Húsnæði Landspítala - þjóðarskömm Reynir Arngrímsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Húsnæðisvandi og vanræksla í viðhaldi bygginga Landspítalans er þjóðarskömm. Velgengni í efnahagsmálum þjóðarinnar er hins vegar mikið ánægjuefni. Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir í Fréttablaðinu 15. mars sl.: „Efnahagslífið hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum. Verðmætasköpun atvinnulífsins og lífskjör landsmanna eru betri en nokkru sinni. Mikill vöxtur útflutningstekna þjóðarbúsins og afgangur í viðskiptum við útlönd eru rót velgengninnar. Afgangurinn hefur nýst til grynnkunar erlendra skulda. Hagvöxtur er heilbrigður því hann stafar af auknum útflutningi og vaxandi einkaneyslu sem byggir á kaupmætti heimilanna, en ekki söfnun skulda eins og oftast áður“. Undir þetta má taka og jafnframt benda á að nú er lag til snúa við áratuga neikvæðri þróun í húsnæðismálum Landspítalans. Hringbrautarverkefnið, áætlanir um nýjan meðferðarkjarna og rannsóknarhús árið 2023 marka tímamót í heilbrigðisþjónustu landsins. Verkefnið er í höndum opinbers félags, til þess stofnað sérstaklega að reisa umræddar byggingar. Allt annað viðhald og endurnýjun núverandi húsnæðis kemur af rekstrarfé Landspítalans sjálfs og verður svo áfram. Nú er áætlað að starfsemi verði jafnframt í miklum hluta núverandi bygginga við Hringbraut eftir árið 2023, s.s. fæðingar- og geðdeild og öll göngu- og dagdeildarstarfsemi. Útlit er fyrir að ekki verði heldur komist hjá því að halda einnig áfram starfsemi í Fossvogi þó í breyttri mynd sé. Þetta kallar á ábyrgð stjórnvalda og stuðning aðila vinnumarkaðarins og alls almennings til að tryggja nægjanlegt fjármagn til viðhalds núverandi húsnæði. Nýjustu fregnir af því að 40 ára gömul rannsóknarhús sem reist voru til bráðabirgða séu ónýt og starfsumhverfi þeirra sem þar starfa heilsuspillandi sýna vandann í hnotskurn, en kom ekki á óvart. Nú þarf að bregðast við og taka má undir með framkvæmdastjóra SA, - sjaldan hefur árað betur. Við sem störfum á Landspítala væntum þess að góðærið verði notað til átaks í viðhaldsframkvæmdum og að þjóðin í samtakamætti afmái þennan smánarblett sem ástand bygginga Landspítalans er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Húsnæðisvandi og vanræksla í viðhaldi bygginga Landspítalans er þjóðarskömm. Velgengni í efnahagsmálum þjóðarinnar er hins vegar mikið ánægjuefni. Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir í Fréttablaðinu 15. mars sl.: „Efnahagslífið hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum. Verðmætasköpun atvinnulífsins og lífskjör landsmanna eru betri en nokkru sinni. Mikill vöxtur útflutningstekna þjóðarbúsins og afgangur í viðskiptum við útlönd eru rót velgengninnar. Afgangurinn hefur nýst til grynnkunar erlendra skulda. Hagvöxtur er heilbrigður því hann stafar af auknum útflutningi og vaxandi einkaneyslu sem byggir á kaupmætti heimilanna, en ekki söfnun skulda eins og oftast áður“. Undir þetta má taka og jafnframt benda á að nú er lag til snúa við áratuga neikvæðri þróun í húsnæðismálum Landspítalans. Hringbrautarverkefnið, áætlanir um nýjan meðferðarkjarna og rannsóknarhús árið 2023 marka tímamót í heilbrigðisþjónustu landsins. Verkefnið er í höndum opinbers félags, til þess stofnað sérstaklega að reisa umræddar byggingar. Allt annað viðhald og endurnýjun núverandi húsnæðis kemur af rekstrarfé Landspítalans sjálfs og verður svo áfram. Nú er áætlað að starfsemi verði jafnframt í miklum hluta núverandi bygginga við Hringbraut eftir árið 2023, s.s. fæðingar- og geðdeild og öll göngu- og dagdeildarstarfsemi. Útlit er fyrir að ekki verði heldur komist hjá því að halda einnig áfram starfsemi í Fossvogi þó í breyttri mynd sé. Þetta kallar á ábyrgð stjórnvalda og stuðning aðila vinnumarkaðarins og alls almennings til að tryggja nægjanlegt fjármagn til viðhalds núverandi húsnæði. Nýjustu fregnir af því að 40 ára gömul rannsóknarhús sem reist voru til bráðabirgða séu ónýt og starfsumhverfi þeirra sem þar starfa heilsuspillandi sýna vandann í hnotskurn, en kom ekki á óvart. Nú þarf að bregðast við og taka má undir með framkvæmdastjóra SA, - sjaldan hefur árað betur. Við sem störfum á Landspítala væntum þess að góðærið verði notað til átaks í viðhaldsframkvæmdum og að þjóðin í samtakamætti afmái þennan smánarblett sem ástand bygginga Landspítalans er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar