Feðrum sem nýta rétt til fæðingarorlofs heldur áfram að fækka Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. apríl 2017 14:05 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Ernir Feðrum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs heldur áfram að fækka, samkvæmt nýjum tölum frá Fæðingarorlofssjóði. Níutíu prósent feðra tóku fæðingarorlof árið 2008, en 74 prósent á síðasta ári. Mæður axla meginábyrgð á ummönnun nýfæddra barna. Ríkisstjórnin ætlar að hækka hámarksgreiðslur fæðingarorlofs upp í 600 þúsund krónur á næstu fimm árum. Frá því hámarksgreiðslur hófu að skerðast hefur hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof lækkað hratt, en árið 2015 nýttu um 80 prósent feðra þennan rétt sitt. Árið 2008 tóku feður að meðaltali 101 dag í fæðingarorlof, en í fyrra voru dagarnir 75. Fimmtíu prósent feðra taka nú styttra orlof en þrjá mánuði, samanborið við 22 prósent árið 2008.Alvarleg þróun Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, vonast til þess að þak á fæðingarorlofsgreiðslur verði orðnar 600 þúsund krónur á mánuði innan fimm ára. „Þetta er auðvitað mjög alvarleg þróun sem veldur vonbrigðum en var kannski hætt við að gæti orðið raunin þegar fæðingarorlofskerfið var skorið svona mikið niður. Ég held hins vegar að það verði að horfa til þessara talna í því samhengi að á síðasta ári voru ennþá óbreyttar fjárhæðir, mjög lágar, en þær hafa verið hækkaðar myndarlega nú þegar, var gert undir lok síðasta árs þegar fæðingarorlofsgreiðslur hækkuðu í 500 þúsund krónur á mánuði að hámarki. Við erum með það á okkar stefnuskrá að hækka þessar greiðslur enn frekar og tryggja að við náum að minnsta kosti 600 þúsund króna markinu hvað hámarksgreiðslurnar varðar. Ég bind vonir við að það hjálpi okkur við að endurreisa kerfið,“ segir Þorsteinn.Mæður axla meginábyrg Mæður axla meginábyrgð á umönnun barna þar til dagvistunarúrræði taka við. Það hefur neikvæð áhrif á atvinnuþátttöku þeirra og getur haft áhrif á starfsþróunarmöguleika og tækifæri. Hluti af vandanum er að engin trygging er fyrir dagvistunarúrræði að loknu fæðingarorlofi hér á landi. „Við erum auðvitað að horfa til þess hvernig getum við náð að tengja saman fæðingarorlof og dagvistunarúrræði sem sveitarfélögin bjóða upp á þannig að þau nái saman í tíma. Þar .arf að horfa til beggja þátta, bæði hvernig hægt er þá að bjóða dagvistun fyrr og aftur að hvaða marki er hægt að lengja fæðingarorlofið,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Feðrum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs heldur áfram að fækka, samkvæmt nýjum tölum frá Fæðingarorlofssjóði. Níutíu prósent feðra tóku fæðingarorlof árið 2008, en 74 prósent á síðasta ári. Mæður axla meginábyrgð á ummönnun nýfæddra barna. Ríkisstjórnin ætlar að hækka hámarksgreiðslur fæðingarorlofs upp í 600 þúsund krónur á næstu fimm árum. Frá því hámarksgreiðslur hófu að skerðast hefur hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof lækkað hratt, en árið 2015 nýttu um 80 prósent feðra þennan rétt sitt. Árið 2008 tóku feður að meðaltali 101 dag í fæðingarorlof, en í fyrra voru dagarnir 75. Fimmtíu prósent feðra taka nú styttra orlof en þrjá mánuði, samanborið við 22 prósent árið 2008.Alvarleg þróun Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, vonast til þess að þak á fæðingarorlofsgreiðslur verði orðnar 600 þúsund krónur á mánuði innan fimm ára. „Þetta er auðvitað mjög alvarleg þróun sem veldur vonbrigðum en var kannski hætt við að gæti orðið raunin þegar fæðingarorlofskerfið var skorið svona mikið niður. Ég held hins vegar að það verði að horfa til þessara talna í því samhengi að á síðasta ári voru ennþá óbreyttar fjárhæðir, mjög lágar, en þær hafa verið hækkaðar myndarlega nú þegar, var gert undir lok síðasta árs þegar fæðingarorlofsgreiðslur hækkuðu í 500 þúsund krónur á mánuði að hámarki. Við erum með það á okkar stefnuskrá að hækka þessar greiðslur enn frekar og tryggja að við náum að minnsta kosti 600 þúsund króna markinu hvað hámarksgreiðslurnar varðar. Ég bind vonir við að það hjálpi okkur við að endurreisa kerfið,“ segir Þorsteinn.Mæður axla meginábyrg Mæður axla meginábyrgð á umönnun barna þar til dagvistunarúrræði taka við. Það hefur neikvæð áhrif á atvinnuþátttöku þeirra og getur haft áhrif á starfsþróunarmöguleika og tækifæri. Hluti af vandanum er að engin trygging er fyrir dagvistunarúrræði að loknu fæðingarorlofi hér á landi. „Við erum auðvitað að horfa til þess hvernig getum við náð að tengja saman fæðingarorlof og dagvistunarúrræði sem sveitarfélögin bjóða upp á þannig að þau nái saman í tíma. Þar .arf að horfa til beggja þátta, bæði hvernig hægt er þá að bjóða dagvistun fyrr og aftur að hvaða marki er hægt að lengja fæðingarorlofið,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira