Rafrænar kosningar styrkja lýðræðið Eiríkur Þór Theodórsson skrifar 26. september 2017 17:34 Strax í upphafi kosningabaráttunnar kemur fram skýr munur á Pírötum og nær öllum hinum flokkunum sem að hafa ákveðið að bjóða fram í komandi kosningum. Munurinn liggur meðal annars í því að Píratar þora að láta fólkið ráða hverjir skipa listana og hvernig frambjóðendum er raðað í sæti. Þetta er gert með lýðræðislegri kosningu á netinu (sjá: www.x.piratar.is,) eftir að fólk hefur gefið kost á sér. Flokksmeðlimum er gefin ein vika til að kynna sér frambjóðendur og klára málið. Þessi lýðræðislega leið er gegnsæ og nútímaleg. Er það ekki liðin tíð, gamaldags og mjög ólýðræðislegt að vera með kjördæmisráð sem stillir upp lista þegar hægt er að hafa rafræna kosningu sem allir félagar geta tekið þátt í. Píratar notast við nútímatækni og allt er upp á borðum hvað varðar vinnubrögðin. Þetta er leið sem að hinir flokkarnir þora ekki að fara, þeir virðast hræddir við beint lýðræði og nútímatækni. Píratar boða nýjar aðferðir og ný vinnubrögð. Beint lýðræði er stór hluti af framtíðarsýn Pírata. Fólkið í landinu á að geta tekið virkari þátt í ákvörðunum um kjör þess og framgang þjóðmála. Hægt er að sjá fyrir sér þjóðaratkvæðagreiðslu um heilbrigðismálin, þar sem fólkið í landinu ákveður sjálft hversu miklum fjármunum á að ráðstafa til þessa mikilvæga málaflokks í lýðræðislegum beinum kosningum sem fram fara á netinu. Í dag og á undanförnum áratugum hefur þjóðin mátt horfa upp á hvernig staðhæfingar og loforð stjórnmálamanna hafa að litlu orðið þegar ríkisstjórn hefur verið mynduð. Stefnuyfirlýsingar samstarfsflokka í ríkisstjórn hafa heldur ekki haldið vatni eins og dæmin sýna og er nýjasta fjárlagafrumvarpið skýrt dæmi um svikin loforð. Píratar vilja hleypa fólkinu í landinu beint að ákvörðunum um mikilvægustu málin sem Alþingi fjallar um og þarf að leysa. Með rafrænum kosningum og beinu lýðræði næst meirihlutavilji fólksins í landinu að koma fram, ekki einungis í alþingiskosningum heldur einnig þeirra á milli. Píratar ráða við tæknina og treysta fólkinu til að velja. Horfum fram á veginn og hræðumst ekki breytingar.Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Sjá meira
Strax í upphafi kosningabaráttunnar kemur fram skýr munur á Pírötum og nær öllum hinum flokkunum sem að hafa ákveðið að bjóða fram í komandi kosningum. Munurinn liggur meðal annars í því að Píratar þora að láta fólkið ráða hverjir skipa listana og hvernig frambjóðendum er raðað í sæti. Þetta er gert með lýðræðislegri kosningu á netinu (sjá: www.x.piratar.is,) eftir að fólk hefur gefið kost á sér. Flokksmeðlimum er gefin ein vika til að kynna sér frambjóðendur og klára málið. Þessi lýðræðislega leið er gegnsæ og nútímaleg. Er það ekki liðin tíð, gamaldags og mjög ólýðræðislegt að vera með kjördæmisráð sem stillir upp lista þegar hægt er að hafa rafræna kosningu sem allir félagar geta tekið þátt í. Píratar notast við nútímatækni og allt er upp á borðum hvað varðar vinnubrögðin. Þetta er leið sem að hinir flokkarnir þora ekki að fara, þeir virðast hræddir við beint lýðræði og nútímatækni. Píratar boða nýjar aðferðir og ný vinnubrögð. Beint lýðræði er stór hluti af framtíðarsýn Pírata. Fólkið í landinu á að geta tekið virkari þátt í ákvörðunum um kjör þess og framgang þjóðmála. Hægt er að sjá fyrir sér þjóðaratkvæðagreiðslu um heilbrigðismálin, þar sem fólkið í landinu ákveður sjálft hversu miklum fjármunum á að ráðstafa til þessa mikilvæga málaflokks í lýðræðislegum beinum kosningum sem fram fara á netinu. Í dag og á undanförnum áratugum hefur þjóðin mátt horfa upp á hvernig staðhæfingar og loforð stjórnmálamanna hafa að litlu orðið þegar ríkisstjórn hefur verið mynduð. Stefnuyfirlýsingar samstarfsflokka í ríkisstjórn hafa heldur ekki haldið vatni eins og dæmin sýna og er nýjasta fjárlagafrumvarpið skýrt dæmi um svikin loforð. Píratar vilja hleypa fólkinu í landinu beint að ákvörðunum um mikilvægustu málin sem Alþingi fjallar um og þarf að leysa. Með rafrænum kosningum og beinu lýðræði næst meirihlutavilji fólksins í landinu að koma fram, ekki einungis í alþingiskosningum heldur einnig þeirra á milli. Píratar ráða við tæknina og treysta fólkinu til að velja. Horfum fram á veginn og hræðumst ekki breytingar.Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar