Manchester United vann góðan sigur á Sunderland, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á heimavelli Sunderland.
United hefur ekki tapað útileik síðan 23. október á síðasta ári þegar liðið steinlá fyrir Chelsea 4-0.
Zlatan Ibrahimović skoraði fyrsta mark leiksins eftir um hálftíma leik. Hann fékk boltann fyrir utan vítateig, snéri sér við og þrumaði boltanum í fjærhornið.
Staðan var 1-0 fyrir United í hálfleik. Henrik Mkhitaryan kom Man. Utd. í 2-0 eftir aðeins 45 sekúndur í síðari hálfleiknum.
Rashford skoraði síðan þriðja mark leiksins undir blálok leiksins.
Hér að neðan má sjá beina lýsingu frá leiknum.
14:19 - Marcus Rashford með mjög fínt mark. Hann fékk boltann hægra megin inni í vítateig Sunderland og þrumaði boltanum í fjærhornið.
14:15 - Leikurinn hefur verið gríðarlega rólegur undanfarnar mínútur og liðin bæði búin að sætta sig við úrslitin.
13:35 - Henrik Mkhitaryan skorar annað mark United þegar aðeins 45 sekúndur eru liðnar af síðari hálfleiknum. Frábær byrjun hjá gestunum.
13:15 - Staðan 1-0 fyrir gestina í hálfleik.
13:13 - Sebastian Larsson fær hér beint rautt spjald eftir að hafa tæklað Ander Herrara. Mjög harður dómur. Sunderland einum leikmanni færri.
12:56 - Zlatan að koma Manchester United í 1-0. Svíinn fékk boltann fyrir utan vítateig, snéri sér við á punktinum og hamraði boltann í netið í fjærhornið.
12:42 - Leikurinn fer heldur rólega af stað en United er meira með boltann.
Man. Utd í engum vandræðum með Sunderland
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn







„Við máttum ekki gefast upp“
Körfubolti


„Við elskum að spila hérna“
Fótbolti