Þunglyndi – Tölum saman! Hrund Þrándardóttir og Hafrún Kristjánsdóttir skrifar 8. apríl 2017 10:32 Alþjóðlegi heilbrigðisdagurinn bar upp í gær og var helgaður þunglyndi, en það er í fyrsta sinn sem Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) gefur geðheilbrigði þennan sess. Sú ákvörðun WHO tengist vitundarvakningu sem hleypt var af stokkunum á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum 10. október 2016, vitundarvakningu sem kallast Þunglyndi: Tölum saman. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að þekking, umræða og skilningur á þunglyndi sé til staðar til að auka líkurnar á því að fólk ræði sína líðan, hvort sem það er við fjölskyldumeðlim, vin, samstarfsfélaga, á samfélagsmiðlum eða við fagaðila. Að tala um þunglyndi er forsenda þess að bati náist. Markmið vitundarvakningarinnar er að auka umræðuna innan hópa, stofnana, í þjóðfélaginu, fréttum, á samfélagsmiðlum osfrv. Aukin umræða dregur úr fordómum og eykur líkur á að fólk geti rætt depurð og þunglyndi sem aftur eykur líkurnar á því að fólk leiti sér aðstoðar. Vitundarvakningin á við um alla en þó er sérstakri athygli beint að unglingum og ungmennum, konum á barneignaraldri og öldruðum. Þunglyndi er algengur sjúkdómur sem má ætla að einn af hverjum sex þurfi að glíma við einhvertímann á sinni lífsleið. Þunglyndi hefur víðtæk áhrif á þann sem þjáist, fjölskyldu hans og samfélagið í heild. Þunglyndi veldur vanlíðan, skerðir lífsgæði og minnkar getu einstaklinga til að stunda vinnu, fjölskyldulíf og áhugamál. Meðal annars vegna þessa hefur þunglyndi víðtæk áhrif á samfélög en gera má ráð fyrir að þunglyndi kosti íslenskt samfélag í það minnsta 14 milljarða á ári hverju. Þrátt fyrir þær byrðar sem þunglyndi leggur á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið fær aðeins lítill hluti þeirra sem þjást bestu mögulegu meðferðina við því. Mikilvægt er að aðgengi að þeim meðferðum sem virka best í baráttunni við þunglyndi sé gott og helst framúrskarandi. Einnig er mikilvægt að umræðan um þunglyndi sé opin og þekking almennings á þessum sjúkdómi og meðferðum við honum sé sem allra mest. Sálfræðingafélag Íslands tekur þátt í vitundarvakningunni. Í síðustu viku bauð félagið almenningi á fræðslufyrirlestur um þunglyndi barna, ungmenna og fullorðinna og mætti um 300 manns. Nýlega opnaði félagið síðuna www.gedheilsa.is sem heldur utan um verkefni félagsins „Gættu að geðheilsunni“. Markmið með verkefninu er margþætt en meðal annars að vekja athygli almennings og stjórnvalda á mikilvægi góðrar geðheilsu fyrir vellíðan og velgengni fólks og að vekja athygli á sambandi geðheilsu og líkamlegrar heilsu. Á síðunni er að finna fræðslu um ýmislegt sem snertir geðheilsu, hvernig hægt er að fyrirbyggja, meðhöndla og fá meðferð við geðrænum vanda. Meðal annarra pistla má þar finna pistil um þunglyndi. Aukin þekking eykur vitund almennings, veitir bjargráð og dregur úr fordómum. Umræða um geðrænan vanda og geðraskanir er miklu opnari en áður, höldum áfram á þeirri braut: Tölum saman.Ýmsar upplýsingar um vitundarvakninguna og fræðslu um þunglyndi má finna á síðu WHOwww.who.int. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi heilbrigðisdagurinn bar upp í gær og var helgaður þunglyndi, en það er í fyrsta sinn sem Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) gefur geðheilbrigði þennan sess. Sú ákvörðun WHO tengist vitundarvakningu sem hleypt var af stokkunum á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum 10. október 2016, vitundarvakningu sem kallast Þunglyndi: Tölum saman. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að þekking, umræða og skilningur á þunglyndi sé til staðar til að auka líkurnar á því að fólk ræði sína líðan, hvort sem það er við fjölskyldumeðlim, vin, samstarfsfélaga, á samfélagsmiðlum eða við fagaðila. Að tala um þunglyndi er forsenda þess að bati náist. Markmið vitundarvakningarinnar er að auka umræðuna innan hópa, stofnana, í þjóðfélaginu, fréttum, á samfélagsmiðlum osfrv. Aukin umræða dregur úr fordómum og eykur líkur á að fólk geti rætt depurð og þunglyndi sem aftur eykur líkurnar á því að fólk leiti sér aðstoðar. Vitundarvakningin á við um alla en þó er sérstakri athygli beint að unglingum og ungmennum, konum á barneignaraldri og öldruðum. Þunglyndi er algengur sjúkdómur sem má ætla að einn af hverjum sex þurfi að glíma við einhvertímann á sinni lífsleið. Þunglyndi hefur víðtæk áhrif á þann sem þjáist, fjölskyldu hans og samfélagið í heild. Þunglyndi veldur vanlíðan, skerðir lífsgæði og minnkar getu einstaklinga til að stunda vinnu, fjölskyldulíf og áhugamál. Meðal annars vegna þessa hefur þunglyndi víðtæk áhrif á samfélög en gera má ráð fyrir að þunglyndi kosti íslenskt samfélag í það minnsta 14 milljarða á ári hverju. Þrátt fyrir þær byrðar sem þunglyndi leggur á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið fær aðeins lítill hluti þeirra sem þjást bestu mögulegu meðferðina við því. Mikilvægt er að aðgengi að þeim meðferðum sem virka best í baráttunni við þunglyndi sé gott og helst framúrskarandi. Einnig er mikilvægt að umræðan um þunglyndi sé opin og þekking almennings á þessum sjúkdómi og meðferðum við honum sé sem allra mest. Sálfræðingafélag Íslands tekur þátt í vitundarvakningunni. Í síðustu viku bauð félagið almenningi á fræðslufyrirlestur um þunglyndi barna, ungmenna og fullorðinna og mætti um 300 manns. Nýlega opnaði félagið síðuna www.gedheilsa.is sem heldur utan um verkefni félagsins „Gættu að geðheilsunni“. Markmið með verkefninu er margþætt en meðal annars að vekja athygli almennings og stjórnvalda á mikilvægi góðrar geðheilsu fyrir vellíðan og velgengni fólks og að vekja athygli á sambandi geðheilsu og líkamlegrar heilsu. Á síðunni er að finna fræðslu um ýmislegt sem snertir geðheilsu, hvernig hægt er að fyrirbyggja, meðhöndla og fá meðferð við geðrænum vanda. Meðal annarra pistla má þar finna pistil um þunglyndi. Aukin þekking eykur vitund almennings, veitir bjargráð og dregur úr fordómum. Umræða um geðrænan vanda og geðraskanir er miklu opnari en áður, höldum áfram á þeirri braut: Tölum saman.Ýmsar upplýsingar um vitundarvakninguna og fræðslu um þunglyndi má finna á síðu WHOwww.who.int.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun