Barátta mín fyrir því að fá hjálp í heilbrigðiskerfinu á Íslandi Valgeir Matthías Pálsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Ég, Valgeir Matthías Pálsson, hef barist fyrir því síðastliðin 2-3 ár að fá hjálp í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Ég hef barist fyrir því að fá viðurkenndan þann rétt minn samkvæmt stjórnarskrá að fá hjálp, en án árangurs. Mál mitt hefur þvælst á milli stofnana ríkisins eins og Embættis landlæknis, Umboðsmanns Alþingis og velferðarráðuneytisins með litlum eða engum árangri. Ég hef litla sem enga aðstoð fengið á Landspítalanum frá árinu 2008. Það ár tóku nýir læknar við meðferð minni. Ég hef glímt við þunglyndi og kvíða um margra ára skeið. Oft spyr ég mig þeirrar spurningar hvers vegna sumir fái hjálp en aðrir ekki. Er það réttlátt á þeirri forsendu að allir skuli vera jafnir gagnvart stjórnarskránni og öllu því tilheyrandi. Mannréttindi eru brotin á mér vegna þessa máls og einnig er 76. grein stjórnarskrárinnar þverbrotin gagnvart mér í þessu máli. Einnig má benda á það að í sjúklingalögum eru allmargar greinar brotnar á mér. Mál mitt er ekki flókið. Það snýst um það að ég fái hjálp á erfiðum stundum eins og allir aðrir þegnar þessa lands. Margir kunna að spyrja sig þeirrar spurningar hvers konar hjálp ég sé að sækjast eftir. Því er til að svara að ef maður er með miklar sjálfsvígshugsanir, þá á maður náttúrlega að fá hjálp á geðsviði LSH! Ég skrifa þennan pistil hér vegna þess að ég hef barist, ég hef barist einn og án mikils stuðnings í þessu máli síðastliðin 2-3 ár. Ég hafði góðan mann mér við hlið vegna þessa máls allt þar til fyrir stuttu að hann fór utan í námsleyfi. Mannréttindalögfræðingar á Íslandi hafa ekki sýnt máli mínu mikinn skilning. Enda kannski lagalega flókið í lögfræðilegum skilningi. Mér þykir eins og samfélagið, Ísland, hafi brugðist mér. Hvers á ég að gjalda? Setjið ykkur í mín spor. Ef þið verðið veik, þá eigið þið að sjálfsögðu rétt á því að fá bestu og fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Ég blæs á allar sögur um það að ekki sé til nægt fjármagn í heilbrigðiskerfinu til að sinna málum eins og þeim sem lúta að mér. Ég blæs á það. Það eru til nægir peningar á Íslandi. Þeim er bara ekki rétt varið. Það á að vera sjálfsögð krafa allra að eiga rétt á góðri og fullkominni heilbrigðisþjónustu hvar í flokki sem menn standa. Ég hef ekki góða sögu að segja frá stofnunum eins og Embætti landlæknis og fleiri stofnunum ríkisins sem sinna þessum málum. Landlæknisembættið kóar með læknum á Landspítalanum og alltaf hafa þeir rétt fyrir sér. Aldrei sjúklingurinn. Hjá Landlækni starfa margir læknar sem sinnt hafa störfum á Landspítalanum og hafa því góða innsýn í störf spítalans. Í lokin vil ég segja eftirfarandi. Það er óeðlilegt og óafsakanlegt að láta fólk sem líður andlegar vítiskvalir vera heima hjá sér án alls stuðnings og eftirlits. Það þekkist ekki í þjóðfélögum sem við viljum bera okkur saman við. En ég vildi bara með þessum pistli segja frá því að það er til fólk hér á Íslandi sem ekki fær hjálp á erfiðustu stundum lífs síns. Þegar veikindi herja á. Höfundur er öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Ég, Valgeir Matthías Pálsson, hef barist fyrir því síðastliðin 2-3 ár að fá hjálp í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Ég hef barist fyrir því að fá viðurkenndan þann rétt minn samkvæmt stjórnarskrá að fá hjálp, en án árangurs. Mál mitt hefur þvælst á milli stofnana ríkisins eins og Embættis landlæknis, Umboðsmanns Alþingis og velferðarráðuneytisins með litlum eða engum árangri. Ég hef litla sem enga aðstoð fengið á Landspítalanum frá árinu 2008. Það ár tóku nýir læknar við meðferð minni. Ég hef glímt við þunglyndi og kvíða um margra ára skeið. Oft spyr ég mig þeirrar spurningar hvers vegna sumir fái hjálp en aðrir ekki. Er það réttlátt á þeirri forsendu að allir skuli vera jafnir gagnvart stjórnarskránni og öllu því tilheyrandi. Mannréttindi eru brotin á mér vegna þessa máls og einnig er 76. grein stjórnarskrárinnar þverbrotin gagnvart mér í þessu máli. Einnig má benda á það að í sjúklingalögum eru allmargar greinar brotnar á mér. Mál mitt er ekki flókið. Það snýst um það að ég fái hjálp á erfiðum stundum eins og allir aðrir þegnar þessa lands. Margir kunna að spyrja sig þeirrar spurningar hvers konar hjálp ég sé að sækjast eftir. Því er til að svara að ef maður er með miklar sjálfsvígshugsanir, þá á maður náttúrlega að fá hjálp á geðsviði LSH! Ég skrifa þennan pistil hér vegna þess að ég hef barist, ég hef barist einn og án mikils stuðnings í þessu máli síðastliðin 2-3 ár. Ég hafði góðan mann mér við hlið vegna þessa máls allt þar til fyrir stuttu að hann fór utan í námsleyfi. Mannréttindalögfræðingar á Íslandi hafa ekki sýnt máli mínu mikinn skilning. Enda kannski lagalega flókið í lögfræðilegum skilningi. Mér þykir eins og samfélagið, Ísland, hafi brugðist mér. Hvers á ég að gjalda? Setjið ykkur í mín spor. Ef þið verðið veik, þá eigið þið að sjálfsögðu rétt á því að fá bestu og fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Ég blæs á allar sögur um það að ekki sé til nægt fjármagn í heilbrigðiskerfinu til að sinna málum eins og þeim sem lúta að mér. Ég blæs á það. Það eru til nægir peningar á Íslandi. Þeim er bara ekki rétt varið. Það á að vera sjálfsögð krafa allra að eiga rétt á góðri og fullkominni heilbrigðisþjónustu hvar í flokki sem menn standa. Ég hef ekki góða sögu að segja frá stofnunum eins og Embætti landlæknis og fleiri stofnunum ríkisins sem sinna þessum málum. Landlæknisembættið kóar með læknum á Landspítalanum og alltaf hafa þeir rétt fyrir sér. Aldrei sjúklingurinn. Hjá Landlækni starfa margir læknar sem sinnt hafa störfum á Landspítalanum og hafa því góða innsýn í störf spítalans. Í lokin vil ég segja eftirfarandi. Það er óeðlilegt og óafsakanlegt að láta fólk sem líður andlegar vítiskvalir vera heima hjá sér án alls stuðnings og eftirlits. Það þekkist ekki í þjóðfélögum sem við viljum bera okkur saman við. En ég vildi bara með þessum pistli segja frá því að það er til fólk hér á Íslandi sem ekki fær hjálp á erfiðustu stundum lífs síns. Þegar veikindi herja á. Höfundur er öryrki.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar