Gula spjaldið á lofti Jón Helgi Björnsson skrifar 27. júní 2017 07:00 Það er fagnaðarefni fyrir alla unnendur íslenskrar náttúru að Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur nú fellt úr gildi starfsleyfi Umhverfisstofnunar fyrir eldi regnboga í Ísafjarðardjúpi. Fyrir liggja áform um að breyta starfsleyfinu til eldis á regnboga í laxeldi. Ekki verður séð að haldið verði áfram með áform um sjókvíaeldi í innanverðu Ísafjarðardjúpi eftir úrskurð nefndarinnar. Þá er það ekki rétt hjá forsvarsmönnum eldisiðnaðarins að einungis sé um gagnrýni á vinnubrögð og verkferla að ræða. Úrskurðurinn fjallar einnig um mikilvæg efnisatriði en svona hljóðar hann varðandi fjarlægðarmörk eldisins frá ánum í Djúpinu. „Loks athugist að veiðitala er skilgreind sem tala veiddra fiska skv. 58. tl. 3. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði. Skilgreining á því að veiddum fiski sé sleppt eða áhrif þess á veiðitölur koma ekki fram í þeim lögum, en eðli máls samkvæmt telst sá fiskur veiddur sem sleppt er. Í viðbrögðum Umhverfisstofnunar við athugasemd vegna fjarlægðar fyrirhugaðs eldis frá ósum laxveiðiáa kemur fram að samkvæmt nánar tilgreindum heimildum sé samanlögð veiði tveggja tilgreindra laxveiðiáa 503 fiskar að meðaltali síðastliðin 10 ár. Þar sem veiðimenn sleppi a.m.k. 0-160 fiskum á ári í hvorri á fyrir sig sé meðalfjöldinn hins vegar undir 500 fiskum síðastliðin 10 ár. Verður ekki séð að þessi staðhæfing sé rökrétt miðað við gefnar forsendur. Eins og hér háttar er það álit úrskurðarnefndarinnar, að gættum þeim markmiðum laga nr. 71/2008 um fiskeldi að vernda beri villta nytjastofna, og að í því sambandi skuli m.a. gæta fjarlægðar eldisstöðva frá veiðiám, að miða skuli við samtölu veiddra laxa úr þeim ám sem sameiginlegan ós hafa fremur en tölu veiddra laxa úr hverri á fyrir sig.“Nýtt starfsleyfi ómögulegt Það er því ómögulegt að nýtt starfsleyfi geti tekið gildi að fengnum þessum úrskurði. Hér þurfa því leyfisveitendur að staldra við og átta sig á því að ákvæði laganna eru sett til verndar villtum stofnum fyrir áhrifum eldis sem þessa, og úrskurðurinn skýr skilaboð um að engan afslátt má veita með staðhæfingum sem afbaka orðalag laga eða reglugerða. Það vakti furðu Landssambands veiðifélaga að Umhverfisstofnun skyldi færa niður fjölda veiddra laxa vegna þess að hluta veiðinnar var sleppt aftur, þegar gefið var út starfsleyfi fyrir starfseminni. Landssambandið undraðist það að Umhverfisstofnun tók ekki málstað umhverfisins og veitti þessum viðkvæmu laxastofnum í Djúpinu þá vernd sem löggjafinn mælir fyrir um. En í stefnu Umhverfisstofnunar stendur: „Við verndum lífríki og jarðminjar fyrir komandi kynslóðir.“ Túlkun stofnunarinnar á hvað telst veiði er tæplega samrýmanleg stefnu hennar. Þessa túlkun kærði Landssamband veiðifélaga og er alfarið tekið undir kæruna í úrskurði Úrskurðarnefndarinnar. En hvers vegna fór Umhverfisstofnun þá fram með þessa túlkun? Það kemur fram í tilkynningu stofnunarinnar en þar segir: „Ljóst er að ábending úrskurðarnefndarinnar varðandi hvaða regla gildi um fjarlægðarmörk byggir á veiðihagsmunum fremur en lífrænu álagi. Umhverfisstofnun leitaði leiðbeininga Matvælastofnunar þegar tekin var afstaða til þessa atriðis til að gæta samræmis við lög um fiskeldi.“ Þarna sannast enn að sjaldan bregst Matvælastofnun þegar ganga þarf erinda fiskeldisins. Með úrskurði Úrskurðarnefndarinnar er þessari fráleitu túlkun snúið við og náttúran látin njóta vafans. Úrskurðarnefndin hefur í það minnsta sýnt leyfisveitendum gula spjaldið. Höfundur er formaður Landssambands veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni fyrir alla unnendur íslenskrar náttúru að Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur nú fellt úr gildi starfsleyfi Umhverfisstofnunar fyrir eldi regnboga í Ísafjarðardjúpi. Fyrir liggja áform um að breyta starfsleyfinu til eldis á regnboga í laxeldi. Ekki verður séð að haldið verði áfram með áform um sjókvíaeldi í innanverðu Ísafjarðardjúpi eftir úrskurð nefndarinnar. Þá er það ekki rétt hjá forsvarsmönnum eldisiðnaðarins að einungis sé um gagnrýni á vinnubrögð og verkferla að ræða. Úrskurðurinn fjallar einnig um mikilvæg efnisatriði en svona hljóðar hann varðandi fjarlægðarmörk eldisins frá ánum í Djúpinu. „Loks athugist að veiðitala er skilgreind sem tala veiddra fiska skv. 58. tl. 3. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði. Skilgreining á því að veiddum fiski sé sleppt eða áhrif þess á veiðitölur koma ekki fram í þeim lögum, en eðli máls samkvæmt telst sá fiskur veiddur sem sleppt er. Í viðbrögðum Umhverfisstofnunar við athugasemd vegna fjarlægðar fyrirhugaðs eldis frá ósum laxveiðiáa kemur fram að samkvæmt nánar tilgreindum heimildum sé samanlögð veiði tveggja tilgreindra laxveiðiáa 503 fiskar að meðaltali síðastliðin 10 ár. Þar sem veiðimenn sleppi a.m.k. 0-160 fiskum á ári í hvorri á fyrir sig sé meðalfjöldinn hins vegar undir 500 fiskum síðastliðin 10 ár. Verður ekki séð að þessi staðhæfing sé rökrétt miðað við gefnar forsendur. Eins og hér háttar er það álit úrskurðarnefndarinnar, að gættum þeim markmiðum laga nr. 71/2008 um fiskeldi að vernda beri villta nytjastofna, og að í því sambandi skuli m.a. gæta fjarlægðar eldisstöðva frá veiðiám, að miða skuli við samtölu veiddra laxa úr þeim ám sem sameiginlegan ós hafa fremur en tölu veiddra laxa úr hverri á fyrir sig.“Nýtt starfsleyfi ómögulegt Það er því ómögulegt að nýtt starfsleyfi geti tekið gildi að fengnum þessum úrskurði. Hér þurfa því leyfisveitendur að staldra við og átta sig á því að ákvæði laganna eru sett til verndar villtum stofnum fyrir áhrifum eldis sem þessa, og úrskurðurinn skýr skilaboð um að engan afslátt má veita með staðhæfingum sem afbaka orðalag laga eða reglugerða. Það vakti furðu Landssambands veiðifélaga að Umhverfisstofnun skyldi færa niður fjölda veiddra laxa vegna þess að hluta veiðinnar var sleppt aftur, þegar gefið var út starfsleyfi fyrir starfseminni. Landssambandið undraðist það að Umhverfisstofnun tók ekki málstað umhverfisins og veitti þessum viðkvæmu laxastofnum í Djúpinu þá vernd sem löggjafinn mælir fyrir um. En í stefnu Umhverfisstofnunar stendur: „Við verndum lífríki og jarðminjar fyrir komandi kynslóðir.“ Túlkun stofnunarinnar á hvað telst veiði er tæplega samrýmanleg stefnu hennar. Þessa túlkun kærði Landssamband veiðifélaga og er alfarið tekið undir kæruna í úrskurði Úrskurðarnefndarinnar. En hvers vegna fór Umhverfisstofnun þá fram með þessa túlkun? Það kemur fram í tilkynningu stofnunarinnar en þar segir: „Ljóst er að ábending úrskurðarnefndarinnar varðandi hvaða regla gildi um fjarlægðarmörk byggir á veiðihagsmunum fremur en lífrænu álagi. Umhverfisstofnun leitaði leiðbeininga Matvælastofnunar þegar tekin var afstaða til þessa atriðis til að gæta samræmis við lög um fiskeldi.“ Þarna sannast enn að sjaldan bregst Matvælastofnun þegar ganga þarf erinda fiskeldisins. Með úrskurði Úrskurðarnefndarinnar er þessari fráleitu túlkun snúið við og náttúran látin njóta vafans. Úrskurðarnefndin hefur í það minnsta sýnt leyfisveitendum gula spjaldið. Höfundur er formaður Landssambands veiðifélaga.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun