Óraunveruleg staða fyrir hið „góða Ísland“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2017 08:45 Hrund Brynjólfsdóttir segir ástandið reyna verulega á taugarnar og koma niður á svefni. Vísir/Sammi „Þetta er ótrúleg staða. Hún er eitthvað svo óraunveruleg fyrir hið „góða Ísland“.“ Þetta segir Hrund Brynjólfsdóttir en hún er að missa íbúð sem hún hefur verið a' leigja í Grafarvoginum undanfarin fjögur ár. Íbúðin er nú seld og þarf hún að flytja út fyrir 1. maí. Ekkert gengur að finna aðra íbúð fyrir hana og dætur hennar þrjár, sem eru sex, þrettán og fimmtán ára gamlar. Hrund segist sækja um nánast allar íbúðir sem hún sjái auglýstar, svo framarlega sem hún sjái fram á að geta greitt leiguna. Henni finnst mikilvægt að búa áfram í Grafarvoginum eða sem næst honum svo dætur hennar geti haldið áfram í sínum skóla og tómstundum. Eins og áður segir hefur Hrund sótt um fjölmargar íbúðir að undanförnu og segist hún sjaldan fá svör við umsóknum. Hún hefur jafnvel sótt um stúdíóíbúð og tveggja herbergja íbúðir fyrir þær fjórar. „Ef ég fæ svör, þá er það yfirleitt til að láta mig vita að búið er að leigja íbúðirnar út.“Setið um íbúðir Ástandið á leigumarkaðinum í Reykjavík er að flestra mati alvarlegt. Setið er um íbúðir sem eru til leigu og hefur verð þeirra hækkað til muna á undanförnum árum. Greiningardeild Arion banka spáði því nýverið að til að anna eftirspurn þyrfti að byggja átta til tíu þúsund íbúðir á landinu öllu fram til ársloka 2019. Þá segir deildin ólíklegt að það muni takast.Sjá einnig: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónirSjá einnig: Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Þar að auki segir Greiningardeildin að það þyrfti að byggja 35 til 40 þúsund íbúðir til ársins 2040. Fjöldi íbúða til sölu og meðal sölutími hefur lækkað verulega og er í sögulegu lágmarki. Færri íbúðir eru á markaðinum, fleiri eru um hverja íbúð og þær seljast fljótt.Reynir á taugarnar Hrund er að skila BA ritgerð nú í vor ásamt því að vinna á sambýli. Hún segir ástandið reyna verulega á taugarnar og koma niður á svefni. Það sé erfitt að vita til þess að mögulega geti hún og dætur hennar endað á götunni eftir nokkrar vikur. „Það dregur mann verulega niður að fá sömu svörin aftur og aftur. þetta tekur á, óvissan um að geta ekki verið örugg um að hafa þak yfir höfuðið, er slítandi,“ segir Hrund. Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
„Þetta er ótrúleg staða. Hún er eitthvað svo óraunveruleg fyrir hið „góða Ísland“.“ Þetta segir Hrund Brynjólfsdóttir en hún er að missa íbúð sem hún hefur verið a' leigja í Grafarvoginum undanfarin fjögur ár. Íbúðin er nú seld og þarf hún að flytja út fyrir 1. maí. Ekkert gengur að finna aðra íbúð fyrir hana og dætur hennar þrjár, sem eru sex, þrettán og fimmtán ára gamlar. Hrund segist sækja um nánast allar íbúðir sem hún sjái auglýstar, svo framarlega sem hún sjái fram á að geta greitt leiguna. Henni finnst mikilvægt að búa áfram í Grafarvoginum eða sem næst honum svo dætur hennar geti haldið áfram í sínum skóla og tómstundum. Eins og áður segir hefur Hrund sótt um fjölmargar íbúðir að undanförnu og segist hún sjaldan fá svör við umsóknum. Hún hefur jafnvel sótt um stúdíóíbúð og tveggja herbergja íbúðir fyrir þær fjórar. „Ef ég fæ svör, þá er það yfirleitt til að láta mig vita að búið er að leigja íbúðirnar út.“Setið um íbúðir Ástandið á leigumarkaðinum í Reykjavík er að flestra mati alvarlegt. Setið er um íbúðir sem eru til leigu og hefur verð þeirra hækkað til muna á undanförnum árum. Greiningardeild Arion banka spáði því nýverið að til að anna eftirspurn þyrfti að byggja átta til tíu þúsund íbúðir á landinu öllu fram til ársloka 2019. Þá segir deildin ólíklegt að það muni takast.Sjá einnig: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónirSjá einnig: Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Þar að auki segir Greiningardeildin að það þyrfti að byggja 35 til 40 þúsund íbúðir til ársins 2040. Fjöldi íbúða til sölu og meðal sölutími hefur lækkað verulega og er í sögulegu lágmarki. Færri íbúðir eru á markaðinum, fleiri eru um hverja íbúð og þær seljast fljótt.Reynir á taugarnar Hrund er að skila BA ritgerð nú í vor ásamt því að vinna á sambýli. Hún segir ástandið reyna verulega á taugarnar og koma niður á svefni. Það sé erfitt að vita til þess að mögulega geti hún og dætur hennar endað á götunni eftir nokkrar vikur. „Það dregur mann verulega niður að fá sömu svörin aftur og aftur. þetta tekur á, óvissan um að geta ekki verið örugg um að hafa þak yfir höfuðið, er slítandi,“ segir Hrund.
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira