Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kom í hús á einu höggi undir pari á Bláfjarðarmótinu í Kína sem er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi í nótt.
Ólafía var fjórum höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina en hún spilaði holurnar 18 á 71 höggi í nótt eða einu höggi undir pari og er því í heildina á þremur höggum yfir pari vallarins þegar að einn hringur er eftir.
Hún fékk þrjá fugla og einn skolla á fyrri níu en tvo skolla og einn fugl á seinni níu. Hún var skrambalaus á hringnum sem eru góðar fréttir en á fyrstu tveimur hringjunum fékk hún samtals þrjá skramba.
Ólafía er í efri hlutanum á mótinu í 23.-25. sæti þegar að 18 holur eru eftir.
