Húsbílar frá helvíti? Steinarr Lár skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Af umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum um húsbíla undanfarin ár mætti ætla að ferðamenn þessir séu að valda miklum usla í íslensku samfélagi. Í því samhengi er vert að skoða nokkrar staðreyndir um þessa tegund ferðamennsku. Af þeim 26.000 bílaleigubifreiðum sem skráðar eru hér á landi eru um 1.200 húsbílar eða um 4,6%. Húsbílaleigur þjónusta u.þ.b. 80.000 manns á ársgrundvelli eða u.þ.b. 4% af þeim tveimur milljónum ferðamanna sem áætlað er að hingað sæki á þessu ári. Meðalleigutími á venjulega bílaleigubifreiða er að meðaltali 3,7 dagar á meðan dagafjöldi í leigu húsbíla er meira en helmingi lengri eða um 7,7 dagar að meðaltali. Húsbílaleigur hafa frá upphafi greitt 24% virðisaukaskatt meðan önnur gistiúrræði hér á landi greiða nú 11% í virðisaukaskatt, en greiddu lengi vel engan virðisauka. Þeir ferðamenn sem ferðast og dvelja í húsbílum dreifast um landið allt og skapa því minni hættu á að viðkvæm svæði verði undir átroðningi og skemmdum. Með góðri dreifingu ferðamanna dreifast einnig mikilvægar tekjur til fáfarinna viðkomustaða sem bjóða ekki upp á aðra gistimöguleika. Leiga á húsbílum er dýr eða um þrisvar sinnum dýrari en leiga á hefðbundnum bílaleigubifreiðum. Ennfremur eru umsagnir erlendra ferðamanna á netinu vegna reynslu þeirra af húsbílaleigum landsins til fyrirmyndar eða að meðaltali upp á 4,8 stig af 5 mögulegum. Að ofangreindu gefnu má færa fyrir því haldbær rök að ferðamenn sem ferðast á húsbílum séu verðmætir ferðamenn. Þeir dvelji hér lengur og skilji meira eftir sig í tekjum við kaup á mat og þjónustu. Þeir greiða hærri skatta, dreifast betur og eru umfram allt mjög ánægðari með dvöl sína á Íslandi. Heildartekjur húsbílaleigna á ársgrundvelli á Íslandi eru áætlaðar um 5 milljarðar króna í hreinum gjaldeyri á líðandi ári. Til gamans má geta þess að heildarframlög ríkisins til Vegagerðarinnar á þessu ári eru 5,9 milljarðar króna. Gætu því þessi 4% ferðamanna sem sækja Ísland heim og nýta sér þennan ferðamáta t.a.m. rekið vegakerfið okkar nánast í heild sinni. Því er óhætt að segja að þessi starfsemi og þær tekjur sem henni fylgja séu samfélaginu okkar mikilvægar. Höfundur starfar við ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Af umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum um húsbíla undanfarin ár mætti ætla að ferðamenn þessir séu að valda miklum usla í íslensku samfélagi. Í því samhengi er vert að skoða nokkrar staðreyndir um þessa tegund ferðamennsku. Af þeim 26.000 bílaleigubifreiðum sem skráðar eru hér á landi eru um 1.200 húsbílar eða um 4,6%. Húsbílaleigur þjónusta u.þ.b. 80.000 manns á ársgrundvelli eða u.þ.b. 4% af þeim tveimur milljónum ferðamanna sem áætlað er að hingað sæki á þessu ári. Meðalleigutími á venjulega bílaleigubifreiða er að meðaltali 3,7 dagar á meðan dagafjöldi í leigu húsbíla er meira en helmingi lengri eða um 7,7 dagar að meðaltali. Húsbílaleigur hafa frá upphafi greitt 24% virðisaukaskatt meðan önnur gistiúrræði hér á landi greiða nú 11% í virðisaukaskatt, en greiddu lengi vel engan virðisauka. Þeir ferðamenn sem ferðast og dvelja í húsbílum dreifast um landið allt og skapa því minni hættu á að viðkvæm svæði verði undir átroðningi og skemmdum. Með góðri dreifingu ferðamanna dreifast einnig mikilvægar tekjur til fáfarinna viðkomustaða sem bjóða ekki upp á aðra gistimöguleika. Leiga á húsbílum er dýr eða um þrisvar sinnum dýrari en leiga á hefðbundnum bílaleigubifreiðum. Ennfremur eru umsagnir erlendra ferðamanna á netinu vegna reynslu þeirra af húsbílaleigum landsins til fyrirmyndar eða að meðaltali upp á 4,8 stig af 5 mögulegum. Að ofangreindu gefnu má færa fyrir því haldbær rök að ferðamenn sem ferðast á húsbílum séu verðmætir ferðamenn. Þeir dvelji hér lengur og skilji meira eftir sig í tekjum við kaup á mat og þjónustu. Þeir greiða hærri skatta, dreifast betur og eru umfram allt mjög ánægðari með dvöl sína á Íslandi. Heildartekjur húsbílaleigna á ársgrundvelli á Íslandi eru áætlaðar um 5 milljarðar króna í hreinum gjaldeyri á líðandi ári. Til gamans má geta þess að heildarframlög ríkisins til Vegagerðarinnar á þessu ári eru 5,9 milljarðar króna. Gætu því þessi 4% ferðamanna sem sækja Ísland heim og nýta sér þennan ferðamáta t.a.m. rekið vegakerfið okkar nánast í heild sinni. Því er óhætt að segja að þessi starfsemi og þær tekjur sem henni fylgja séu samfélaginu okkar mikilvægar. Höfundur starfar við ferðaþjónustu.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun