Kapphlaupið um gögnin Friðrik Þór Snorrason skrifar 20. september 2017 07:00 Í athyglisverðri grein sem birtist nýverið í tímaritinu Economist var því haldið fram að gögn séu orðin verðmætustu auðlindir hagkerfisins í dag og séu í raun olía tuttugustu og fyrstu aldar. Líkt og í upphafi olíualdarinnar þá sé að myndast fákeppnismarkaður um gögn þar sem handfylli netrisa drottni yfir öðrum fyrirtækjum. Gögn breyta hins vegar eðli samkeppninnar. Því fleiri sem nota tiltekna lausn því meira gagnamagn verður til sem gerir tæknifyrirtækjum kleift að nýta þau til að betrumbæta afurðir sínar, gera þær sýnilegri og áhugaverðari fyrir neytendur. „Eftirlitskerfi netrisanna nær yfir allan heiminn: Google veit að hverju þú leitar, Facebook veit hverju þú deilir og Amazon veit hvað þú kaupir. Netrisarnir hafi í raun „augu Guðs“ til að fylgjast með hvað er að gerist á þeirra mörkuðum og jafnvel út fyrir þá,“ segir í grein The Economist. Nánast ótakmarkað aðgengi þeirra að gögnum verndar netrisana fyrir mögulegri samkeppni, t.a.m. geta þeir séð strax hvaða nýja vara og þjónusta nýtur hylli almennings.Kapphlaup fjármálafyrirtækja og netrisa Fjárhagsgögn viðskiptavina hafa ávallt gegnt mikilvægu hlutverki í hefðbundinni bankastarfsemi. Bankar hafa nýtt þau meðal annars til að meta áhættu í viðskiptum, greiðslugetu viðskiptavina og til að verðleggja lán og þjónustu. Lengi vel tryggðu lög um fjármálafyrirtæki bönkum „einkarétt“ á fjárhagsgögnum sinna viðskiptavina, sem veitti þeim sterka sérstöðu á markaði. Hins vegar hefur á undanförnum árum molnað nokkuð hratt undan „einkarétti“ fjármálafyrirtækja á fjárhagsgögnum viðskiptavina með framþróun nýrra tæknilausna og vilja ýmissa tæknifyrirtækja og fjártæknifyrirtækja (e. FinTech) til að afla sér réttinda sem fjármálafyrirtæki. Í raun er hafið kapphlaup á milli hefðbundinna fjármálafyrirtækja og nýrra þátttakenda á fjármálamarkaði um þau verðmæti sem felast í fjárhagsgögnum einstaklinga og fyrirtækja. Stærstu netfyrirtæki heims eru þegar byrjuð að nýta yfirburði sína í gögnum til að keppa við hefðbundin fjármálafyrirtæki. Amazon hefur tekið markviss skref inn á fjármálamarkaðinn með þjónustu á borð við Amazon Payments og Amazon Lending. Enn fremur hefur félagið aflað sér réttinda sem fjármálafyrirtæki í ýmsum löndum. Þá er Amazon orðið nokkuð stórtækt í útlánastarfsemi en félagið lánaði á síðasta ári um einn milljarð dollara til sjálfstæðra söluaðila sem reka eigin vefverslanir á markaðstorgi Amazon. Netrisinn getur beitt allt öðrum aðferðum en hefðbundinn banki við að meta áhættu í viðskiptum og við verðlagningu lána, enda býr félagið yfir rauntímagögnum um hvað lántakinn veltir miklu, hver veltuhraði lagersins er, hve hratt hann nær að afhenda afurðir til viðskiptavina, hve miklu af afurðum er skilað, o.s.frv. Í mörgum tilfellum geymir lántakinn afurðirnar einnig í vöruhúsi Amazon, sem Amazon tekur svo veð í, og áhættan er því sáralítil.Samkeppni smælingjanna við netrisana Þótt ljóst sé að samkeppnin við netrisana muni reyna á evrópsk og íslensk fjármálafyrirtæki þá munu ný greiðsluþjónustulög (e. PSD2) og ný samevrópsk persónuverndarreglugerð (e. GDPR) jafna samkeppnisstöðu þeirra að einhverju leyti. Við fyrstu sýn kann þetta að virðast fjarstæðukennd fullyrðing. GDPR og PSD2 munu fjölga þátttakendum á fjármálamarkaði, en samhliða því jafna nýju lögin í raun samkeppnisstöðu hefðbundinna fjármálafyrirtækja gagnvart netrisunum sem þurfa einnig að uppfylla þessa sömu löggjöf og tryggja aðgengi þriðju aðila að þeim persónugreinanlegu gögnum sem þau geyma. Neytendur munu því líka geta krafið netrisana um sín gögn, fjárhagsgögn sem og önnur persónugreinanleg gögn, og flutt þau til nýrra þjónustuveitenda, t.d. banka. Þessar breytingar kalla þó á að litlar fjármálastofnanir eins og þær íslensku rannsaki og nýti sér þau tækifæri sem PSD2 og GPDR skapa, endurskoði viðskiptamódel sín og leiti leiða til að auka samkeppnishæfni sína með framþróun nýrra lausna. Einnig eru fjölmörg dæmi um það í Evrópu að bankar séu að sameina krafta sína í þróun og markaðssetningu nýrra sameiginlegra lausna til þess að bæta samkeppnisstöðu sína gagnvart netrisunum. Í næsta pistli verður fjallað um ný tekjumódel í greiðslum. Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í athyglisverðri grein sem birtist nýverið í tímaritinu Economist var því haldið fram að gögn séu orðin verðmætustu auðlindir hagkerfisins í dag og séu í raun olía tuttugustu og fyrstu aldar. Líkt og í upphafi olíualdarinnar þá sé að myndast fákeppnismarkaður um gögn þar sem handfylli netrisa drottni yfir öðrum fyrirtækjum. Gögn breyta hins vegar eðli samkeppninnar. Því fleiri sem nota tiltekna lausn því meira gagnamagn verður til sem gerir tæknifyrirtækjum kleift að nýta þau til að betrumbæta afurðir sínar, gera þær sýnilegri og áhugaverðari fyrir neytendur. „Eftirlitskerfi netrisanna nær yfir allan heiminn: Google veit að hverju þú leitar, Facebook veit hverju þú deilir og Amazon veit hvað þú kaupir. Netrisarnir hafi í raun „augu Guðs“ til að fylgjast með hvað er að gerist á þeirra mörkuðum og jafnvel út fyrir þá,“ segir í grein The Economist. Nánast ótakmarkað aðgengi þeirra að gögnum verndar netrisana fyrir mögulegri samkeppni, t.a.m. geta þeir séð strax hvaða nýja vara og þjónusta nýtur hylli almennings.Kapphlaup fjármálafyrirtækja og netrisa Fjárhagsgögn viðskiptavina hafa ávallt gegnt mikilvægu hlutverki í hefðbundinni bankastarfsemi. Bankar hafa nýtt þau meðal annars til að meta áhættu í viðskiptum, greiðslugetu viðskiptavina og til að verðleggja lán og þjónustu. Lengi vel tryggðu lög um fjármálafyrirtæki bönkum „einkarétt“ á fjárhagsgögnum sinna viðskiptavina, sem veitti þeim sterka sérstöðu á markaði. Hins vegar hefur á undanförnum árum molnað nokkuð hratt undan „einkarétti“ fjármálafyrirtækja á fjárhagsgögnum viðskiptavina með framþróun nýrra tæknilausna og vilja ýmissa tæknifyrirtækja og fjártæknifyrirtækja (e. FinTech) til að afla sér réttinda sem fjármálafyrirtæki. Í raun er hafið kapphlaup á milli hefðbundinna fjármálafyrirtækja og nýrra þátttakenda á fjármálamarkaði um þau verðmæti sem felast í fjárhagsgögnum einstaklinga og fyrirtækja. Stærstu netfyrirtæki heims eru þegar byrjuð að nýta yfirburði sína í gögnum til að keppa við hefðbundin fjármálafyrirtæki. Amazon hefur tekið markviss skref inn á fjármálamarkaðinn með þjónustu á borð við Amazon Payments og Amazon Lending. Enn fremur hefur félagið aflað sér réttinda sem fjármálafyrirtæki í ýmsum löndum. Þá er Amazon orðið nokkuð stórtækt í útlánastarfsemi en félagið lánaði á síðasta ári um einn milljarð dollara til sjálfstæðra söluaðila sem reka eigin vefverslanir á markaðstorgi Amazon. Netrisinn getur beitt allt öðrum aðferðum en hefðbundinn banki við að meta áhættu í viðskiptum og við verðlagningu lána, enda býr félagið yfir rauntímagögnum um hvað lántakinn veltir miklu, hver veltuhraði lagersins er, hve hratt hann nær að afhenda afurðir til viðskiptavina, hve miklu af afurðum er skilað, o.s.frv. Í mörgum tilfellum geymir lántakinn afurðirnar einnig í vöruhúsi Amazon, sem Amazon tekur svo veð í, og áhættan er því sáralítil.Samkeppni smælingjanna við netrisana Þótt ljóst sé að samkeppnin við netrisana muni reyna á evrópsk og íslensk fjármálafyrirtæki þá munu ný greiðsluþjónustulög (e. PSD2) og ný samevrópsk persónuverndarreglugerð (e. GDPR) jafna samkeppnisstöðu þeirra að einhverju leyti. Við fyrstu sýn kann þetta að virðast fjarstæðukennd fullyrðing. GDPR og PSD2 munu fjölga þátttakendum á fjármálamarkaði, en samhliða því jafna nýju lögin í raun samkeppnisstöðu hefðbundinna fjármálafyrirtækja gagnvart netrisunum sem þurfa einnig að uppfylla þessa sömu löggjöf og tryggja aðgengi þriðju aðila að þeim persónugreinanlegu gögnum sem þau geyma. Neytendur munu því líka geta krafið netrisana um sín gögn, fjárhagsgögn sem og önnur persónugreinanleg gögn, og flutt þau til nýrra þjónustuveitenda, t.d. banka. Þessar breytingar kalla þó á að litlar fjármálastofnanir eins og þær íslensku rannsaki og nýti sér þau tækifæri sem PSD2 og GPDR skapa, endurskoði viðskiptamódel sín og leiti leiða til að auka samkeppnishæfni sína með framþróun nýrra lausna. Einnig eru fjölmörg dæmi um það í Evrópu að bankar séu að sameina krafta sína í þróun og markaðssetningu nýrra sameiginlegra lausna til þess að bæta samkeppnisstöðu sína gagnvart netrisunum. Í næsta pistli verður fjallað um ný tekjumódel í greiðslum. Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun