Þunglyndi – Tölum saman! Hrund Þrándardóttir og Hafrún Kristjánsdóttir skrifar 8. apríl 2017 10:32 Alþjóðlegi heilbrigðisdagurinn bar upp í gær og var helgaður þunglyndi, en það er í fyrsta sinn sem Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) gefur geðheilbrigði þennan sess. Sú ákvörðun WHO tengist vitundarvakningu sem hleypt var af stokkunum á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum 10. október 2016, vitundarvakningu sem kallast Þunglyndi: Tölum saman. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að þekking, umræða og skilningur á þunglyndi sé til staðar til að auka líkurnar á því að fólk ræði sína líðan, hvort sem það er við fjölskyldumeðlim, vin, samstarfsfélaga, á samfélagsmiðlum eða við fagaðila. Að tala um þunglyndi er forsenda þess að bati náist. Markmið vitundarvakningarinnar er að auka umræðuna innan hópa, stofnana, í þjóðfélaginu, fréttum, á samfélagsmiðlum osfrv. Aukin umræða dregur úr fordómum og eykur líkur á að fólk geti rætt depurð og þunglyndi sem aftur eykur líkurnar á því að fólk leiti sér aðstoðar. Vitundarvakningin á við um alla en þó er sérstakri athygli beint að unglingum og ungmennum, konum á barneignaraldri og öldruðum. Þunglyndi er algengur sjúkdómur sem má ætla að einn af hverjum sex þurfi að glíma við einhvertímann á sinni lífsleið. Þunglyndi hefur víðtæk áhrif á þann sem þjáist, fjölskyldu hans og samfélagið í heild. Þunglyndi veldur vanlíðan, skerðir lífsgæði og minnkar getu einstaklinga til að stunda vinnu, fjölskyldulíf og áhugamál. Meðal annars vegna þessa hefur þunglyndi víðtæk áhrif á samfélög en gera má ráð fyrir að þunglyndi kosti íslenskt samfélag í það minnsta 14 milljarða á ári hverju. Þrátt fyrir þær byrðar sem þunglyndi leggur á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið fær aðeins lítill hluti þeirra sem þjást bestu mögulegu meðferðina við því. Mikilvægt er að aðgengi að þeim meðferðum sem virka best í baráttunni við þunglyndi sé gott og helst framúrskarandi. Einnig er mikilvægt að umræðan um þunglyndi sé opin og þekking almennings á þessum sjúkdómi og meðferðum við honum sé sem allra mest. Sálfræðingafélag Íslands tekur þátt í vitundarvakningunni. Í síðustu viku bauð félagið almenningi á fræðslufyrirlestur um þunglyndi barna, ungmenna og fullorðinna og mætti um 300 manns. Nýlega opnaði félagið síðuna www.gedheilsa.is sem heldur utan um verkefni félagsins „Gættu að geðheilsunni“. Markmið með verkefninu er margþætt en meðal annars að vekja athygli almennings og stjórnvalda á mikilvægi góðrar geðheilsu fyrir vellíðan og velgengni fólks og að vekja athygli á sambandi geðheilsu og líkamlegrar heilsu. Á síðunni er að finna fræðslu um ýmislegt sem snertir geðheilsu, hvernig hægt er að fyrirbyggja, meðhöndla og fá meðferð við geðrænum vanda. Meðal annarra pistla má þar finna pistil um þunglyndi. Aukin þekking eykur vitund almennings, veitir bjargráð og dregur úr fordómum. Umræða um geðrænan vanda og geðraskanir er miklu opnari en áður, höldum áfram á þeirri braut: Tölum saman.Ýmsar upplýsingar um vitundarvakninguna og fræðslu um þunglyndi má finna á síðu WHOwww.who.int. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi heilbrigðisdagurinn bar upp í gær og var helgaður þunglyndi, en það er í fyrsta sinn sem Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) gefur geðheilbrigði þennan sess. Sú ákvörðun WHO tengist vitundarvakningu sem hleypt var af stokkunum á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum 10. október 2016, vitundarvakningu sem kallast Þunglyndi: Tölum saman. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að þekking, umræða og skilningur á þunglyndi sé til staðar til að auka líkurnar á því að fólk ræði sína líðan, hvort sem það er við fjölskyldumeðlim, vin, samstarfsfélaga, á samfélagsmiðlum eða við fagaðila. Að tala um þunglyndi er forsenda þess að bati náist. Markmið vitundarvakningarinnar er að auka umræðuna innan hópa, stofnana, í þjóðfélaginu, fréttum, á samfélagsmiðlum osfrv. Aukin umræða dregur úr fordómum og eykur líkur á að fólk geti rætt depurð og þunglyndi sem aftur eykur líkurnar á því að fólk leiti sér aðstoðar. Vitundarvakningin á við um alla en þó er sérstakri athygli beint að unglingum og ungmennum, konum á barneignaraldri og öldruðum. Þunglyndi er algengur sjúkdómur sem má ætla að einn af hverjum sex þurfi að glíma við einhvertímann á sinni lífsleið. Þunglyndi hefur víðtæk áhrif á þann sem þjáist, fjölskyldu hans og samfélagið í heild. Þunglyndi veldur vanlíðan, skerðir lífsgæði og minnkar getu einstaklinga til að stunda vinnu, fjölskyldulíf og áhugamál. Meðal annars vegna þessa hefur þunglyndi víðtæk áhrif á samfélög en gera má ráð fyrir að þunglyndi kosti íslenskt samfélag í það minnsta 14 milljarða á ári hverju. Þrátt fyrir þær byrðar sem þunglyndi leggur á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið fær aðeins lítill hluti þeirra sem þjást bestu mögulegu meðferðina við því. Mikilvægt er að aðgengi að þeim meðferðum sem virka best í baráttunni við þunglyndi sé gott og helst framúrskarandi. Einnig er mikilvægt að umræðan um þunglyndi sé opin og þekking almennings á þessum sjúkdómi og meðferðum við honum sé sem allra mest. Sálfræðingafélag Íslands tekur þátt í vitundarvakningunni. Í síðustu viku bauð félagið almenningi á fræðslufyrirlestur um þunglyndi barna, ungmenna og fullorðinna og mætti um 300 manns. Nýlega opnaði félagið síðuna www.gedheilsa.is sem heldur utan um verkefni félagsins „Gættu að geðheilsunni“. Markmið með verkefninu er margþætt en meðal annars að vekja athygli almennings og stjórnvalda á mikilvægi góðrar geðheilsu fyrir vellíðan og velgengni fólks og að vekja athygli á sambandi geðheilsu og líkamlegrar heilsu. Á síðunni er að finna fræðslu um ýmislegt sem snertir geðheilsu, hvernig hægt er að fyrirbyggja, meðhöndla og fá meðferð við geðrænum vanda. Meðal annarra pistla má þar finna pistil um þunglyndi. Aukin þekking eykur vitund almennings, veitir bjargráð og dregur úr fordómum. Umræða um geðrænan vanda og geðraskanir er miklu opnari en áður, höldum áfram á þeirri braut: Tölum saman.Ýmsar upplýsingar um vitundarvakninguna og fræðslu um þunglyndi má finna á síðu WHOwww.who.int.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun