Félagslegar stoðir ESB grafa ekki undan sjálfsákvörðunarrétti þjóða Formenn launafólks á Norðurlöndum skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Talsmenn atvinnurekenda í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð halda því fram í greinaskrifum sínum að hinar félagslegu stoðir Evrópusambandsins, ESB, grafi undan sjálfsákvörðunarrétti þjóða og sömuleiðis norræna líkaninu. Við, talsmenn norrænu verkalýðshreyfingarinnar, getum staðfest að atvinnurekendur hafa á röngu að standa, ellegar að þeir kjósa, í besta falli, að misskilja vísvitandi hinar félagslegu stoðir. Við teljum að hin félagslega stoð ESB sendi skýr og mikilvæg skilaboð um að ESB setji nú í forgang réttlátari atvinnu- og lífskjör fyrir almenning. Þegar í inngangi að hinni evrópsku stoð félagslegra réttinda, þ.e.a.s. í þeim tilmælum sem þjóðar- og ríkisstjórnarleiðtogar ásamt Evrópuþinginu og framkvæmdastjórn ESB hafa í hyggju að kynna á leiðtogafundi ESB um félagsleg málefni í Gautaborg, kemur fram að þessi stoð megi ekki „standa í vegi fyrir því að aðildarríkin eða aðilar vinnumarkaðarins setji sér metnaðarfyllri markmið“, að hún „skuli innleidd jafnt á vettvangi sambandsins og aðildarríkjanna eins og hvert þeirra telur rétt að gera“ og „í samræmi við nálægðarregluna og meðalhófsregluna“. Þessar lýsingar tryggja hvoru tveggja; norræna líkanið og sjálfsákvörðunarrétt einstakra ríkja. Atvinnurekendur þurfa að átta sig á því að félagslega stoðin er fyrst og fremst pólitískt skjal, þar sem stofnanir ESB og aðildarríki þess skilgreina sameiginleg félagsleg markmið, án þess að tilgreina hvaða leiðir einstök ríki skuli fara til að ná þeim. Félagslega stoðin er ekki lagalega bindandi, henni er fyrst og fremst ætlað að virka leiðbeinandi fyrir aðildarríkin þegar þau móta eigin stefnu í vinnumarkaðs- og félagsmálum.Mikilvæg pólitísk skilaboð Stoðin felur ekki í sér valdaframsal frá aðildarríkjunum til ESB, heldur fer um heimildina til að setja lög á vettvangi Evrópusambandsins um málefni vinnumarkaðarins eftir sáttmálum ESB eins og hingað til og í samræmi við nálægðarregluna. Aðildarríkin bera áfram höfuðábyrgð á félags- og vinnumarkaðsstefnunni, en sáttmálar ESB gefa sambandinu aðeins takmarkaða möguleika til lagasetningar, t.d. með lágmarksreglum í tilskipunum. Sú staðhæfing að félagslega stoðin hafi nú þegar leitt af sér lagasetningu á sviði vinnulöggjafar er því röng. Fyrirhuguð endurskoðun framkvæmdastjórnar ESB á upplýsingatilskipuninni, sem atvinnurekendur vísa til, á lagastoð í sáttmálum ESB og ekki í hinni félagslegu stoð. Þetta er endurskoðun á gildandi tilskipun frá 1991, en enn er ekki vitað hvernig tillaga framkvæmdastjórnar verður þar sem hún hefur ekki enn verið gefin út. Við gerum ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin leggi ekki neitt það til sem grafi undan norræna líkaninu, þar sem sáttmálar ESB tryggja að tekið sé tillit til margbreytileika þeirra kerfa sem einstök ríki hafa byggt upp, þar á meðal hlutverk aðila vinnumarkaðarins. Hin félagslega stoð sendir mikilvæg pólitísk skilaboð, sem sé að Evrópusambandið þurfi betra jafnvægi á milli efnahagslegs frelsis og félagslegra réttinda. Á krepputímanum einblíndi ESB alltof einhliða á aðhald og niðurskurð. Atvinnu- og lífskjör borgara í ríkjum Evrópusambandsins voru látin sitja á hakanum. Sú ákvörðun að boða til leiðtogafundar um félagsleg réttindi í Gautaborg sýnir að það er skilningur á því að góð kjör, samstarf aðila vinnumarkaðarins og félagsleg réttindi eru lykillinn að sjálfbærum og auknum vexti og atvinnuþátttöku, samkeppnishæfni og auknu trausti á samstarfi innan Evrópusambandsins. Undirritun samkomulags um hina evrópsku stoð fyrir félagsleg réttindi er skref í rétta átt. Norrænir atvinnurekendur ættu einnig að skrifa undir það. Höfundar eru formenn heildarsamtaka launafólks á Norðurlöndunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Talsmenn atvinnurekenda í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð halda því fram í greinaskrifum sínum að hinar félagslegu stoðir Evrópusambandsins, ESB, grafi undan sjálfsákvörðunarrétti þjóða og sömuleiðis norræna líkaninu. Við, talsmenn norrænu verkalýðshreyfingarinnar, getum staðfest að atvinnurekendur hafa á röngu að standa, ellegar að þeir kjósa, í besta falli, að misskilja vísvitandi hinar félagslegu stoðir. Við teljum að hin félagslega stoð ESB sendi skýr og mikilvæg skilaboð um að ESB setji nú í forgang réttlátari atvinnu- og lífskjör fyrir almenning. Þegar í inngangi að hinni evrópsku stoð félagslegra réttinda, þ.e.a.s. í þeim tilmælum sem þjóðar- og ríkisstjórnarleiðtogar ásamt Evrópuþinginu og framkvæmdastjórn ESB hafa í hyggju að kynna á leiðtogafundi ESB um félagsleg málefni í Gautaborg, kemur fram að þessi stoð megi ekki „standa í vegi fyrir því að aðildarríkin eða aðilar vinnumarkaðarins setji sér metnaðarfyllri markmið“, að hún „skuli innleidd jafnt á vettvangi sambandsins og aðildarríkjanna eins og hvert þeirra telur rétt að gera“ og „í samræmi við nálægðarregluna og meðalhófsregluna“. Þessar lýsingar tryggja hvoru tveggja; norræna líkanið og sjálfsákvörðunarrétt einstakra ríkja. Atvinnurekendur þurfa að átta sig á því að félagslega stoðin er fyrst og fremst pólitískt skjal, þar sem stofnanir ESB og aðildarríki þess skilgreina sameiginleg félagsleg markmið, án þess að tilgreina hvaða leiðir einstök ríki skuli fara til að ná þeim. Félagslega stoðin er ekki lagalega bindandi, henni er fyrst og fremst ætlað að virka leiðbeinandi fyrir aðildarríkin þegar þau móta eigin stefnu í vinnumarkaðs- og félagsmálum.Mikilvæg pólitísk skilaboð Stoðin felur ekki í sér valdaframsal frá aðildarríkjunum til ESB, heldur fer um heimildina til að setja lög á vettvangi Evrópusambandsins um málefni vinnumarkaðarins eftir sáttmálum ESB eins og hingað til og í samræmi við nálægðarregluna. Aðildarríkin bera áfram höfuðábyrgð á félags- og vinnumarkaðsstefnunni, en sáttmálar ESB gefa sambandinu aðeins takmarkaða möguleika til lagasetningar, t.d. með lágmarksreglum í tilskipunum. Sú staðhæfing að félagslega stoðin hafi nú þegar leitt af sér lagasetningu á sviði vinnulöggjafar er því röng. Fyrirhuguð endurskoðun framkvæmdastjórnar ESB á upplýsingatilskipuninni, sem atvinnurekendur vísa til, á lagastoð í sáttmálum ESB og ekki í hinni félagslegu stoð. Þetta er endurskoðun á gildandi tilskipun frá 1991, en enn er ekki vitað hvernig tillaga framkvæmdastjórnar verður þar sem hún hefur ekki enn verið gefin út. Við gerum ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin leggi ekki neitt það til sem grafi undan norræna líkaninu, þar sem sáttmálar ESB tryggja að tekið sé tillit til margbreytileika þeirra kerfa sem einstök ríki hafa byggt upp, þar á meðal hlutverk aðila vinnumarkaðarins. Hin félagslega stoð sendir mikilvæg pólitísk skilaboð, sem sé að Evrópusambandið þurfi betra jafnvægi á milli efnahagslegs frelsis og félagslegra réttinda. Á krepputímanum einblíndi ESB alltof einhliða á aðhald og niðurskurð. Atvinnu- og lífskjör borgara í ríkjum Evrópusambandsins voru látin sitja á hakanum. Sú ákvörðun að boða til leiðtogafundar um félagsleg réttindi í Gautaborg sýnir að það er skilningur á því að góð kjör, samstarf aðila vinnumarkaðarins og félagsleg réttindi eru lykillinn að sjálfbærum og auknum vexti og atvinnuþátttöku, samkeppnishæfni og auknu trausti á samstarfi innan Evrópusambandsins. Undirritun samkomulags um hina evrópsku stoð fyrir félagsleg réttindi er skref í rétta átt. Norrænir atvinnurekendur ættu einnig að skrifa undir það. Höfundar eru formenn heildarsamtaka launafólks á Norðurlöndunum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar