Þunglyndi – Tölum saman! Hrund Þrándardóttir og Hafrún Kristjánsdóttir skrifar 8. apríl 2017 10:32 Alþjóðlegi heilbrigðisdagurinn bar upp í gær og var helgaður þunglyndi, en það er í fyrsta sinn sem Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) gefur geðheilbrigði þennan sess. Sú ákvörðun WHO tengist vitundarvakningu sem hleypt var af stokkunum á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum 10. október 2016, vitundarvakningu sem kallast Þunglyndi: Tölum saman. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að þekking, umræða og skilningur á þunglyndi sé til staðar til að auka líkurnar á því að fólk ræði sína líðan, hvort sem það er við fjölskyldumeðlim, vin, samstarfsfélaga, á samfélagsmiðlum eða við fagaðila. Að tala um þunglyndi er forsenda þess að bati náist. Markmið vitundarvakningarinnar er að auka umræðuna innan hópa, stofnana, í þjóðfélaginu, fréttum, á samfélagsmiðlum osfrv. Aukin umræða dregur úr fordómum og eykur líkur á að fólk geti rætt depurð og þunglyndi sem aftur eykur líkurnar á því að fólk leiti sér aðstoðar. Vitundarvakningin á við um alla en þó er sérstakri athygli beint að unglingum og ungmennum, konum á barneignaraldri og öldruðum. Þunglyndi er algengur sjúkdómur sem má ætla að einn af hverjum sex þurfi að glíma við einhvertímann á sinni lífsleið. Þunglyndi hefur víðtæk áhrif á þann sem þjáist, fjölskyldu hans og samfélagið í heild. Þunglyndi veldur vanlíðan, skerðir lífsgæði og minnkar getu einstaklinga til að stunda vinnu, fjölskyldulíf og áhugamál. Meðal annars vegna þessa hefur þunglyndi víðtæk áhrif á samfélög en gera má ráð fyrir að þunglyndi kosti íslenskt samfélag í það minnsta 14 milljarða á ári hverju. Þrátt fyrir þær byrðar sem þunglyndi leggur á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið fær aðeins lítill hluti þeirra sem þjást bestu mögulegu meðferðina við því. Mikilvægt er að aðgengi að þeim meðferðum sem virka best í baráttunni við þunglyndi sé gott og helst framúrskarandi. Einnig er mikilvægt að umræðan um þunglyndi sé opin og þekking almennings á þessum sjúkdómi og meðferðum við honum sé sem allra mest. Sálfræðingafélag Íslands tekur þátt í vitundarvakningunni. Í síðustu viku bauð félagið almenningi á fræðslufyrirlestur um þunglyndi barna, ungmenna og fullorðinna og mætti um 300 manns. Nýlega opnaði félagið síðuna www.gedheilsa.is sem heldur utan um verkefni félagsins „Gættu að geðheilsunni“. Markmið með verkefninu er margþætt en meðal annars að vekja athygli almennings og stjórnvalda á mikilvægi góðrar geðheilsu fyrir vellíðan og velgengni fólks og að vekja athygli á sambandi geðheilsu og líkamlegrar heilsu. Á síðunni er að finna fræðslu um ýmislegt sem snertir geðheilsu, hvernig hægt er að fyrirbyggja, meðhöndla og fá meðferð við geðrænum vanda. Meðal annarra pistla má þar finna pistil um þunglyndi. Aukin þekking eykur vitund almennings, veitir bjargráð og dregur úr fordómum. Umræða um geðrænan vanda og geðraskanir er miklu opnari en áður, höldum áfram á þeirri braut: Tölum saman.Ýmsar upplýsingar um vitundarvakninguna og fræðslu um þunglyndi má finna á síðu WHOwww.who.int. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi heilbrigðisdagurinn bar upp í gær og var helgaður þunglyndi, en það er í fyrsta sinn sem Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) gefur geðheilbrigði þennan sess. Sú ákvörðun WHO tengist vitundarvakningu sem hleypt var af stokkunum á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum 10. október 2016, vitundarvakningu sem kallast Þunglyndi: Tölum saman. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að þekking, umræða og skilningur á þunglyndi sé til staðar til að auka líkurnar á því að fólk ræði sína líðan, hvort sem það er við fjölskyldumeðlim, vin, samstarfsfélaga, á samfélagsmiðlum eða við fagaðila. Að tala um þunglyndi er forsenda þess að bati náist. Markmið vitundarvakningarinnar er að auka umræðuna innan hópa, stofnana, í þjóðfélaginu, fréttum, á samfélagsmiðlum osfrv. Aukin umræða dregur úr fordómum og eykur líkur á að fólk geti rætt depurð og þunglyndi sem aftur eykur líkurnar á því að fólk leiti sér aðstoðar. Vitundarvakningin á við um alla en þó er sérstakri athygli beint að unglingum og ungmennum, konum á barneignaraldri og öldruðum. Þunglyndi er algengur sjúkdómur sem má ætla að einn af hverjum sex þurfi að glíma við einhvertímann á sinni lífsleið. Þunglyndi hefur víðtæk áhrif á þann sem þjáist, fjölskyldu hans og samfélagið í heild. Þunglyndi veldur vanlíðan, skerðir lífsgæði og minnkar getu einstaklinga til að stunda vinnu, fjölskyldulíf og áhugamál. Meðal annars vegna þessa hefur þunglyndi víðtæk áhrif á samfélög en gera má ráð fyrir að þunglyndi kosti íslenskt samfélag í það minnsta 14 milljarða á ári hverju. Þrátt fyrir þær byrðar sem þunglyndi leggur á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið fær aðeins lítill hluti þeirra sem þjást bestu mögulegu meðferðina við því. Mikilvægt er að aðgengi að þeim meðferðum sem virka best í baráttunni við þunglyndi sé gott og helst framúrskarandi. Einnig er mikilvægt að umræðan um þunglyndi sé opin og þekking almennings á þessum sjúkdómi og meðferðum við honum sé sem allra mest. Sálfræðingafélag Íslands tekur þátt í vitundarvakningunni. Í síðustu viku bauð félagið almenningi á fræðslufyrirlestur um þunglyndi barna, ungmenna og fullorðinna og mætti um 300 manns. Nýlega opnaði félagið síðuna www.gedheilsa.is sem heldur utan um verkefni félagsins „Gættu að geðheilsunni“. Markmið með verkefninu er margþætt en meðal annars að vekja athygli almennings og stjórnvalda á mikilvægi góðrar geðheilsu fyrir vellíðan og velgengni fólks og að vekja athygli á sambandi geðheilsu og líkamlegrar heilsu. Á síðunni er að finna fræðslu um ýmislegt sem snertir geðheilsu, hvernig hægt er að fyrirbyggja, meðhöndla og fá meðferð við geðrænum vanda. Meðal annarra pistla má þar finna pistil um þunglyndi. Aukin þekking eykur vitund almennings, veitir bjargráð og dregur úr fordómum. Umræða um geðrænan vanda og geðraskanir er miklu opnari en áður, höldum áfram á þeirri braut: Tölum saman.Ýmsar upplýsingar um vitundarvakninguna og fræðslu um þunglyndi má finna á síðu WHOwww.who.int.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar