Sjúkratryggingafrumvarp repúblikana í vanda Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2017 11:05 Andstæðingar sjúkratryggingafrumvarpsins sem hefur verið nefnt Trumpcare eftir forsetanum hafa mótmælt fyrir utan Hvíta húsið. Vísir/EPA Að minnsta kosti fimm öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir andstöðu við sjúkratryggingafrumvarp flokksins. Afdrif frumvarpsins eru óljós því aðeins þarf þrjá repúblikana til að ganga úr skaftinu svo að það falli um sjálft sig. Ný sjúkratryggingalög sem komi í staðinn fyrir heilbrigðistryggingalög Baracks Obama, fyrrverandi forseta, hefur verið eitt helsta pólitíska baráttumál Repúblikanaflokksins um árabil. Forysta flokksins var hins vegar gerð afturreka með frumvarp að þeim fyrr á þessu þingi. Í síðustu viku lögðu öldungardeildarþingmenn flokksins fram ný drög að frumvarpi sem mikil leynd hefur hvílt yfir.Sjá einnig:Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt Frumvarpið hefur mætt mikilli andstöðu og hafa skoðanakannanir sýnt að það sé afar óvinsælt á meðal almennings. Andstæðingar frumvarpsins og sérfræðingar hafa haldið því fram að það muni gera sjúkratryggingar verri og dýrari auk þess sem milljónir Bandaríkjamanna muni missa tryggingar sínar.Tom Price, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, hlustaði á skjólstæðinga sjúkratrygginga lýsa neikvæðum áhrifum frumvarps repúblikana á sig fyrir helgi.Vísir/EPABreytingar gætu reitt harðlínumenn til reiði Auk öldungardeildarþingmannanna fimm sem hafa orðað andstöðu sína við frumvarpið segir Washington Post að fjöldi annarra repúblikana hafi lýst efasemdum og áhyggjum. Blaðið segir að það geti reynst flokksforystunni erfitt að smala saman nógu mörgum atkvæðum í þingdeildinni. Breyti hún frumvarpinu til að friða hófsamari repúblikana eigi hún það á hættu að reita harðlínuíhaldsmenn til reiði sem telja núverandi frumvarp ekki ganga nógu langt til að afnema þær breytingar sem Obama kom á. Línur eru taldar munu skýrast frekar þegar fjármálaskrifstofa Bandaríkjaþings leggur fram skýrslu sína um kostnað og áhrif frumvarpsins. Úttekt hennar á frumvarpi fulltrúadeildarinnar benti til þess að 23 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar yrðu án sjúkrartrygginga árið 2026. Repúblikanar eru með 52 sæti af hundrað í öldungadeildinni á móti 46 demókrötum. Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar eru óháðir en vinna með demókrötum, þar á meðal Bernie Sanders sem bauð sig fram í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Að minnsta kosti fimm öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir andstöðu við sjúkratryggingafrumvarp flokksins. Afdrif frumvarpsins eru óljós því aðeins þarf þrjá repúblikana til að ganga úr skaftinu svo að það falli um sjálft sig. Ný sjúkratryggingalög sem komi í staðinn fyrir heilbrigðistryggingalög Baracks Obama, fyrrverandi forseta, hefur verið eitt helsta pólitíska baráttumál Repúblikanaflokksins um árabil. Forysta flokksins var hins vegar gerð afturreka með frumvarp að þeim fyrr á þessu þingi. Í síðustu viku lögðu öldungardeildarþingmenn flokksins fram ný drög að frumvarpi sem mikil leynd hefur hvílt yfir.Sjá einnig:Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt Frumvarpið hefur mætt mikilli andstöðu og hafa skoðanakannanir sýnt að það sé afar óvinsælt á meðal almennings. Andstæðingar frumvarpsins og sérfræðingar hafa haldið því fram að það muni gera sjúkratryggingar verri og dýrari auk þess sem milljónir Bandaríkjamanna muni missa tryggingar sínar.Tom Price, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, hlustaði á skjólstæðinga sjúkratrygginga lýsa neikvæðum áhrifum frumvarps repúblikana á sig fyrir helgi.Vísir/EPABreytingar gætu reitt harðlínumenn til reiði Auk öldungardeildarþingmannanna fimm sem hafa orðað andstöðu sína við frumvarpið segir Washington Post að fjöldi annarra repúblikana hafi lýst efasemdum og áhyggjum. Blaðið segir að það geti reynst flokksforystunni erfitt að smala saman nógu mörgum atkvæðum í þingdeildinni. Breyti hún frumvarpinu til að friða hófsamari repúblikana eigi hún það á hættu að reita harðlínuíhaldsmenn til reiði sem telja núverandi frumvarp ekki ganga nógu langt til að afnema þær breytingar sem Obama kom á. Línur eru taldar munu skýrast frekar þegar fjármálaskrifstofa Bandaríkjaþings leggur fram skýrslu sína um kostnað og áhrif frumvarpsins. Úttekt hennar á frumvarpi fulltrúadeildarinnar benti til þess að 23 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar yrðu án sjúkrartrygginga árið 2026. Repúblikanar eru með 52 sæti af hundrað í öldungadeildinni á móti 46 demókrötum. Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar eru óháðir en vinna með demókrötum, þar á meðal Bernie Sanders sem bauð sig fram í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira