Golf

Allt fór í vaskinn hjá Ólafíu á seinni níu holunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjaði vel.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjaði vel. vísir/getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er í 35.-42. sæti á Bláfjarðarmótinu í Kína sem er hluti af LPGA-mótaröðinni eftir annan hringinn sem var spilaður í nótt.

Ólafía kom í hús á pari á fyrsta hring og byrjaði vel í gær þrátt fyrir skolla á þriðju holu því hún raðaði upp þremur fuglum á fyrri níu og var á tveimur höggum undir pari eftir fyrri hlutann.

Á seinni níu fór allt í vaskinn hjá henni en hún fékk skramba á tíundu og tólftu braut og skolla á elleftur og þrettándu. Hún hrundi frá tveimur undir á fjóra yfir á fjórum holum.

Ólafía paraði restina af holunum og lauk leik á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari vallarins.

Þriðji hringurinn fer fram í nótt og hefst útsending á Golfstöðinni klukkan fjögur í fyrramálið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×