Afnema umdeilda lagagrein um nauðganir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 21:33 Aðgerðarsinnar í kvenréttindasamtökunum NGO Abaad klæddust brúðarkjólum og mótmæltu löggjöfinni í miðbæ höfuðborgarinnar í Lebanon 6. desember 2016. Þær uppskera í dag árangur erfiðis síns. Vísir/afp Líbanska þingið hefur afnumið umdeild lög sem kveða á um að nauðgari verði leystur undan sök gangi hann í hjónaband með fórnarlambi sínu. Kvenréttindafélög tala ýmist um afnám laganna sem annars vegar sigur sæmdarinnar fyrir líbanskar konur og hins vegar hálfan sigur vegna þess að fleiri sambærilegar lagagreinar séu í gildi í refsilöggjöf landsins. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Baráttuhópar fyrir réttindum og frelsi kvenna hafa löngum fordæmt lögin og hefur þess verið krafist að umrædd lagagrein númer 522 í hegningarlöggjöfinni verði felld úr gildi. Kvenréttindafélagið Abaad sagði ógildingu laganna til marks um sigur sæmdarinnar fyrir líbanskar konur og vilja meðlimir færa þakkir til þingmanna fyrir að standa vörð um vernd kvenna gegn ofbeldi af öllum toga. Á sama tíma er kvenréttindafélagið Kafa á öndverðum meiði því félagsmenn segja að með afnámi lagagreinarinnar sé einungis hálfur sigur unninn. Félagsmenn segja að framhald sé á lagagrein 522 í núgildandi refsilöggjöf númer 505 og 518. Jean Oghassabian, ráðherra yfir málefnum kvenna, skrifaði á samskiptamiðlinum Twitter þar sem hann sagðist vera ánægður með að tekist hefði að afnema lagagrein 522 en að hann hefði einnig viljað fella úr gildi greinar 505 og 518. Það sé aldrei réttlætanlegt að heimila undanþágur refsinga fyrir nauðgun.Gjörningurinn vakti óhug meðal vegfarenda en 31 kjóll hékk í snörum meðfram strandlengjunni í Beirút til að vekja athygli á nauðsyn þess að fella lagagrein 522 úr gildi.Vísir/afp Lögin eru felld úr gildi eftir röð mótmæla í Beirút og víða um heim. Eftirminnilegur mótmælagjörningur var framinn á strandlengjunni í Beirút en þar hékk 31 brúðarkjóll í snörum til að verkja athygli á grimmd og ósanngirni lagagreinarinnar. Rithna Begum, baráttukona fyrir auknum rétti kvenna hjá Human Rights Watch-samtökunum, sagði lögin vera framlengingu á glæpnum sem þolendur nauðgana verða fyrir: „Gildandi lög heimila áframhaldandi árás á þolendur nauðgana í nafni „heiðurs“ með því að þvinga konur í hjónaband með kvalara sínum.“ Baráttuhópar fyrir réttindum kvenna uppskera nú árangur erfiðis síns því í dag heyrir greinin sögunni til í Líbanon.Með því að smella hér er hægt að sjá myndskeið frá fréttaveitunni AFP um mótmælagjörninginn áhrifamikla. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Líbanska þingið hefur afnumið umdeild lög sem kveða á um að nauðgari verði leystur undan sök gangi hann í hjónaband með fórnarlambi sínu. Kvenréttindafélög tala ýmist um afnám laganna sem annars vegar sigur sæmdarinnar fyrir líbanskar konur og hins vegar hálfan sigur vegna þess að fleiri sambærilegar lagagreinar séu í gildi í refsilöggjöf landsins. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Baráttuhópar fyrir réttindum og frelsi kvenna hafa löngum fordæmt lögin og hefur þess verið krafist að umrædd lagagrein númer 522 í hegningarlöggjöfinni verði felld úr gildi. Kvenréttindafélagið Abaad sagði ógildingu laganna til marks um sigur sæmdarinnar fyrir líbanskar konur og vilja meðlimir færa þakkir til þingmanna fyrir að standa vörð um vernd kvenna gegn ofbeldi af öllum toga. Á sama tíma er kvenréttindafélagið Kafa á öndverðum meiði því félagsmenn segja að með afnámi lagagreinarinnar sé einungis hálfur sigur unninn. Félagsmenn segja að framhald sé á lagagrein 522 í núgildandi refsilöggjöf númer 505 og 518. Jean Oghassabian, ráðherra yfir málefnum kvenna, skrifaði á samskiptamiðlinum Twitter þar sem hann sagðist vera ánægður með að tekist hefði að afnema lagagrein 522 en að hann hefði einnig viljað fella úr gildi greinar 505 og 518. Það sé aldrei réttlætanlegt að heimila undanþágur refsinga fyrir nauðgun.Gjörningurinn vakti óhug meðal vegfarenda en 31 kjóll hékk í snörum meðfram strandlengjunni í Beirút til að vekja athygli á nauðsyn þess að fella lagagrein 522 úr gildi.Vísir/afp Lögin eru felld úr gildi eftir röð mótmæla í Beirút og víða um heim. Eftirminnilegur mótmælagjörningur var framinn á strandlengjunni í Beirút en þar hékk 31 brúðarkjóll í snörum til að verkja athygli á grimmd og ósanngirni lagagreinarinnar. Rithna Begum, baráttukona fyrir auknum rétti kvenna hjá Human Rights Watch-samtökunum, sagði lögin vera framlengingu á glæpnum sem þolendur nauðgana verða fyrir: „Gildandi lög heimila áframhaldandi árás á þolendur nauðgana í nafni „heiðurs“ með því að þvinga konur í hjónaband með kvalara sínum.“ Baráttuhópar fyrir réttindum kvenna uppskera nú árangur erfiðis síns því í dag heyrir greinin sögunni til í Líbanon.Með því að smella hér er hægt að sjá myndskeið frá fréttaveitunni AFP um mótmælagjörninginn áhrifamikla.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira