Félagslegar stoðir ESB grafa ekki undan sjálfsákvörðunarrétti þjóða Formenn launafólks á Norðurlöndum skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Talsmenn atvinnurekenda í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð halda því fram í greinaskrifum sínum að hinar félagslegu stoðir Evrópusambandsins, ESB, grafi undan sjálfsákvörðunarrétti þjóða og sömuleiðis norræna líkaninu. Við, talsmenn norrænu verkalýðshreyfingarinnar, getum staðfest að atvinnurekendur hafa á röngu að standa, ellegar að þeir kjósa, í besta falli, að misskilja vísvitandi hinar félagslegu stoðir. Við teljum að hin félagslega stoð ESB sendi skýr og mikilvæg skilaboð um að ESB setji nú í forgang réttlátari atvinnu- og lífskjör fyrir almenning. Þegar í inngangi að hinni evrópsku stoð félagslegra réttinda, þ.e.a.s. í þeim tilmælum sem þjóðar- og ríkisstjórnarleiðtogar ásamt Evrópuþinginu og framkvæmdastjórn ESB hafa í hyggju að kynna á leiðtogafundi ESB um félagsleg málefni í Gautaborg, kemur fram að þessi stoð megi ekki „standa í vegi fyrir því að aðildarríkin eða aðilar vinnumarkaðarins setji sér metnaðarfyllri markmið“, að hún „skuli innleidd jafnt á vettvangi sambandsins og aðildarríkjanna eins og hvert þeirra telur rétt að gera“ og „í samræmi við nálægðarregluna og meðalhófsregluna“. Þessar lýsingar tryggja hvoru tveggja; norræna líkanið og sjálfsákvörðunarrétt einstakra ríkja. Atvinnurekendur þurfa að átta sig á því að félagslega stoðin er fyrst og fremst pólitískt skjal, þar sem stofnanir ESB og aðildarríki þess skilgreina sameiginleg félagsleg markmið, án þess að tilgreina hvaða leiðir einstök ríki skuli fara til að ná þeim. Félagslega stoðin er ekki lagalega bindandi, henni er fyrst og fremst ætlað að virka leiðbeinandi fyrir aðildarríkin þegar þau móta eigin stefnu í vinnumarkaðs- og félagsmálum.Mikilvæg pólitísk skilaboð Stoðin felur ekki í sér valdaframsal frá aðildarríkjunum til ESB, heldur fer um heimildina til að setja lög á vettvangi Evrópusambandsins um málefni vinnumarkaðarins eftir sáttmálum ESB eins og hingað til og í samræmi við nálægðarregluna. Aðildarríkin bera áfram höfuðábyrgð á félags- og vinnumarkaðsstefnunni, en sáttmálar ESB gefa sambandinu aðeins takmarkaða möguleika til lagasetningar, t.d. með lágmarksreglum í tilskipunum. Sú staðhæfing að félagslega stoðin hafi nú þegar leitt af sér lagasetningu á sviði vinnulöggjafar er því röng. Fyrirhuguð endurskoðun framkvæmdastjórnar ESB á upplýsingatilskipuninni, sem atvinnurekendur vísa til, á lagastoð í sáttmálum ESB og ekki í hinni félagslegu stoð. Þetta er endurskoðun á gildandi tilskipun frá 1991, en enn er ekki vitað hvernig tillaga framkvæmdastjórnar verður þar sem hún hefur ekki enn verið gefin út. Við gerum ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin leggi ekki neitt það til sem grafi undan norræna líkaninu, þar sem sáttmálar ESB tryggja að tekið sé tillit til margbreytileika þeirra kerfa sem einstök ríki hafa byggt upp, þar á meðal hlutverk aðila vinnumarkaðarins. Hin félagslega stoð sendir mikilvæg pólitísk skilaboð, sem sé að Evrópusambandið þurfi betra jafnvægi á milli efnahagslegs frelsis og félagslegra réttinda. Á krepputímanum einblíndi ESB alltof einhliða á aðhald og niðurskurð. Atvinnu- og lífskjör borgara í ríkjum Evrópusambandsins voru látin sitja á hakanum. Sú ákvörðun að boða til leiðtogafundar um félagsleg réttindi í Gautaborg sýnir að það er skilningur á því að góð kjör, samstarf aðila vinnumarkaðarins og félagsleg réttindi eru lykillinn að sjálfbærum og auknum vexti og atvinnuþátttöku, samkeppnishæfni og auknu trausti á samstarfi innan Evrópusambandsins. Undirritun samkomulags um hina evrópsku stoð fyrir félagsleg réttindi er skref í rétta átt. Norrænir atvinnurekendur ættu einnig að skrifa undir það. Höfundar eru formenn heildarsamtaka launafólks á Norðurlöndunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Talsmenn atvinnurekenda í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð halda því fram í greinaskrifum sínum að hinar félagslegu stoðir Evrópusambandsins, ESB, grafi undan sjálfsákvörðunarrétti þjóða og sömuleiðis norræna líkaninu. Við, talsmenn norrænu verkalýðshreyfingarinnar, getum staðfest að atvinnurekendur hafa á röngu að standa, ellegar að þeir kjósa, í besta falli, að misskilja vísvitandi hinar félagslegu stoðir. Við teljum að hin félagslega stoð ESB sendi skýr og mikilvæg skilaboð um að ESB setji nú í forgang réttlátari atvinnu- og lífskjör fyrir almenning. Þegar í inngangi að hinni evrópsku stoð félagslegra réttinda, þ.e.a.s. í þeim tilmælum sem þjóðar- og ríkisstjórnarleiðtogar ásamt Evrópuþinginu og framkvæmdastjórn ESB hafa í hyggju að kynna á leiðtogafundi ESB um félagsleg málefni í Gautaborg, kemur fram að þessi stoð megi ekki „standa í vegi fyrir því að aðildarríkin eða aðilar vinnumarkaðarins setji sér metnaðarfyllri markmið“, að hún „skuli innleidd jafnt á vettvangi sambandsins og aðildarríkjanna eins og hvert þeirra telur rétt að gera“ og „í samræmi við nálægðarregluna og meðalhófsregluna“. Þessar lýsingar tryggja hvoru tveggja; norræna líkanið og sjálfsákvörðunarrétt einstakra ríkja. Atvinnurekendur þurfa að átta sig á því að félagslega stoðin er fyrst og fremst pólitískt skjal, þar sem stofnanir ESB og aðildarríki þess skilgreina sameiginleg félagsleg markmið, án þess að tilgreina hvaða leiðir einstök ríki skuli fara til að ná þeim. Félagslega stoðin er ekki lagalega bindandi, henni er fyrst og fremst ætlað að virka leiðbeinandi fyrir aðildarríkin þegar þau móta eigin stefnu í vinnumarkaðs- og félagsmálum.Mikilvæg pólitísk skilaboð Stoðin felur ekki í sér valdaframsal frá aðildarríkjunum til ESB, heldur fer um heimildina til að setja lög á vettvangi Evrópusambandsins um málefni vinnumarkaðarins eftir sáttmálum ESB eins og hingað til og í samræmi við nálægðarregluna. Aðildarríkin bera áfram höfuðábyrgð á félags- og vinnumarkaðsstefnunni, en sáttmálar ESB gefa sambandinu aðeins takmarkaða möguleika til lagasetningar, t.d. með lágmarksreglum í tilskipunum. Sú staðhæfing að félagslega stoðin hafi nú þegar leitt af sér lagasetningu á sviði vinnulöggjafar er því röng. Fyrirhuguð endurskoðun framkvæmdastjórnar ESB á upplýsingatilskipuninni, sem atvinnurekendur vísa til, á lagastoð í sáttmálum ESB og ekki í hinni félagslegu stoð. Þetta er endurskoðun á gildandi tilskipun frá 1991, en enn er ekki vitað hvernig tillaga framkvæmdastjórnar verður þar sem hún hefur ekki enn verið gefin út. Við gerum ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin leggi ekki neitt það til sem grafi undan norræna líkaninu, þar sem sáttmálar ESB tryggja að tekið sé tillit til margbreytileika þeirra kerfa sem einstök ríki hafa byggt upp, þar á meðal hlutverk aðila vinnumarkaðarins. Hin félagslega stoð sendir mikilvæg pólitísk skilaboð, sem sé að Evrópusambandið þurfi betra jafnvægi á milli efnahagslegs frelsis og félagslegra réttinda. Á krepputímanum einblíndi ESB alltof einhliða á aðhald og niðurskurð. Atvinnu- og lífskjör borgara í ríkjum Evrópusambandsins voru látin sitja á hakanum. Sú ákvörðun að boða til leiðtogafundar um félagsleg réttindi í Gautaborg sýnir að það er skilningur á því að góð kjör, samstarf aðila vinnumarkaðarins og félagsleg réttindi eru lykillinn að sjálfbærum og auknum vexti og atvinnuþátttöku, samkeppnishæfni og auknu trausti á samstarfi innan Evrópusambandsins. Undirritun samkomulags um hina evrópsku stoð fyrir félagsleg réttindi er skref í rétta átt. Norrænir atvinnurekendur ættu einnig að skrifa undir það. Höfundar eru formenn heildarsamtaka launafólks á Norðurlöndunum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar