Samanburður á eplum og ljósaperum Kristján Þ. Davíðsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Ingólfur Ásgeirsson, flugstjóri og leigutaki Kjararár, flýgur lágt í áróðrinum gegn fiskeldi í Fréttablaðinu 14. nóvember. Þar ber hann að jöfnu ómengaðan dýrasaur og mannaskít, sem inniheldur flóru mengunar af mannavöldum. Hagsmunagæslan freistast til að grípa á lofti saurumræðu blaðamanns sem féll í sömu gildru, skrifandi um „óhreinsað skólp“. Eldisfiskur étur fóður búið til úr fiskimjöli, lýsi og næringarefnum úr jurtaríkinu, svo vandlega gæðatryggt að eldislax inniheldur minni mengunarefni en villtur lax, sem er á beit í mismengaðri náttúrunni. Til gamans þeim sem hafa ástríðu fyrir talnaleikfimi á borð við þá sem birst hefur um fiskasaur á síðum Fréttablaðsins undanfarið, má nefna að sauðkind skítur um 1,5 tonnum saurs árlega. Bara í náttúru Húnavatnssýslna berast rúmlega 100.000 tonn árlega af kindasaur, 15 - 20 tonn á ferkílómetra. Ætla mætti að svæðið væri nánast á kafi í skít? Hugsandi fólk sér að þetta er merkingarlítil talnaleikfimi. Í besta falli er verið að bera saman epli og ljósaperur. Sama gildir um samanburðurinn á mannaskít og fiskasaur í hafinu umhverfis Ísland. Regn og (laxveiði)ár skola megninu af kindasaurnum til sjávar, þar sem samspil strauma og ljóss leysa hann upp í næringarefni sem auka framleiðsluna í víðáttum hafsins. Það sama gerist með fiskasaurinn. Lífræn og ólífræn efni leysast upp í svo áhrifaríku ferli að það er meira að segja talið óhætt að synda við strendur margra milljónaborga heimsins. Fiskeldi er umhverfisvænsta matvælaframleiðslan. Stjórnvöld þeirra landa sem geta framleitt eldisfisk hvetja undantekningarlaust til aukningar framleiðslu, enda ekki vanþörf á að nýta bláa akurinn fyrir sívaxandi fjölda jarðarbúa. Hérlendis er í þróun vistvæn atvinnugrein, byggð á bestu tækni og þekkingu, eftir ströngustu kröfum í heimi. Greinin skorast ekki undan rökrænni umræðu um það sem betur má fara, því ætíð má gera betur. Talnaleikfimi telja andstæðingar þeirrar þróunar e.t.v. henta sér best í baráttunni gegn uppbyggingunni, en fáfræði sem enga skoðun stenst, dæmir sig sjálf. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Ingólfur Ásgeirsson, flugstjóri og leigutaki Kjararár, flýgur lágt í áróðrinum gegn fiskeldi í Fréttablaðinu 14. nóvember. Þar ber hann að jöfnu ómengaðan dýrasaur og mannaskít, sem inniheldur flóru mengunar af mannavöldum. Hagsmunagæslan freistast til að grípa á lofti saurumræðu blaðamanns sem féll í sömu gildru, skrifandi um „óhreinsað skólp“. Eldisfiskur étur fóður búið til úr fiskimjöli, lýsi og næringarefnum úr jurtaríkinu, svo vandlega gæðatryggt að eldislax inniheldur minni mengunarefni en villtur lax, sem er á beit í mismengaðri náttúrunni. Til gamans þeim sem hafa ástríðu fyrir talnaleikfimi á borð við þá sem birst hefur um fiskasaur á síðum Fréttablaðsins undanfarið, má nefna að sauðkind skítur um 1,5 tonnum saurs árlega. Bara í náttúru Húnavatnssýslna berast rúmlega 100.000 tonn árlega af kindasaur, 15 - 20 tonn á ferkílómetra. Ætla mætti að svæðið væri nánast á kafi í skít? Hugsandi fólk sér að þetta er merkingarlítil talnaleikfimi. Í besta falli er verið að bera saman epli og ljósaperur. Sama gildir um samanburðurinn á mannaskít og fiskasaur í hafinu umhverfis Ísland. Regn og (laxveiði)ár skola megninu af kindasaurnum til sjávar, þar sem samspil strauma og ljóss leysa hann upp í næringarefni sem auka framleiðsluna í víðáttum hafsins. Það sama gerist með fiskasaurinn. Lífræn og ólífræn efni leysast upp í svo áhrifaríku ferli að það er meira að segja talið óhætt að synda við strendur margra milljónaborga heimsins. Fiskeldi er umhverfisvænsta matvælaframleiðslan. Stjórnvöld þeirra landa sem geta framleitt eldisfisk hvetja undantekningarlaust til aukningar framleiðslu, enda ekki vanþörf á að nýta bláa akurinn fyrir sívaxandi fjölda jarðarbúa. Hérlendis er í þróun vistvæn atvinnugrein, byggð á bestu tækni og þekkingu, eftir ströngustu kröfum í heimi. Greinin skorast ekki undan rökrænni umræðu um það sem betur má fara, því ætíð má gera betur. Talnaleikfimi telja andstæðingar þeirrar þróunar e.t.v. henta sér best í baráttunni gegn uppbyggingunni, en fáfræði sem enga skoðun stenst, dæmir sig sjálf. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar