ÍBV er komið áfram í Áskorendabikar Evrópu eftir öruggan fimm marka sigur, 32-27, á hvítrússneska liðinu HC Gomel í Vestmannaeyjum í dag.
Eyjamenn verða því í pottinum þegar dregið verður 16-liða úrslit keppninnar.
ÍBV vann fyrri leikinn ytra, 27-31 og voru ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússana í dag.
Sigurbergur Sveinsson var markahæstur í liði ÍBV með níu mörk.

