Slæmur skellur í fyrsta leik hjá stelpunum á Smáþjóðaleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2017 14:42 Íslensku stelpurnar fyrir leik. Mynd/KKÍ Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta byrjar ekki vel á Smáþjóðaleikunum í San Marinó en liðið tapaði með 19 stigum á móti Möltu í dag, 68-49. Tapið þýðir að íslenska liðið á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna gullverðlaun á mótinu. Þetta er stærsta tap íslenska kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikum frá 1991 og stærsta tap Íslands fyrir Möltu frá upphafi. Íslenska liðið hitti aðeins úr 27 prósent skota sinna í þessum leik og Malta skoraði 25 stig eftir tapaða bolta hjá íslenska liðinu. Það sást því langar leiðir að þetta var fyrsti landsleikur stelpnanna í meira en sex mánuði. Hildur Björg Kjartansdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 13 stig og 11 fráköst. Helena Sverrisdóttir spilaði ekki með í dag en hún var hvíld vegna meiðsla á kálfa. Liðin hittu illa í byrjun en í stöðunni 5-5 skildu leiðir. Malta skoraði fjórtán stig í röð og leiddi síðan 19-6 eftir fyrsta leikhlutann. Íslensku stelpurnar hittu aðeins úr 15 prósent skota sinna í fyrsta leikhluta liðsins á árinu 2017 (2 af 13). Maltneska liðið var komið 23 stigum yfir, 30-7, þegar annar leikhlutinn var hálfnaður en íslenska liðinu tókst að minnka muninn í sautján stig fyrir hálfleik, 37-20. Íslenska liðið náði hinsvegar ekki að laga stöðuna í þriðja leikhlutanum sem liðið tapaði 23-12 og var þar með komið 28 stigum undir, 60-32, fyrir lokaleikhlutann. Íslensku stelpurnar löguðu stöðuna í lokin með því að skora 15 af síðustu 19 stigum leiksins og munurinn var því „bara“ 19 stig í lokin. Malta hefur unnið tvo stórsigra á leikunum því liðið vann 31 stigs sigur á Kýpur í gær. Lúxemborg er fjórða liðið á leikunum en Lúxemborg vann 59-47 sigur á Kýpur fyrr í dag.Atkvæðamestar í íslenska liðinu í leiknum: Hildur Björg Kjartansdóttir 13 stig, 11 fráköst Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7 stig Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7 stig Sandra Lind Þrastardóttir 6 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 5 stig Berglind Gunnarsdóttir 4 stig Ingunn Embla Kristínardóttir 2 stig Hallveig Jónsdóttir 2 stig Thelma Dís Ágústsdóttir 2 stig Sara Rún Hinriksdóttir 1 stig Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði ekki í sínum fyrsta landsleik. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta byrjar ekki vel á Smáþjóðaleikunum í San Marinó en liðið tapaði með 19 stigum á móti Möltu í dag, 68-49. Tapið þýðir að íslenska liðið á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna gullverðlaun á mótinu. Þetta er stærsta tap íslenska kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikum frá 1991 og stærsta tap Íslands fyrir Möltu frá upphafi. Íslenska liðið hitti aðeins úr 27 prósent skota sinna í þessum leik og Malta skoraði 25 stig eftir tapaða bolta hjá íslenska liðinu. Það sást því langar leiðir að þetta var fyrsti landsleikur stelpnanna í meira en sex mánuði. Hildur Björg Kjartansdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 13 stig og 11 fráköst. Helena Sverrisdóttir spilaði ekki með í dag en hún var hvíld vegna meiðsla á kálfa. Liðin hittu illa í byrjun en í stöðunni 5-5 skildu leiðir. Malta skoraði fjórtán stig í röð og leiddi síðan 19-6 eftir fyrsta leikhlutann. Íslensku stelpurnar hittu aðeins úr 15 prósent skota sinna í fyrsta leikhluta liðsins á árinu 2017 (2 af 13). Maltneska liðið var komið 23 stigum yfir, 30-7, þegar annar leikhlutinn var hálfnaður en íslenska liðinu tókst að minnka muninn í sautján stig fyrir hálfleik, 37-20. Íslenska liðið náði hinsvegar ekki að laga stöðuna í þriðja leikhlutanum sem liðið tapaði 23-12 og var þar með komið 28 stigum undir, 60-32, fyrir lokaleikhlutann. Íslensku stelpurnar löguðu stöðuna í lokin með því að skora 15 af síðustu 19 stigum leiksins og munurinn var því „bara“ 19 stig í lokin. Malta hefur unnið tvo stórsigra á leikunum því liðið vann 31 stigs sigur á Kýpur í gær. Lúxemborg er fjórða liðið á leikunum en Lúxemborg vann 59-47 sigur á Kýpur fyrr í dag.Atkvæðamestar í íslenska liðinu í leiknum: Hildur Björg Kjartansdóttir 13 stig, 11 fráköst Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7 stig Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7 stig Sandra Lind Þrastardóttir 6 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 5 stig Berglind Gunnarsdóttir 4 stig Ingunn Embla Kristínardóttir 2 stig Hallveig Jónsdóttir 2 stig Thelma Dís Ágústsdóttir 2 stig Sara Rún Hinriksdóttir 1 stig Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði ekki í sínum fyrsta landsleik.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira