Innlent

Ársreikningaskil flokka á elleftu stundu

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Viðreisn er eini flokkurinn á Alþingi sem skilað hefur ársreikningi fyrir árið 2016 til Ríkisendurskoðunar. Fréttablaðið/Eyþór
Viðreisn er eini flokkurinn á Alþingi sem skilað hefur ársreikningi fyrir árið 2016 til Ríkisendurskoðunar. Fréttablaðið/Eyþór
Viðreisn er eini flokkurinn á Alþingi sem skilað hefur ársreikningi fyrir árið 2016 til Ríkisendurskoðunar. Stjórnmálaflokkar hafa til 1. október næstkomandi til að skila inn ársreikningum sínum. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun hafa einhverjir þeirra óskað eftir fresti til að skila reikningum sínum sem embættið hefur engar heimildir til að veita.

Viðreisn skilaði ársreikningi sínum tímanlega í ágúst síðastliðnum en auk þeirra hefur Flokkur fólksins skilað inn reikningi sem er óyfirfarinn af Ríkisendurskoðun og óbirtur sem og flokkurinn Fólkið í bænum frá Garðabæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×