Að vera geðveikur í námi Valgerður Hirst Baldurs skrifar 1. desember 2017 09:00 Ekkert okkar upplifir geðsjúkdóma eins. Ekkert okkar tekst á við þá eins. Það er engin „ein rétt leið“ til þess að vera með geðsjúkdóm. Það sést ekki endilega utan á fólki og sumir hreinlega vita ekki af því. Ég hef glímt við kvíða allt mitt líf, vissi samt ekki af því fyrr en í 8. bekk. Ég hef fengið viðeigandi aðstoð en eitthvað sem ég hef lært er að geðsjúkdómar hverfa ekki alltaf alveg. Maður lærir bara að lifa með þeim og takast á við þá. Í ákveðnum aðstæðum magnast geðsjúkdómarnir okkar upp og það getur verið erfiðara að takast á við þá. Ég get aðeins talað fyrir mína hönd, þar sem ég veit ekki hvernig annað fólk upplifir eða tekst á við sína geðsjúkdóma. Hjá mér fer mikil orka í það eitt að róa kvíðann og halda mér gangandi í gegnum þunglyndið. Þá hef ég lært að maður þarf að velja og hafna, eitthvað sem hefur reynst mér erfitt. Á þessari önn hefur andlega heilsan mín því vikið fyrir stórum verkefnum og mikilli ábyrgð í námi og nefndarstörfum. Ég taldi mér trú um að ég gæti alveg ráðið við þetta, þar sem ég væri nú ekki á sama stað og ég var fyrir 5 árum. Þannig ég setti of mikla ábyrgð á herðar mér og það braut mig að lokum. Eitthvað sem hófst sem eðlileg viðbrögð við álagi safnaðist upp og leiddi út í athyglisbrest, frestunaráráttu, þunglyndi, orkuleysi, slæm kvíðaköst og sjálfskaða, eitthvað sem hamlar mér í námi og starfi. Eitthvað sem varð til þess að ég leitaði upp á bráðamóttöku geðdeilar. Þegar maður er að glíma við andlega sjúkdóma í umhverfi sem fylgir mikið álag, eins og í skóla, þá skiptir öllu máli að setja heilsuna í forgang, annars gengur ekkert annað upp. Þú myndir ekki reyna að hlaupa 10km á brotnum fæti og sömuleiðis áttu ekki að reyna að keyra þig áfram í umhverfi sem veldur þér andlegri vanlíðan. Það er allt í lagi að klára ekki nám á tilsettum tíma. Nám á að vera eitthvað sem gagnast þér fyrst og fremst, sem á að efla þig og veita þér ánægju. Ef að nám er að buga þig þá er allt í lagi að stíga til hliðar og klára hlutina í 70% í stað 120%. Ef þú þarft frest vegna óeðlilegrar streitu eða kvíða þá skaltu muna að allir okkar kennarar og prófessorar eru mannleg og þau hafa ef til vill einnig gengið í gegnum svipaða hluti. Mundu að þetta er þitt nám og á að vera á þínum forsendum. Það að taka hlutina á sínum eigin hraða er ekki leti og það að geta ekki ráðið við geðsjúkdóminn sinn jafn vel og maður vill er ekki dæmi um veikleika. Of mikil streita getur gert hlutina mikið verri en þeir eru nú þegar. Jólaprófin eru á næsta leyti og því skiptir máli að reyna að halda haus. Passið uppá að gera hlutina á ykkar hraða og á ykkar forsendum. Takið eins mikið af pásum og þið þurfið, farið snemma að sofa og ekki gleyma að borða. Hlúið svo vel að ykkur eftir prófin og komið margfalt betur efld til baka.Sértæk þjónust náms- og starfsráðgjafar.Einnig er hægt að fá tíma í sálfræðiráðgjöf háskólanema: Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ekkert okkar upplifir geðsjúkdóma eins. Ekkert okkar tekst á við þá eins. Það er engin „ein rétt leið“ til þess að vera með geðsjúkdóm. Það sést ekki endilega utan á fólki og sumir hreinlega vita ekki af því. Ég hef glímt við kvíða allt mitt líf, vissi samt ekki af því fyrr en í 8. bekk. Ég hef fengið viðeigandi aðstoð en eitthvað sem ég hef lært er að geðsjúkdómar hverfa ekki alltaf alveg. Maður lærir bara að lifa með þeim og takast á við þá. Í ákveðnum aðstæðum magnast geðsjúkdómarnir okkar upp og það getur verið erfiðara að takast á við þá. Ég get aðeins talað fyrir mína hönd, þar sem ég veit ekki hvernig annað fólk upplifir eða tekst á við sína geðsjúkdóma. Hjá mér fer mikil orka í það eitt að róa kvíðann og halda mér gangandi í gegnum þunglyndið. Þá hef ég lært að maður þarf að velja og hafna, eitthvað sem hefur reynst mér erfitt. Á þessari önn hefur andlega heilsan mín því vikið fyrir stórum verkefnum og mikilli ábyrgð í námi og nefndarstörfum. Ég taldi mér trú um að ég gæti alveg ráðið við þetta, þar sem ég væri nú ekki á sama stað og ég var fyrir 5 árum. Þannig ég setti of mikla ábyrgð á herðar mér og það braut mig að lokum. Eitthvað sem hófst sem eðlileg viðbrögð við álagi safnaðist upp og leiddi út í athyglisbrest, frestunaráráttu, þunglyndi, orkuleysi, slæm kvíðaköst og sjálfskaða, eitthvað sem hamlar mér í námi og starfi. Eitthvað sem varð til þess að ég leitaði upp á bráðamóttöku geðdeilar. Þegar maður er að glíma við andlega sjúkdóma í umhverfi sem fylgir mikið álag, eins og í skóla, þá skiptir öllu máli að setja heilsuna í forgang, annars gengur ekkert annað upp. Þú myndir ekki reyna að hlaupa 10km á brotnum fæti og sömuleiðis áttu ekki að reyna að keyra þig áfram í umhverfi sem veldur þér andlegri vanlíðan. Það er allt í lagi að klára ekki nám á tilsettum tíma. Nám á að vera eitthvað sem gagnast þér fyrst og fremst, sem á að efla þig og veita þér ánægju. Ef að nám er að buga þig þá er allt í lagi að stíga til hliðar og klára hlutina í 70% í stað 120%. Ef þú þarft frest vegna óeðlilegrar streitu eða kvíða þá skaltu muna að allir okkar kennarar og prófessorar eru mannleg og þau hafa ef til vill einnig gengið í gegnum svipaða hluti. Mundu að þetta er þitt nám og á að vera á þínum forsendum. Það að taka hlutina á sínum eigin hraða er ekki leti og það að geta ekki ráðið við geðsjúkdóminn sinn jafn vel og maður vill er ekki dæmi um veikleika. Of mikil streita getur gert hlutina mikið verri en þeir eru nú þegar. Jólaprófin eru á næsta leyti og því skiptir máli að reyna að halda haus. Passið uppá að gera hlutina á ykkar hraða og á ykkar forsendum. Takið eins mikið af pásum og þið þurfið, farið snemma að sofa og ekki gleyma að borða. Hlúið svo vel að ykkur eftir prófin og komið margfalt betur efld til baka.Sértæk þjónust náms- og starfsráðgjafar.Einnig er hægt að fá tíma í sálfræðiráðgjöf háskólanema: Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar