Óraunveruleg staða fyrir hið „góða Ísland“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2017 08:45 Hrund Brynjólfsdóttir segir ástandið reyna verulega á taugarnar og koma niður á svefni. Vísir/Sammi „Þetta er ótrúleg staða. Hún er eitthvað svo óraunveruleg fyrir hið „góða Ísland“.“ Þetta segir Hrund Brynjólfsdóttir en hún er að missa íbúð sem hún hefur verið a' leigja í Grafarvoginum undanfarin fjögur ár. Íbúðin er nú seld og þarf hún að flytja út fyrir 1. maí. Ekkert gengur að finna aðra íbúð fyrir hana og dætur hennar þrjár, sem eru sex, þrettán og fimmtán ára gamlar. Hrund segist sækja um nánast allar íbúðir sem hún sjái auglýstar, svo framarlega sem hún sjái fram á að geta greitt leiguna. Henni finnst mikilvægt að búa áfram í Grafarvoginum eða sem næst honum svo dætur hennar geti haldið áfram í sínum skóla og tómstundum. Eins og áður segir hefur Hrund sótt um fjölmargar íbúðir að undanförnu og segist hún sjaldan fá svör við umsóknum. Hún hefur jafnvel sótt um stúdíóíbúð og tveggja herbergja íbúðir fyrir þær fjórar. „Ef ég fæ svör, þá er það yfirleitt til að láta mig vita að búið er að leigja íbúðirnar út.“Setið um íbúðir Ástandið á leigumarkaðinum í Reykjavík er að flestra mati alvarlegt. Setið er um íbúðir sem eru til leigu og hefur verð þeirra hækkað til muna á undanförnum árum. Greiningardeild Arion banka spáði því nýverið að til að anna eftirspurn þyrfti að byggja átta til tíu þúsund íbúðir á landinu öllu fram til ársloka 2019. Þá segir deildin ólíklegt að það muni takast.Sjá einnig: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónirSjá einnig: Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Þar að auki segir Greiningardeildin að það þyrfti að byggja 35 til 40 þúsund íbúðir til ársins 2040. Fjöldi íbúða til sölu og meðal sölutími hefur lækkað verulega og er í sögulegu lágmarki. Færri íbúðir eru á markaðinum, fleiri eru um hverja íbúð og þær seljast fljótt.Reynir á taugarnar Hrund er að skila BA ritgerð nú í vor ásamt því að vinna á sambýli. Hún segir ástandið reyna verulega á taugarnar og koma niður á svefni. Það sé erfitt að vita til þess að mögulega geti hún og dætur hennar endað á götunni eftir nokkrar vikur. „Það dregur mann verulega niður að fá sömu svörin aftur og aftur. þetta tekur á, óvissan um að geta ekki verið örugg um að hafa þak yfir höfuðið, er slítandi,“ segir Hrund. Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Þetta er ótrúleg staða. Hún er eitthvað svo óraunveruleg fyrir hið „góða Ísland“.“ Þetta segir Hrund Brynjólfsdóttir en hún er að missa íbúð sem hún hefur verið a' leigja í Grafarvoginum undanfarin fjögur ár. Íbúðin er nú seld og þarf hún að flytja út fyrir 1. maí. Ekkert gengur að finna aðra íbúð fyrir hana og dætur hennar þrjár, sem eru sex, þrettán og fimmtán ára gamlar. Hrund segist sækja um nánast allar íbúðir sem hún sjái auglýstar, svo framarlega sem hún sjái fram á að geta greitt leiguna. Henni finnst mikilvægt að búa áfram í Grafarvoginum eða sem næst honum svo dætur hennar geti haldið áfram í sínum skóla og tómstundum. Eins og áður segir hefur Hrund sótt um fjölmargar íbúðir að undanförnu og segist hún sjaldan fá svör við umsóknum. Hún hefur jafnvel sótt um stúdíóíbúð og tveggja herbergja íbúðir fyrir þær fjórar. „Ef ég fæ svör, þá er það yfirleitt til að láta mig vita að búið er að leigja íbúðirnar út.“Setið um íbúðir Ástandið á leigumarkaðinum í Reykjavík er að flestra mati alvarlegt. Setið er um íbúðir sem eru til leigu og hefur verð þeirra hækkað til muna á undanförnum árum. Greiningardeild Arion banka spáði því nýverið að til að anna eftirspurn þyrfti að byggja átta til tíu þúsund íbúðir á landinu öllu fram til ársloka 2019. Þá segir deildin ólíklegt að það muni takast.Sjá einnig: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónirSjá einnig: Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Þar að auki segir Greiningardeildin að það þyrfti að byggja 35 til 40 þúsund íbúðir til ársins 2040. Fjöldi íbúða til sölu og meðal sölutími hefur lækkað verulega og er í sögulegu lágmarki. Færri íbúðir eru á markaðinum, fleiri eru um hverja íbúð og þær seljast fljótt.Reynir á taugarnar Hrund er að skila BA ritgerð nú í vor ásamt því að vinna á sambýli. Hún segir ástandið reyna verulega á taugarnar og koma niður á svefni. Það sé erfitt að vita til þess að mögulega geti hún og dætur hennar endað á götunni eftir nokkrar vikur. „Það dregur mann verulega niður að fá sömu svörin aftur og aftur. þetta tekur á, óvissan um að geta ekki verið örugg um að hafa þak yfir höfuðið, er slítandi,“ segir Hrund.
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira