Kapphlaupið um gögnin Friðrik Þór Snorrason skrifar 20. september 2017 07:00 Í athyglisverðri grein sem birtist nýverið í tímaritinu Economist var því haldið fram að gögn séu orðin verðmætustu auðlindir hagkerfisins í dag og séu í raun olía tuttugustu og fyrstu aldar. Líkt og í upphafi olíualdarinnar þá sé að myndast fákeppnismarkaður um gögn þar sem handfylli netrisa drottni yfir öðrum fyrirtækjum. Gögn breyta hins vegar eðli samkeppninnar. Því fleiri sem nota tiltekna lausn því meira gagnamagn verður til sem gerir tæknifyrirtækjum kleift að nýta þau til að betrumbæta afurðir sínar, gera þær sýnilegri og áhugaverðari fyrir neytendur. „Eftirlitskerfi netrisanna nær yfir allan heiminn: Google veit að hverju þú leitar, Facebook veit hverju þú deilir og Amazon veit hvað þú kaupir. Netrisarnir hafi í raun „augu Guðs“ til að fylgjast með hvað er að gerist á þeirra mörkuðum og jafnvel út fyrir þá,“ segir í grein The Economist. Nánast ótakmarkað aðgengi þeirra að gögnum verndar netrisana fyrir mögulegri samkeppni, t.a.m. geta þeir séð strax hvaða nýja vara og þjónusta nýtur hylli almennings.Kapphlaup fjármálafyrirtækja og netrisa Fjárhagsgögn viðskiptavina hafa ávallt gegnt mikilvægu hlutverki í hefðbundinni bankastarfsemi. Bankar hafa nýtt þau meðal annars til að meta áhættu í viðskiptum, greiðslugetu viðskiptavina og til að verðleggja lán og þjónustu. Lengi vel tryggðu lög um fjármálafyrirtæki bönkum „einkarétt“ á fjárhagsgögnum sinna viðskiptavina, sem veitti þeim sterka sérstöðu á markaði. Hins vegar hefur á undanförnum árum molnað nokkuð hratt undan „einkarétti“ fjármálafyrirtækja á fjárhagsgögnum viðskiptavina með framþróun nýrra tæknilausna og vilja ýmissa tæknifyrirtækja og fjártæknifyrirtækja (e. FinTech) til að afla sér réttinda sem fjármálafyrirtæki. Í raun er hafið kapphlaup á milli hefðbundinna fjármálafyrirtækja og nýrra þátttakenda á fjármálamarkaði um þau verðmæti sem felast í fjárhagsgögnum einstaklinga og fyrirtækja. Stærstu netfyrirtæki heims eru þegar byrjuð að nýta yfirburði sína í gögnum til að keppa við hefðbundin fjármálafyrirtæki. Amazon hefur tekið markviss skref inn á fjármálamarkaðinn með þjónustu á borð við Amazon Payments og Amazon Lending. Enn fremur hefur félagið aflað sér réttinda sem fjármálafyrirtæki í ýmsum löndum. Þá er Amazon orðið nokkuð stórtækt í útlánastarfsemi en félagið lánaði á síðasta ári um einn milljarð dollara til sjálfstæðra söluaðila sem reka eigin vefverslanir á markaðstorgi Amazon. Netrisinn getur beitt allt öðrum aðferðum en hefðbundinn banki við að meta áhættu í viðskiptum og við verðlagningu lána, enda býr félagið yfir rauntímagögnum um hvað lántakinn veltir miklu, hver veltuhraði lagersins er, hve hratt hann nær að afhenda afurðir til viðskiptavina, hve miklu af afurðum er skilað, o.s.frv. Í mörgum tilfellum geymir lántakinn afurðirnar einnig í vöruhúsi Amazon, sem Amazon tekur svo veð í, og áhættan er því sáralítil.Samkeppni smælingjanna við netrisana Þótt ljóst sé að samkeppnin við netrisana muni reyna á evrópsk og íslensk fjármálafyrirtæki þá munu ný greiðsluþjónustulög (e. PSD2) og ný samevrópsk persónuverndarreglugerð (e. GDPR) jafna samkeppnisstöðu þeirra að einhverju leyti. Við fyrstu sýn kann þetta að virðast fjarstæðukennd fullyrðing. GDPR og PSD2 munu fjölga þátttakendum á fjármálamarkaði, en samhliða því jafna nýju lögin í raun samkeppnisstöðu hefðbundinna fjármálafyrirtækja gagnvart netrisunum sem þurfa einnig að uppfylla þessa sömu löggjöf og tryggja aðgengi þriðju aðila að þeim persónugreinanlegu gögnum sem þau geyma. Neytendur munu því líka geta krafið netrisana um sín gögn, fjárhagsgögn sem og önnur persónugreinanleg gögn, og flutt þau til nýrra þjónustuveitenda, t.d. banka. Þessar breytingar kalla þó á að litlar fjármálastofnanir eins og þær íslensku rannsaki og nýti sér þau tækifæri sem PSD2 og GPDR skapa, endurskoði viðskiptamódel sín og leiti leiða til að auka samkeppnishæfni sína með framþróun nýrra lausna. Einnig eru fjölmörg dæmi um það í Evrópu að bankar séu að sameina krafta sína í þróun og markaðssetningu nýrra sameiginlegra lausna til þess að bæta samkeppnisstöðu sína gagnvart netrisunum. Í næsta pistli verður fjallað um ný tekjumódel í greiðslum. Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í athyglisverðri grein sem birtist nýverið í tímaritinu Economist var því haldið fram að gögn séu orðin verðmætustu auðlindir hagkerfisins í dag og séu í raun olía tuttugustu og fyrstu aldar. Líkt og í upphafi olíualdarinnar þá sé að myndast fákeppnismarkaður um gögn þar sem handfylli netrisa drottni yfir öðrum fyrirtækjum. Gögn breyta hins vegar eðli samkeppninnar. Því fleiri sem nota tiltekna lausn því meira gagnamagn verður til sem gerir tæknifyrirtækjum kleift að nýta þau til að betrumbæta afurðir sínar, gera þær sýnilegri og áhugaverðari fyrir neytendur. „Eftirlitskerfi netrisanna nær yfir allan heiminn: Google veit að hverju þú leitar, Facebook veit hverju þú deilir og Amazon veit hvað þú kaupir. Netrisarnir hafi í raun „augu Guðs“ til að fylgjast með hvað er að gerist á þeirra mörkuðum og jafnvel út fyrir þá,“ segir í grein The Economist. Nánast ótakmarkað aðgengi þeirra að gögnum verndar netrisana fyrir mögulegri samkeppni, t.a.m. geta þeir séð strax hvaða nýja vara og þjónusta nýtur hylli almennings.Kapphlaup fjármálafyrirtækja og netrisa Fjárhagsgögn viðskiptavina hafa ávallt gegnt mikilvægu hlutverki í hefðbundinni bankastarfsemi. Bankar hafa nýtt þau meðal annars til að meta áhættu í viðskiptum, greiðslugetu viðskiptavina og til að verðleggja lán og þjónustu. Lengi vel tryggðu lög um fjármálafyrirtæki bönkum „einkarétt“ á fjárhagsgögnum sinna viðskiptavina, sem veitti þeim sterka sérstöðu á markaði. Hins vegar hefur á undanförnum árum molnað nokkuð hratt undan „einkarétti“ fjármálafyrirtækja á fjárhagsgögnum viðskiptavina með framþróun nýrra tæknilausna og vilja ýmissa tæknifyrirtækja og fjártæknifyrirtækja (e. FinTech) til að afla sér réttinda sem fjármálafyrirtæki. Í raun er hafið kapphlaup á milli hefðbundinna fjármálafyrirtækja og nýrra þátttakenda á fjármálamarkaði um þau verðmæti sem felast í fjárhagsgögnum einstaklinga og fyrirtækja. Stærstu netfyrirtæki heims eru þegar byrjuð að nýta yfirburði sína í gögnum til að keppa við hefðbundin fjármálafyrirtæki. Amazon hefur tekið markviss skref inn á fjármálamarkaðinn með þjónustu á borð við Amazon Payments og Amazon Lending. Enn fremur hefur félagið aflað sér réttinda sem fjármálafyrirtæki í ýmsum löndum. Þá er Amazon orðið nokkuð stórtækt í útlánastarfsemi en félagið lánaði á síðasta ári um einn milljarð dollara til sjálfstæðra söluaðila sem reka eigin vefverslanir á markaðstorgi Amazon. Netrisinn getur beitt allt öðrum aðferðum en hefðbundinn banki við að meta áhættu í viðskiptum og við verðlagningu lána, enda býr félagið yfir rauntímagögnum um hvað lántakinn veltir miklu, hver veltuhraði lagersins er, hve hratt hann nær að afhenda afurðir til viðskiptavina, hve miklu af afurðum er skilað, o.s.frv. Í mörgum tilfellum geymir lántakinn afurðirnar einnig í vöruhúsi Amazon, sem Amazon tekur svo veð í, og áhættan er því sáralítil.Samkeppni smælingjanna við netrisana Þótt ljóst sé að samkeppnin við netrisana muni reyna á evrópsk og íslensk fjármálafyrirtæki þá munu ný greiðsluþjónustulög (e. PSD2) og ný samevrópsk persónuverndarreglugerð (e. GDPR) jafna samkeppnisstöðu þeirra að einhverju leyti. Við fyrstu sýn kann þetta að virðast fjarstæðukennd fullyrðing. GDPR og PSD2 munu fjölga þátttakendum á fjármálamarkaði, en samhliða því jafna nýju lögin í raun samkeppnisstöðu hefðbundinna fjármálafyrirtækja gagnvart netrisunum sem þurfa einnig að uppfylla þessa sömu löggjöf og tryggja aðgengi þriðju aðila að þeim persónugreinanlegu gögnum sem þau geyma. Neytendur munu því líka geta krafið netrisana um sín gögn, fjárhagsgögn sem og önnur persónugreinanleg gögn, og flutt þau til nýrra þjónustuveitenda, t.d. banka. Þessar breytingar kalla þó á að litlar fjármálastofnanir eins og þær íslensku rannsaki og nýti sér þau tækifæri sem PSD2 og GPDR skapa, endurskoði viðskiptamódel sín og leiti leiða til að auka samkeppnishæfni sína með framþróun nýrra lausna. Einnig eru fjölmörg dæmi um það í Evrópu að bankar séu að sameina krafta sína í þróun og markaðssetningu nýrra sameiginlegra lausna til þess að bæta samkeppnisstöðu sína gagnvart netrisunum. Í næsta pistli verður fjallað um ný tekjumódel í greiðslum. Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar