Innflytjendur fá nýja mynd af lögreglunni: "Fyrir mér var lögregla vald til að kúga almenning.“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2017 20:30 Síðustu tíu mánuði hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átt í samvinnu við hóp innflytjenda til að byggja upp traust. Þar sem íslenskir lögreglumenn endurspegla ekki samfélagið og innflytjendur hafa oft neikvæðar hugmyndir um lögreglu frá heimalandi, með þeim afleiðingum að þeir leita ekki til lögreglu, ákvað lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hitta þrjátíu manna hóp innflytjenda til að byggja traust og læra af samskiptunum - enda hefur lögreglan fengið litla sem enga fræðslu um fjölbreytni samfélagsins. „Það er mjög slæmt ef lögreglan þjónustar ekki alla þegna samfélagsins. Það hafa allir sama réttinn og það þurfa allir að vita og það þurfa allir að upplifa, að þeir fái sömu þjónustuna,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi LRH og stofnandi verkefnisins. Í dag var farið yfir árangur verkefnisins en þessir tíu mánuðir breyttu til að mynd sýn Balema Alou sem er frá Vestur-Afríku. „Ég hafði algjörlega aðra mynd af lögreglu. Fyrir mér var lögregla vald sem er beitt af ríkisstjórn til að kúga almenning. Ég hefði aldrei haft samband við lögreglu nema ég myndi lenda í alvarlegum vandræðum. En núna eftir að hafa haft samskipti við lögregluna á Íslandi, þá hefur það breytt afstöðu minni,“ segir Balema. Samhliða verkefninu sóttu 45 lögreglumenn námskeið um fjölbreytni samfélagsins og jafnframt hafa níu lögreglumenn víðsvegar af landinu verið þjálfaðir til að þjálfa aðra lögreglumenn varðandi hatursglæpi. Á Íslandi eru engir innflytjendur í lögreglunni þótt einhverjir hafi erlendan bakgrunn. „Það eru tveir drengir sem eru upprunalega frá Marokkó sem eru að hugsa um að sækja um lögregluskóla og ég hvet þá áfram. Og alla aðra. Nú er lögregluskólinn kominn á háskólastig og ég hvet alla innflytjendur að sækja um í lögregluna," segir Eyrún. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Síðustu tíu mánuði hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átt í samvinnu við hóp innflytjenda til að byggja upp traust. Þar sem íslenskir lögreglumenn endurspegla ekki samfélagið og innflytjendur hafa oft neikvæðar hugmyndir um lögreglu frá heimalandi, með þeim afleiðingum að þeir leita ekki til lögreglu, ákvað lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hitta þrjátíu manna hóp innflytjenda til að byggja traust og læra af samskiptunum - enda hefur lögreglan fengið litla sem enga fræðslu um fjölbreytni samfélagsins. „Það er mjög slæmt ef lögreglan þjónustar ekki alla þegna samfélagsins. Það hafa allir sama réttinn og það þurfa allir að vita og það þurfa allir að upplifa, að þeir fái sömu þjónustuna,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi LRH og stofnandi verkefnisins. Í dag var farið yfir árangur verkefnisins en þessir tíu mánuðir breyttu til að mynd sýn Balema Alou sem er frá Vestur-Afríku. „Ég hafði algjörlega aðra mynd af lögreglu. Fyrir mér var lögregla vald sem er beitt af ríkisstjórn til að kúga almenning. Ég hefði aldrei haft samband við lögreglu nema ég myndi lenda í alvarlegum vandræðum. En núna eftir að hafa haft samskipti við lögregluna á Íslandi, þá hefur það breytt afstöðu minni,“ segir Balema. Samhliða verkefninu sóttu 45 lögreglumenn námskeið um fjölbreytni samfélagsins og jafnframt hafa níu lögreglumenn víðsvegar af landinu verið þjálfaðir til að þjálfa aðra lögreglumenn varðandi hatursglæpi. Á Íslandi eru engir innflytjendur í lögreglunni þótt einhverjir hafi erlendan bakgrunn. „Það eru tveir drengir sem eru upprunalega frá Marokkó sem eru að hugsa um að sækja um lögregluskóla og ég hvet þá áfram. Og alla aðra. Nú er lögregluskólinn kominn á háskólastig og ég hvet alla innflytjendur að sækja um í lögregluna," segir Eyrún.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira