! Harpa Njálsdóttir skrifar 28. september 2017 07:00 Nýlega hefur velferðar- og jafnréttismálráðherra Þorsteinn Víglundsson tjáð opinberlega afstöðu sína til núverandi kerfisbreytinga á almannatryggingum sem tóku gildi í upphafi árs 2017. Ráðherra er fylgjandi núverandi fyrirkomulagi ellilífeyrisgreiðslna. Að hans mati var þessi breyting vel heppnuð og með henni tókst að styrkja nokkuð stöðu tekjulægri ellilífeyrisþega. Hann segir mikilvægt að þeir sem lagt hafi fyrir í lífeyrissjóð á lífsleiðinni hafi ávinning af sparnaði sínum og nýtt ellilífeyriskerfi auki þann ávinning (sjá m.a. grein Lifðu núna, 29.08.2017; erindi FEB, 11.09.2017). Hér skal árétta, að stefna stjórnvalda og markmið með lagasetningu var m.a.: „Að sem flestir aldraðir framfleyti sér sjálfir með tekjum sínum úr lífeyrissjóðum og vinnutekjum.“ Það er ástæða til að fara yfir nokkrar staðreyndir sem sýna klára eignaupptöku ríkisins á réttindum og lífeyri aldraðra, samkvæmt breytingum almannatrygginga, lögfest á Alþingi haustið 2016.Hnepptir í skort og fátækt! Til fjölda ára hafa lífeyrisgreiðslur almannatrygginga (TR) verið ákvarðaðar án nokkurs raunsæis eða réttlætis – við ákvörðun upphæða sem lífeyrisþegum er ætlað að lifa af. Fyrir kerfisbreytingu almannatrygginga var einstaklingur í sambúð með 186 þúsund frá TR og hækkaði í 197 þúsund krónur eftir skatt 2017 (skerðing 45%). Eldri borgari sem bjó einn fékk 207 þúsund eftir skatt og hækkaði í 230 þúsund krónur eftir breytingu (skerðing 56,9%). Þessar staðreyndir ganga þvert á upplýsingar sem ráðherra hefur kynnt – að tekjulægstu hópar aldraðra hafi hækkað um 24-25% með nýju kerfi almannatrygginga. Þá er ljóst samkvæmt opinberum gögnum að 67% eldri borgara, þ.e. viðskiptavinir Tryggingastofnunar, voru með heildartekjur í febrúar sl., frá um 200 þúsund til 280 þúsund krónur eftir skatt og skerðingar. Eldri borgarar á strípuðum bótum hafa ekki til hnífs og skeiðar og búa við skort og fátækt! Á sama tíma og Alþingi lögfesti breytingar á almannatryggingum haustið 2016 – lá fyrir að lífeyrisþegi sem bjó einn á strípuðum bótum TR vantaði 34% til að tekjur dygðu fyrir lágmarks framfærslu – og allt að 50% vantaði upp á að lífeyrir TR dygði fyrir „dæmigerðu neysluviðmiði“ velferðarráðuneytisins sem ráðuneytið telur hvorki lúxus né lágmarksneyslu (sjá Harpa Njáls, Morgunblað 29.09.2016). Fátækt lífeyrisþega er heimatilbúinn vandi stjórnvalda og Alþingis!Hver er ávinningur aldraðra af sparnaði í lífeyrissjóð? Í töflu sem hér fylgir eru þrjú dæmi um eldri borgara, með 281 þúsund frá almannatryggingum (TR) fyrir skatt, þ.e. ellilífeyrir og heimilisuppbót. Af þeirri upphæð fara 50 þúsund krónur í skatt. Ef eldri borgari á lífeyrissjóðsréttindi upp á 150 þúsund krónur á mánuði, skerðist ellilífeyrir TR um 56,9%, þ.e. rúmlega 71 þúsund krónur sem renna beint í ríkissjóð. Í þessu dæmi tekur ríkið rúmlega 151 þúsund krónur í skatt og skerðingar – hinn aldraði heldur tæplega 280 þúsund í eigin vasa. Sú upphæð dugir ekki til lágmarksframfærslu.Taflan sýnir einnig dæmi um eldri borgara með ellilífeyri og heimilisuppbót (TR) og 200 þúsund króna greiðslu úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóðsgreiðslan skerðir ellilífeyri TR um nær 100 þúsund krónur. Skattar og skerðingar í ríkissjóð eru rúmlega 187 þúsund – viðkomandi heldur eftir 293 þúsund krónum í eigin vasa. Þessi dæmi sýna í reynd þann ásetning og markmið stjórnvalda að eldri borgarar standi sjálfir sem mest undir launum sínum og lífsafkomu. Þá er staðreynd að aldraðir greiða sama skatthlutfall (36,94%) og fólk á vinnumarkaði með yfir 800 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Með nýjum lögum almannatrygginga er vegið harkalega að öldruðum. Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda og Alþingis er stór hluti tekna eldri borgara gerður upptækur í ríkissjóð með sköttum og skerðingum. Hér er um klára eignaupptöku að ræða! Höfundur er sérfræðingur í velferðarrannsóknum og félagslegri stefnumótun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Nýlega hefur velferðar- og jafnréttismálráðherra Þorsteinn Víglundsson tjáð opinberlega afstöðu sína til núverandi kerfisbreytinga á almannatryggingum sem tóku gildi í upphafi árs 2017. Ráðherra er fylgjandi núverandi fyrirkomulagi ellilífeyrisgreiðslna. Að hans mati var þessi breyting vel heppnuð og með henni tókst að styrkja nokkuð stöðu tekjulægri ellilífeyrisþega. Hann segir mikilvægt að þeir sem lagt hafi fyrir í lífeyrissjóð á lífsleiðinni hafi ávinning af sparnaði sínum og nýtt ellilífeyriskerfi auki þann ávinning (sjá m.a. grein Lifðu núna, 29.08.2017; erindi FEB, 11.09.2017). Hér skal árétta, að stefna stjórnvalda og markmið með lagasetningu var m.a.: „Að sem flestir aldraðir framfleyti sér sjálfir með tekjum sínum úr lífeyrissjóðum og vinnutekjum.“ Það er ástæða til að fara yfir nokkrar staðreyndir sem sýna klára eignaupptöku ríkisins á réttindum og lífeyri aldraðra, samkvæmt breytingum almannatrygginga, lögfest á Alþingi haustið 2016.Hnepptir í skort og fátækt! Til fjölda ára hafa lífeyrisgreiðslur almannatrygginga (TR) verið ákvarðaðar án nokkurs raunsæis eða réttlætis – við ákvörðun upphæða sem lífeyrisþegum er ætlað að lifa af. Fyrir kerfisbreytingu almannatrygginga var einstaklingur í sambúð með 186 þúsund frá TR og hækkaði í 197 þúsund krónur eftir skatt 2017 (skerðing 45%). Eldri borgari sem bjó einn fékk 207 þúsund eftir skatt og hækkaði í 230 þúsund krónur eftir breytingu (skerðing 56,9%). Þessar staðreyndir ganga þvert á upplýsingar sem ráðherra hefur kynnt – að tekjulægstu hópar aldraðra hafi hækkað um 24-25% með nýju kerfi almannatrygginga. Þá er ljóst samkvæmt opinberum gögnum að 67% eldri borgara, þ.e. viðskiptavinir Tryggingastofnunar, voru með heildartekjur í febrúar sl., frá um 200 þúsund til 280 þúsund krónur eftir skatt og skerðingar. Eldri borgarar á strípuðum bótum hafa ekki til hnífs og skeiðar og búa við skort og fátækt! Á sama tíma og Alþingi lögfesti breytingar á almannatryggingum haustið 2016 – lá fyrir að lífeyrisþegi sem bjó einn á strípuðum bótum TR vantaði 34% til að tekjur dygðu fyrir lágmarks framfærslu – og allt að 50% vantaði upp á að lífeyrir TR dygði fyrir „dæmigerðu neysluviðmiði“ velferðarráðuneytisins sem ráðuneytið telur hvorki lúxus né lágmarksneyslu (sjá Harpa Njáls, Morgunblað 29.09.2016). Fátækt lífeyrisþega er heimatilbúinn vandi stjórnvalda og Alþingis!Hver er ávinningur aldraðra af sparnaði í lífeyrissjóð? Í töflu sem hér fylgir eru þrjú dæmi um eldri borgara, með 281 þúsund frá almannatryggingum (TR) fyrir skatt, þ.e. ellilífeyrir og heimilisuppbót. Af þeirri upphæð fara 50 þúsund krónur í skatt. Ef eldri borgari á lífeyrissjóðsréttindi upp á 150 þúsund krónur á mánuði, skerðist ellilífeyrir TR um 56,9%, þ.e. rúmlega 71 þúsund krónur sem renna beint í ríkissjóð. Í þessu dæmi tekur ríkið rúmlega 151 þúsund krónur í skatt og skerðingar – hinn aldraði heldur tæplega 280 þúsund í eigin vasa. Sú upphæð dugir ekki til lágmarksframfærslu.Taflan sýnir einnig dæmi um eldri borgara með ellilífeyri og heimilisuppbót (TR) og 200 þúsund króna greiðslu úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóðsgreiðslan skerðir ellilífeyri TR um nær 100 þúsund krónur. Skattar og skerðingar í ríkissjóð eru rúmlega 187 þúsund – viðkomandi heldur eftir 293 þúsund krónum í eigin vasa. Þessi dæmi sýna í reynd þann ásetning og markmið stjórnvalda að eldri borgarar standi sjálfir sem mest undir launum sínum og lífsafkomu. Þá er staðreynd að aldraðir greiða sama skatthlutfall (36,94%) og fólk á vinnumarkaði með yfir 800 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Með nýjum lögum almannatrygginga er vegið harkalega að öldruðum. Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda og Alþingis er stór hluti tekna eldri borgara gerður upptækur í ríkissjóð með sköttum og skerðingum. Hér er um klára eignaupptöku að ræða! Höfundur er sérfræðingur í velferðarrannsóknum og félagslegri stefnumótun.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun