Síglæpamaður þarf að sitja áfram í varðhaldi Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 17:50 Maðurinn er sagður hafa notað ávinninginn af brotunum til að fjármagna fíkniefnaneyslu. Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem ákærður er fyrir fjölda brota, þar á meðal fjársvik, rán, þjófnað og innbrot. Maðurinn var handtekinn 1. maí eftir að lögreglu hafði verið tilkynnt um innbrot og þjófnað í nýbyggingu við Suðurhlíð í Reykjavík. Sást til mannsins bera verkfæri í bifreið við húsið. Það er þó fjarri því eina brotið sem maðurinn er sakaður um. Alvarlegasta brotið er líklega rán sem hann er sagður hafa framið 17. október. Hann á að hafa ruðst inn í íbúð manns, heimtað hjá honum lyf og hótað því að stinga hann með hníf. Þá á hann að hafa slegið husráðanda nokkrum sinnum og tekið síma hans. Fórnarlambið hlaut sjáanlega áverka á andliti. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa stolið veski og að hafa tekið rúmar 100.000 krónur út af greiðslukortum sem í því voru. Þá stal hann farangri og sjónvarpi á hótelherbergi í Reykjavík, myndavélum og öðrum búnaði úr geymslu í Kópavogi og eldsneyti af bensínstöð svo eitthvað sé nefnt. Alls er hann ákærður fyrir tíu þjófnaði og innbrot en brotin framdi hann á tímabilinu frá 17. október 2016 þangað til hann var handtekinn. Játar hann sök í flestum tifellum.Fjármögnun á fíkniefnaneyslu Í kjölfar handtökunnar fundust ýmsir munir á heimili mannsins sem lögregla telur að sé þýfi sem tengist þremur innbrotum. Maðurinn neitaði því. Í staðfestingu Hæstaréttar á gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í lok júlí kemur fram að lögregla telji að maðurinn hafi notað ávinninginn af brotunum til að fjármagna fíkniefnaneyslu sína. Hann þarf að sitja áfram í gæsluvarðhaldi til 22. ágústs. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem ákærður er fyrir fjölda brota, þar á meðal fjársvik, rán, þjófnað og innbrot. Maðurinn var handtekinn 1. maí eftir að lögreglu hafði verið tilkynnt um innbrot og þjófnað í nýbyggingu við Suðurhlíð í Reykjavík. Sást til mannsins bera verkfæri í bifreið við húsið. Það er þó fjarri því eina brotið sem maðurinn er sakaður um. Alvarlegasta brotið er líklega rán sem hann er sagður hafa framið 17. október. Hann á að hafa ruðst inn í íbúð manns, heimtað hjá honum lyf og hótað því að stinga hann með hníf. Þá á hann að hafa slegið husráðanda nokkrum sinnum og tekið síma hans. Fórnarlambið hlaut sjáanlega áverka á andliti. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa stolið veski og að hafa tekið rúmar 100.000 krónur út af greiðslukortum sem í því voru. Þá stal hann farangri og sjónvarpi á hótelherbergi í Reykjavík, myndavélum og öðrum búnaði úr geymslu í Kópavogi og eldsneyti af bensínstöð svo eitthvað sé nefnt. Alls er hann ákærður fyrir tíu þjófnaði og innbrot en brotin framdi hann á tímabilinu frá 17. október 2016 þangað til hann var handtekinn. Játar hann sök í flestum tifellum.Fjármögnun á fíkniefnaneyslu Í kjölfar handtökunnar fundust ýmsir munir á heimili mannsins sem lögregla telur að sé þýfi sem tengist þremur innbrotum. Maðurinn neitaði því. Í staðfestingu Hæstaréttar á gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í lok júlí kemur fram að lögregla telji að maðurinn hafi notað ávinninginn af brotunum til að fjármagna fíkniefnaneyslu sína. Hann þarf að sitja áfram í gæsluvarðhaldi til 22. ágústs.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira