Félagslegar stoðir ESB grafa ekki undan sjálfsákvörðunarrétti þjóða Formenn launafólks á Norðurlöndum skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Talsmenn atvinnurekenda í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð halda því fram í greinaskrifum sínum að hinar félagslegu stoðir Evrópusambandsins, ESB, grafi undan sjálfsákvörðunarrétti þjóða og sömuleiðis norræna líkaninu. Við, talsmenn norrænu verkalýðshreyfingarinnar, getum staðfest að atvinnurekendur hafa á röngu að standa, ellegar að þeir kjósa, í besta falli, að misskilja vísvitandi hinar félagslegu stoðir. Við teljum að hin félagslega stoð ESB sendi skýr og mikilvæg skilaboð um að ESB setji nú í forgang réttlátari atvinnu- og lífskjör fyrir almenning. Þegar í inngangi að hinni evrópsku stoð félagslegra réttinda, þ.e.a.s. í þeim tilmælum sem þjóðar- og ríkisstjórnarleiðtogar ásamt Evrópuþinginu og framkvæmdastjórn ESB hafa í hyggju að kynna á leiðtogafundi ESB um félagsleg málefni í Gautaborg, kemur fram að þessi stoð megi ekki „standa í vegi fyrir því að aðildarríkin eða aðilar vinnumarkaðarins setji sér metnaðarfyllri markmið“, að hún „skuli innleidd jafnt á vettvangi sambandsins og aðildarríkjanna eins og hvert þeirra telur rétt að gera“ og „í samræmi við nálægðarregluna og meðalhófsregluna“. Þessar lýsingar tryggja hvoru tveggja; norræna líkanið og sjálfsákvörðunarrétt einstakra ríkja. Atvinnurekendur þurfa að átta sig á því að félagslega stoðin er fyrst og fremst pólitískt skjal, þar sem stofnanir ESB og aðildarríki þess skilgreina sameiginleg félagsleg markmið, án þess að tilgreina hvaða leiðir einstök ríki skuli fara til að ná þeim. Félagslega stoðin er ekki lagalega bindandi, henni er fyrst og fremst ætlað að virka leiðbeinandi fyrir aðildarríkin þegar þau móta eigin stefnu í vinnumarkaðs- og félagsmálum.Mikilvæg pólitísk skilaboð Stoðin felur ekki í sér valdaframsal frá aðildarríkjunum til ESB, heldur fer um heimildina til að setja lög á vettvangi Evrópusambandsins um málefni vinnumarkaðarins eftir sáttmálum ESB eins og hingað til og í samræmi við nálægðarregluna. Aðildarríkin bera áfram höfuðábyrgð á félags- og vinnumarkaðsstefnunni, en sáttmálar ESB gefa sambandinu aðeins takmarkaða möguleika til lagasetningar, t.d. með lágmarksreglum í tilskipunum. Sú staðhæfing að félagslega stoðin hafi nú þegar leitt af sér lagasetningu á sviði vinnulöggjafar er því röng. Fyrirhuguð endurskoðun framkvæmdastjórnar ESB á upplýsingatilskipuninni, sem atvinnurekendur vísa til, á lagastoð í sáttmálum ESB og ekki í hinni félagslegu stoð. Þetta er endurskoðun á gildandi tilskipun frá 1991, en enn er ekki vitað hvernig tillaga framkvæmdastjórnar verður þar sem hún hefur ekki enn verið gefin út. Við gerum ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin leggi ekki neitt það til sem grafi undan norræna líkaninu, þar sem sáttmálar ESB tryggja að tekið sé tillit til margbreytileika þeirra kerfa sem einstök ríki hafa byggt upp, þar á meðal hlutverk aðila vinnumarkaðarins. Hin félagslega stoð sendir mikilvæg pólitísk skilaboð, sem sé að Evrópusambandið þurfi betra jafnvægi á milli efnahagslegs frelsis og félagslegra réttinda. Á krepputímanum einblíndi ESB alltof einhliða á aðhald og niðurskurð. Atvinnu- og lífskjör borgara í ríkjum Evrópusambandsins voru látin sitja á hakanum. Sú ákvörðun að boða til leiðtogafundar um félagsleg réttindi í Gautaborg sýnir að það er skilningur á því að góð kjör, samstarf aðila vinnumarkaðarins og félagsleg réttindi eru lykillinn að sjálfbærum og auknum vexti og atvinnuþátttöku, samkeppnishæfni og auknu trausti á samstarfi innan Evrópusambandsins. Undirritun samkomulags um hina evrópsku stoð fyrir félagsleg réttindi er skref í rétta átt. Norrænir atvinnurekendur ættu einnig að skrifa undir það. Höfundar eru formenn heildarsamtaka launafólks á Norðurlöndunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Talsmenn atvinnurekenda í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð halda því fram í greinaskrifum sínum að hinar félagslegu stoðir Evrópusambandsins, ESB, grafi undan sjálfsákvörðunarrétti þjóða og sömuleiðis norræna líkaninu. Við, talsmenn norrænu verkalýðshreyfingarinnar, getum staðfest að atvinnurekendur hafa á röngu að standa, ellegar að þeir kjósa, í besta falli, að misskilja vísvitandi hinar félagslegu stoðir. Við teljum að hin félagslega stoð ESB sendi skýr og mikilvæg skilaboð um að ESB setji nú í forgang réttlátari atvinnu- og lífskjör fyrir almenning. Þegar í inngangi að hinni evrópsku stoð félagslegra réttinda, þ.e.a.s. í þeim tilmælum sem þjóðar- og ríkisstjórnarleiðtogar ásamt Evrópuþinginu og framkvæmdastjórn ESB hafa í hyggju að kynna á leiðtogafundi ESB um félagsleg málefni í Gautaborg, kemur fram að þessi stoð megi ekki „standa í vegi fyrir því að aðildarríkin eða aðilar vinnumarkaðarins setji sér metnaðarfyllri markmið“, að hún „skuli innleidd jafnt á vettvangi sambandsins og aðildarríkjanna eins og hvert þeirra telur rétt að gera“ og „í samræmi við nálægðarregluna og meðalhófsregluna“. Þessar lýsingar tryggja hvoru tveggja; norræna líkanið og sjálfsákvörðunarrétt einstakra ríkja. Atvinnurekendur þurfa að átta sig á því að félagslega stoðin er fyrst og fremst pólitískt skjal, þar sem stofnanir ESB og aðildarríki þess skilgreina sameiginleg félagsleg markmið, án þess að tilgreina hvaða leiðir einstök ríki skuli fara til að ná þeim. Félagslega stoðin er ekki lagalega bindandi, henni er fyrst og fremst ætlað að virka leiðbeinandi fyrir aðildarríkin þegar þau móta eigin stefnu í vinnumarkaðs- og félagsmálum.Mikilvæg pólitísk skilaboð Stoðin felur ekki í sér valdaframsal frá aðildarríkjunum til ESB, heldur fer um heimildina til að setja lög á vettvangi Evrópusambandsins um málefni vinnumarkaðarins eftir sáttmálum ESB eins og hingað til og í samræmi við nálægðarregluna. Aðildarríkin bera áfram höfuðábyrgð á félags- og vinnumarkaðsstefnunni, en sáttmálar ESB gefa sambandinu aðeins takmarkaða möguleika til lagasetningar, t.d. með lágmarksreglum í tilskipunum. Sú staðhæfing að félagslega stoðin hafi nú þegar leitt af sér lagasetningu á sviði vinnulöggjafar er því röng. Fyrirhuguð endurskoðun framkvæmdastjórnar ESB á upplýsingatilskipuninni, sem atvinnurekendur vísa til, á lagastoð í sáttmálum ESB og ekki í hinni félagslegu stoð. Þetta er endurskoðun á gildandi tilskipun frá 1991, en enn er ekki vitað hvernig tillaga framkvæmdastjórnar verður þar sem hún hefur ekki enn verið gefin út. Við gerum ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin leggi ekki neitt það til sem grafi undan norræna líkaninu, þar sem sáttmálar ESB tryggja að tekið sé tillit til margbreytileika þeirra kerfa sem einstök ríki hafa byggt upp, þar á meðal hlutverk aðila vinnumarkaðarins. Hin félagslega stoð sendir mikilvæg pólitísk skilaboð, sem sé að Evrópusambandið þurfi betra jafnvægi á milli efnahagslegs frelsis og félagslegra réttinda. Á krepputímanum einblíndi ESB alltof einhliða á aðhald og niðurskurð. Atvinnu- og lífskjör borgara í ríkjum Evrópusambandsins voru látin sitja á hakanum. Sú ákvörðun að boða til leiðtogafundar um félagsleg réttindi í Gautaborg sýnir að það er skilningur á því að góð kjör, samstarf aðila vinnumarkaðarins og félagsleg réttindi eru lykillinn að sjálfbærum og auknum vexti og atvinnuþátttöku, samkeppnishæfni og auknu trausti á samstarfi innan Evrópusambandsins. Undirritun samkomulags um hina evrópsku stoð fyrir félagsleg réttindi er skref í rétta átt. Norrænir atvinnurekendur ættu einnig að skrifa undir það. Höfundar eru formenn heildarsamtaka launafólks á Norðurlöndunum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar