Dóttir mín á tvær mömmur Helga María Guðmundsdóttir skrifar 13. október 2017 12:00 Ég hef oft fengið spuninguna: „Finnst þér ekki erfitt að dóttir þín kalli aðra konu mömmu.“ Svarið er einfalt: Nei, ég er heppin. Við dóttir mín eigum það sameiginlegt að eiga tvær systur. Systur mínar eru eitt það dýrmætasta sem ég á. Systur dóttur minnar eru augljóslega ekkert skyldar mér, en ég á samt smá í þeim. Ég fæ stundum þessa eldri lánaða (hin er ennþá of ung til að gista). Þá er öllu tjaldað til og gert eitthvað skemmtilegt allan daginn. Síðast bjó ég fallega um þær inni í herberginu hennar dóttur minnar. Önnur átti að sofa í rúminu en hin á dýnu á gólfinu. Þegar ég leit inn til þeirra stuttu seinna voru þær steinsofandi saman í faðmlagi í rúminu. Ég hefði aldrei kynnst þessari fallegu systraást ef barnsfaðir minn og hans kona hefðu ekki leyft mér að taka þátt í þessari hlið á lífinu hennar. Heima hjá mér eru myndir af systrunum um alla íbúð sem sú stutta er svo ánægð með. Hún segist eiga heima á báðum heimilunum alveg eins og eldri systir sín sem hún auðvitað gerir. Já, ég er svo heppin að öll stóra skrautlega fjölskyldan mín vill það besta fyrir stelpurnar okkar og það skemmtilega er að við foreldrarnir græðum svo mikið á því. Nei, mér finnst ekki erfitt að dóttir mín eigi tvær mömmur, því ég vil það besta fyrir dóttir mína og gott sambandi á milli allra sem að henni koma er það besta fyrir hana. Það að dóttir mín eigi tvær mömmur þýðir ekki að það sé minna fyrir mig. Það þýðir einfaldlega að það sé meira fyrir hana.Höfundur er hjúkrunarfræðingur.Systurnar þrjár saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég hef oft fengið spuninguna: „Finnst þér ekki erfitt að dóttir þín kalli aðra konu mömmu.“ Svarið er einfalt: Nei, ég er heppin. Við dóttir mín eigum það sameiginlegt að eiga tvær systur. Systur mínar eru eitt það dýrmætasta sem ég á. Systur dóttur minnar eru augljóslega ekkert skyldar mér, en ég á samt smá í þeim. Ég fæ stundum þessa eldri lánaða (hin er ennþá of ung til að gista). Þá er öllu tjaldað til og gert eitthvað skemmtilegt allan daginn. Síðast bjó ég fallega um þær inni í herberginu hennar dóttur minnar. Önnur átti að sofa í rúminu en hin á dýnu á gólfinu. Þegar ég leit inn til þeirra stuttu seinna voru þær steinsofandi saman í faðmlagi í rúminu. Ég hefði aldrei kynnst þessari fallegu systraást ef barnsfaðir minn og hans kona hefðu ekki leyft mér að taka þátt í þessari hlið á lífinu hennar. Heima hjá mér eru myndir af systrunum um alla íbúð sem sú stutta er svo ánægð með. Hún segist eiga heima á báðum heimilunum alveg eins og eldri systir sín sem hún auðvitað gerir. Já, ég er svo heppin að öll stóra skrautlega fjölskyldan mín vill það besta fyrir stelpurnar okkar og það skemmtilega er að við foreldrarnir græðum svo mikið á því. Nei, mér finnst ekki erfitt að dóttir mín eigi tvær mömmur, því ég vil það besta fyrir dóttir mína og gott sambandi á milli allra sem að henni koma er það besta fyrir hana. Það að dóttir mín eigi tvær mömmur þýðir ekki að það sé minna fyrir mig. Það þýðir einfaldlega að það sé meira fyrir hana.Höfundur er hjúkrunarfræðingur.Systurnar þrjár saman.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar