Stöðvum stafrænt ofbeldi! Ásta Jóhannsdóttir skrifar 26. nóvember 2017 09:00 Stafrænt ofbeldi og stafrænt kynferðislegt ofbeldi er sívaxandi vandamál sem í miklum mæli beinist gegn konum og er bein ógn við lýðræðisþátttöku kvenna. Stafrænt ofbeldi er ný birtingarmynd á gamalkunnu ofbeldi, á nýjum vettvangi. Stafrænt ofbeldi fer fram á netinu og er t.d. áreitni eða ofsóknir, auðkennisþjófnaður eða fjárkúgun og óleyfileg dreifing á persónulegum gögnum svo sem ljósmyndum og myndböndum án samþykkis. Kvenréttindafélag Íslands stóð í ár að samnorrænni rannsókn á stafrænu ofbeldi, þá sér í lagi reynslu þolenda af því að leita réttlætis. Í rannsókninni voru tekin viðtöl við þolendur, lögreglu og lögfræðinga sem hafa reynslu af því að vinna með þolendum stafræns ofbeldis. Erfiðlega gekk að finna konur til að taka þátt í rannsókninni, ekki vegna þess að konur hefðu ekki reynslu af ofbeldi -- fjölmargar búa að þeirri reynslu -- heldur vegna þess að fæstar höfðu reynt að leita réttlætis í kjölfar ofbeldisins. Þær höfðu vantrú á réttarkerfinu og töldu til lítils að leita hjálpar eða kæra. Fæstir þátttakendur í rannsókninni upplifðu að réttlæti hefði verið náð í þeirra málum. Þær töldu lögregluna ekki hlusta nægilega vel, að hún væri stundum óviss um hvernig ætti að takast á við stafrænt ofbeldi. Rannsóknin leiddi þó einnig í ljós að lögreglan gerir sér grein fyrir því að ekki sé nægilega vel staðið að málaflokkinum og vill vinna að úrbótum, en til þess vanti aukið fjármagn og skýra löggjöf. Ekkert Norðurlandanna hefur sett löggjöf gegn stafrænu ofbeldi. Þingmenn sem taka sæti á nýju Alþingi þurfa að leggja áherslu á að ýta í gegn löggjöf gegn stafrænu ofbeldi og stafrænu kynferðisofbeldi. Slík löggjöf er nauðsynleg til að aðstoða lögreglu og löggjafavald til þess að takast á við þessi mál af meiri festu en nú er gert. En skýr löggjöf er aðeins eitt skref af mörgum sem þarf að taka til að breyta málunum. Við þurfum að tryggja að þolendur stafræns ofbeldis séu teknir alvarlega og glæpirnir rannsakaðir. Við þurfum að breyta verklagsreglum og viðhorfum innan lögreglunnar. Við þurfum að tryggja fjármögnun til að berjast gegn stafrænu ofbeldi, bæði til yfirvalda og til samtaka sem veita þolendum aðstoð, lagalega sem og sálfræðilega. Og við þurfum að fræða almenning, sérstaklega ungt fólk, um alvarleika stafræns ofbeldis og áhrif þess. Hægt er að lesa rannsóknina á vefsíðu Kvenréttindafélagsins, https://kvenrettindafelag.is/stafraentofbeldi.Höfundur er félagsfræðingur og félagskona í Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Stafrænt ofbeldi og stafrænt kynferðislegt ofbeldi er sívaxandi vandamál sem í miklum mæli beinist gegn konum og er bein ógn við lýðræðisþátttöku kvenna. Stafrænt ofbeldi er ný birtingarmynd á gamalkunnu ofbeldi, á nýjum vettvangi. Stafrænt ofbeldi fer fram á netinu og er t.d. áreitni eða ofsóknir, auðkennisþjófnaður eða fjárkúgun og óleyfileg dreifing á persónulegum gögnum svo sem ljósmyndum og myndböndum án samþykkis. Kvenréttindafélag Íslands stóð í ár að samnorrænni rannsókn á stafrænu ofbeldi, þá sér í lagi reynslu þolenda af því að leita réttlætis. Í rannsókninni voru tekin viðtöl við þolendur, lögreglu og lögfræðinga sem hafa reynslu af því að vinna með þolendum stafræns ofbeldis. Erfiðlega gekk að finna konur til að taka þátt í rannsókninni, ekki vegna þess að konur hefðu ekki reynslu af ofbeldi -- fjölmargar búa að þeirri reynslu -- heldur vegna þess að fæstar höfðu reynt að leita réttlætis í kjölfar ofbeldisins. Þær höfðu vantrú á réttarkerfinu og töldu til lítils að leita hjálpar eða kæra. Fæstir þátttakendur í rannsókninni upplifðu að réttlæti hefði verið náð í þeirra málum. Þær töldu lögregluna ekki hlusta nægilega vel, að hún væri stundum óviss um hvernig ætti að takast á við stafrænt ofbeldi. Rannsóknin leiddi þó einnig í ljós að lögreglan gerir sér grein fyrir því að ekki sé nægilega vel staðið að málaflokkinum og vill vinna að úrbótum, en til þess vanti aukið fjármagn og skýra löggjöf. Ekkert Norðurlandanna hefur sett löggjöf gegn stafrænu ofbeldi. Þingmenn sem taka sæti á nýju Alþingi þurfa að leggja áherslu á að ýta í gegn löggjöf gegn stafrænu ofbeldi og stafrænu kynferðisofbeldi. Slík löggjöf er nauðsynleg til að aðstoða lögreglu og löggjafavald til þess að takast á við þessi mál af meiri festu en nú er gert. En skýr löggjöf er aðeins eitt skref af mörgum sem þarf að taka til að breyta málunum. Við þurfum að tryggja að þolendur stafræns ofbeldis séu teknir alvarlega og glæpirnir rannsakaðir. Við þurfum að breyta verklagsreglum og viðhorfum innan lögreglunnar. Við þurfum að tryggja fjármögnun til að berjast gegn stafrænu ofbeldi, bæði til yfirvalda og til samtaka sem veita þolendum aðstoð, lagalega sem og sálfræðilega. Og við þurfum að fræða almenning, sérstaklega ungt fólk, um alvarleika stafræns ofbeldis og áhrif þess. Hægt er að lesa rannsóknina á vefsíðu Kvenréttindafélagsins, https://kvenrettindafelag.is/stafraentofbeldi.Höfundur er félagsfræðingur og félagskona í Kvenréttindafélagi Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar