Óraunveruleg staða fyrir hið „góða Ísland“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2017 08:45 Hrund Brynjólfsdóttir segir ástandið reyna verulega á taugarnar og koma niður á svefni. Vísir/Sammi „Þetta er ótrúleg staða. Hún er eitthvað svo óraunveruleg fyrir hið „góða Ísland“.“ Þetta segir Hrund Brynjólfsdóttir en hún er að missa íbúð sem hún hefur verið a' leigja í Grafarvoginum undanfarin fjögur ár. Íbúðin er nú seld og þarf hún að flytja út fyrir 1. maí. Ekkert gengur að finna aðra íbúð fyrir hana og dætur hennar þrjár, sem eru sex, þrettán og fimmtán ára gamlar. Hrund segist sækja um nánast allar íbúðir sem hún sjái auglýstar, svo framarlega sem hún sjái fram á að geta greitt leiguna. Henni finnst mikilvægt að búa áfram í Grafarvoginum eða sem næst honum svo dætur hennar geti haldið áfram í sínum skóla og tómstundum. Eins og áður segir hefur Hrund sótt um fjölmargar íbúðir að undanförnu og segist hún sjaldan fá svör við umsóknum. Hún hefur jafnvel sótt um stúdíóíbúð og tveggja herbergja íbúðir fyrir þær fjórar. „Ef ég fæ svör, þá er það yfirleitt til að láta mig vita að búið er að leigja íbúðirnar út.“Setið um íbúðir Ástandið á leigumarkaðinum í Reykjavík er að flestra mati alvarlegt. Setið er um íbúðir sem eru til leigu og hefur verð þeirra hækkað til muna á undanförnum árum. Greiningardeild Arion banka spáði því nýverið að til að anna eftirspurn þyrfti að byggja átta til tíu þúsund íbúðir á landinu öllu fram til ársloka 2019. Þá segir deildin ólíklegt að það muni takast.Sjá einnig: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónirSjá einnig: Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Þar að auki segir Greiningardeildin að það þyrfti að byggja 35 til 40 þúsund íbúðir til ársins 2040. Fjöldi íbúða til sölu og meðal sölutími hefur lækkað verulega og er í sögulegu lágmarki. Færri íbúðir eru á markaðinum, fleiri eru um hverja íbúð og þær seljast fljótt.Reynir á taugarnar Hrund er að skila BA ritgerð nú í vor ásamt því að vinna á sambýli. Hún segir ástandið reyna verulega á taugarnar og koma niður á svefni. Það sé erfitt að vita til þess að mögulega geti hún og dætur hennar endað á götunni eftir nokkrar vikur. „Það dregur mann verulega niður að fá sömu svörin aftur og aftur. þetta tekur á, óvissan um að geta ekki verið örugg um að hafa þak yfir höfuðið, er slítandi,“ segir Hrund. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
„Þetta er ótrúleg staða. Hún er eitthvað svo óraunveruleg fyrir hið „góða Ísland“.“ Þetta segir Hrund Brynjólfsdóttir en hún er að missa íbúð sem hún hefur verið a' leigja í Grafarvoginum undanfarin fjögur ár. Íbúðin er nú seld og þarf hún að flytja út fyrir 1. maí. Ekkert gengur að finna aðra íbúð fyrir hana og dætur hennar þrjár, sem eru sex, þrettán og fimmtán ára gamlar. Hrund segist sækja um nánast allar íbúðir sem hún sjái auglýstar, svo framarlega sem hún sjái fram á að geta greitt leiguna. Henni finnst mikilvægt að búa áfram í Grafarvoginum eða sem næst honum svo dætur hennar geti haldið áfram í sínum skóla og tómstundum. Eins og áður segir hefur Hrund sótt um fjölmargar íbúðir að undanförnu og segist hún sjaldan fá svör við umsóknum. Hún hefur jafnvel sótt um stúdíóíbúð og tveggja herbergja íbúðir fyrir þær fjórar. „Ef ég fæ svör, þá er það yfirleitt til að láta mig vita að búið er að leigja íbúðirnar út.“Setið um íbúðir Ástandið á leigumarkaðinum í Reykjavík er að flestra mati alvarlegt. Setið er um íbúðir sem eru til leigu og hefur verð þeirra hækkað til muna á undanförnum árum. Greiningardeild Arion banka spáði því nýverið að til að anna eftirspurn þyrfti að byggja átta til tíu þúsund íbúðir á landinu öllu fram til ársloka 2019. Þá segir deildin ólíklegt að það muni takast.Sjá einnig: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónirSjá einnig: Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Þar að auki segir Greiningardeildin að það þyrfti að byggja 35 til 40 þúsund íbúðir til ársins 2040. Fjöldi íbúða til sölu og meðal sölutími hefur lækkað verulega og er í sögulegu lágmarki. Færri íbúðir eru á markaðinum, fleiri eru um hverja íbúð og þær seljast fljótt.Reynir á taugarnar Hrund er að skila BA ritgerð nú í vor ásamt því að vinna á sambýli. Hún segir ástandið reyna verulega á taugarnar og koma niður á svefni. Það sé erfitt að vita til þess að mögulega geti hún og dætur hennar endað á götunni eftir nokkrar vikur. „Það dregur mann verulega niður að fá sömu svörin aftur og aftur. þetta tekur á, óvissan um að geta ekki verið örugg um að hafa þak yfir höfuðið, er slítandi,“ segir Hrund.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira