Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er búinn að velja þá 16 leikmenn sem fara á EM 2018 í Króatíu í næsta mánuði en þar ber hæst að markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er ekki í hópnum.
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, fer á sitt fyrsta stórmót en Aron Rafn er búinn að verja mark íslenska liðsins á öllum stórmótum ásamt Björgvin Páli síðan 2012.
Ýmir Örn Gíslason, varnar- og línumaður Vals, fer einnig á sitt fyrsta stórmót en þeir eru einu stórmótanýliðarnir í hópnum. Reynsluboltinn Arnór Atlason fer með.
Aron Pálmarsson snýr aftur á stórmót eftir að missa af HM í fyrra en Kári Kristján Kristjánsson er búinn að spila sig inn í landsliðið á nýjan leik og er ásamt Arnari Frey Arnarssyni línumaður landsliðsins.
Olís-deildarleikmennirnir Daníel Þór Ingason, Elvar Örn Jónsson og Óðinn Þór Ríkharðsson æfa svo með liðinu í aðdraganda mótsins.
Hópinn má sjá að neðan.
Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, FH
Björgvin Páll Gústavsson, Haukar
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein Neckar Löwen
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Vinstri skyttur:
Aron Pálmarsson, FC Barcelona Lassa
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad
Hægri skyttur:
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbold
Rúnar Kárason, TSV Hannover/Burgdorf
Leikstjórnendur:
Arnór Atlason, Aalborg Håndbold
Janus Daði Smárason, Aalborg Håndbold
Línumenn:
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad
Varnarmenn:
Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan
Ýmir Örn Gíslason, Valur
Einnig í æfingahóp:
Óðinn Þór Ríkharðsson, FH
Elvar Örn Jónsson, Selfoss
Daníel Þór Ingason, Haukar
Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns
Tómas Þór Þórðarson skrifar
