Lögfræði eða leikjafræði? Jónas Sigurgeirsson skrifar 19. júlí 2017 07:00 Í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svokallaða Marple-máli var fangelsisdómur þyngdur yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings banka. Dómurinn, sem kveðinn er upp tæpum áratug eftir umþrætta atburði, markar ákveðin þáttaskil í íslenskri réttarfarssögu þar sem í fyrsta sinn er farið út fyrir hámarksrefsiramma, sex ára fangelsi, fyrir efnahagsbrot. Einkar athyglisvert er að þessi tímamótadómur um þyngingu refsingar verður við endurupptöku máls sem Hæstiréttur hafði áður ógilt vegna vanhæfis sérfróðs meðdómara.Forsaga vanhæfisÞað var á opnum fundi í Háskóla Íslands um nýjar heimildir um fjármálahrunið í janúar 2015 sem ég sá fyrst Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í viðskiptafræði. Þar hafði hann sig í frammi og mátti heyra að hann bar þungan hug til bankamanna og virtist lítt hrifinn af því að framsögumenn tækju upp mögulegar varnir fyrir þá. Framkoma hans vakti athygli mína og stuttu síðar, fyrir algera tilviljun, bar nafn hans á góma þegar fyrrverandi nemandi hans fullyrti að hann hefði haldið því fram í kennslustund að bönkunum hefði verið stjórnað af glæpamönnum. Þegar nafn þessa sama Ásgeirs Brynjars Torfasonar birtist í fjölmiðlum, í september 2015, um að hann væri sérfróður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur að ósk Símonar Sigvaldasonar, dómara í Marple-máli sérstaks saksóknara gegn forsvarsmönnum Kaupþings banka, hafði ég samband við Hreiðar Má og benti honum á vanhæfið. Hreiðar Már hafði strax samband við verjanda sinn en málflutningi var þá nýlega lokið. Í kjölfarið fundu verjendur eitt og annað sérkennilegt á samfélagsmiðlum um afstöðu Ásgeirs Brynjars gagnvart bankamönnum og kröfðust þess í kjölfarið að dómarinn viki sæti og málflutningur yrði endurtekinn. Símon Sigvaldason, sem var dómsformaður í málinu, lét þessar kröfur sem vind um eyru þjóta og felldi þungan dóm yfir sakborningum. Nokkrum mánuðum síðar sló Hæstiréttur hins vegar á fingur Símonar og ógilti dóminn vegna augljóss vanhæfis Ásgeirs Brynjars. Tugmilljóna króna kostnaður vegna þessara mistaka lenti á ríkissjóði og varð því að flytja málið að nýju. Ásgeir Brynjar Torfason er stofnandi og stjórnarmaður í félaginu „Gagnsæi – samtök gegn spillingu“. Reynt er að tryggja óhlutdrægni dómstóla með lögum enda eru óvilhallir dómstólar einn helsti mælikvarði á spillingu í samfélögum. Dómurum, sem taka sæti í slíkum dómstól, ber skylda til samkvæmt reglum um gagnsæi að upplýsa um atvik sem eru til þess fallin að draga úr trausti fólks, sem á frelsi sitt undir niðurstöðunni, til hlutlægni þeirra. Þessi augljósu sannindi virðast bæði vefjast fyrir stjórnarmanni Gagnsæis og Símoni Sigvaldasyni dómsformanni.Er hægt að treysta á óhæði dómara? Málið var endurflutt nú í byrjun júní. Kröfum verjenda sakborninga um að Símon Sigvaldason viki sæti í málinu vegna fyrri afstöðu og nýir dómarar kæmu að því voru virtar að vettugi. Nýr dómur í Marple-málinu var birtur nú í byrjun júlí. Hann er samhljóða fyrri dómi í öllum atriðum nema því að refsing yfir Hreiðari Má er þyngd. Sú spurning vaknar því óhjákvæmilega hvort það hafi verið slæm mistök hjá mér að láta fyrrverandi starfsfélaga vita af því að sérfróður meðdómari í máli hans væri vanhæfur. Hvort í dómsorði felist þau skilaboð til lögmanna að allar ábendingar um vanhæfi dómara séu illa séðar og mögulega látnar bitna á skjólstæðingum þeirra? Með dómnum var farið út fyrir refsimörk sem mögulega kann að leiða til þyngri refsingar yfir þeim sem enn bíða dóms níu árum eftir fall bankanna. Ef ábending um augljóst vanhæfi leiðir til þyngingar dóma, þá er þetta ekki lengur lögfræði, heldur einhvers konar leikjafræði sem jaðrar við valdníðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þremenningar dæmdir skaðabótaskyldir í Marple-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi kröfu þrotabús Kaupþings um að Hreiðar Már Sigurðsson, Skúli Þorvaldsson og Magnús Guðmundsson sé skaðabótaskyldir vegna tjóns bankans af viðskiptum við félagið Marple Holding. 4. júlí 2017 17:52 Marple-málið: Dómur yfir Hreiðari Má þyngdur Þyngsti dómurinn hljóðar upp á átján mánaða fangelsi. 4. júlí 2017 14:15 Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svokallaða Marple-máli var fangelsisdómur þyngdur yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings banka. Dómurinn, sem kveðinn er upp tæpum áratug eftir umþrætta atburði, markar ákveðin þáttaskil í íslenskri réttarfarssögu þar sem í fyrsta sinn er farið út fyrir hámarksrefsiramma, sex ára fangelsi, fyrir efnahagsbrot. Einkar athyglisvert er að þessi tímamótadómur um þyngingu refsingar verður við endurupptöku máls sem Hæstiréttur hafði áður ógilt vegna vanhæfis sérfróðs meðdómara.Forsaga vanhæfisÞað var á opnum fundi í Háskóla Íslands um nýjar heimildir um fjármálahrunið í janúar 2015 sem ég sá fyrst Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í viðskiptafræði. Þar hafði hann sig í frammi og mátti heyra að hann bar þungan hug til bankamanna og virtist lítt hrifinn af því að framsögumenn tækju upp mögulegar varnir fyrir þá. Framkoma hans vakti athygli mína og stuttu síðar, fyrir algera tilviljun, bar nafn hans á góma þegar fyrrverandi nemandi hans fullyrti að hann hefði haldið því fram í kennslustund að bönkunum hefði verið stjórnað af glæpamönnum. Þegar nafn þessa sama Ásgeirs Brynjars Torfasonar birtist í fjölmiðlum, í september 2015, um að hann væri sérfróður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur að ósk Símonar Sigvaldasonar, dómara í Marple-máli sérstaks saksóknara gegn forsvarsmönnum Kaupþings banka, hafði ég samband við Hreiðar Má og benti honum á vanhæfið. Hreiðar Már hafði strax samband við verjanda sinn en málflutningi var þá nýlega lokið. Í kjölfarið fundu verjendur eitt og annað sérkennilegt á samfélagsmiðlum um afstöðu Ásgeirs Brynjars gagnvart bankamönnum og kröfðust þess í kjölfarið að dómarinn viki sæti og málflutningur yrði endurtekinn. Símon Sigvaldason, sem var dómsformaður í málinu, lét þessar kröfur sem vind um eyru þjóta og felldi þungan dóm yfir sakborningum. Nokkrum mánuðum síðar sló Hæstiréttur hins vegar á fingur Símonar og ógilti dóminn vegna augljóss vanhæfis Ásgeirs Brynjars. Tugmilljóna króna kostnaður vegna þessara mistaka lenti á ríkissjóði og varð því að flytja málið að nýju. Ásgeir Brynjar Torfason er stofnandi og stjórnarmaður í félaginu „Gagnsæi – samtök gegn spillingu“. Reynt er að tryggja óhlutdrægni dómstóla með lögum enda eru óvilhallir dómstólar einn helsti mælikvarði á spillingu í samfélögum. Dómurum, sem taka sæti í slíkum dómstól, ber skylda til samkvæmt reglum um gagnsæi að upplýsa um atvik sem eru til þess fallin að draga úr trausti fólks, sem á frelsi sitt undir niðurstöðunni, til hlutlægni þeirra. Þessi augljósu sannindi virðast bæði vefjast fyrir stjórnarmanni Gagnsæis og Símoni Sigvaldasyni dómsformanni.Er hægt að treysta á óhæði dómara? Málið var endurflutt nú í byrjun júní. Kröfum verjenda sakborninga um að Símon Sigvaldason viki sæti í málinu vegna fyrri afstöðu og nýir dómarar kæmu að því voru virtar að vettugi. Nýr dómur í Marple-málinu var birtur nú í byrjun júlí. Hann er samhljóða fyrri dómi í öllum atriðum nema því að refsing yfir Hreiðari Má er þyngd. Sú spurning vaknar því óhjákvæmilega hvort það hafi verið slæm mistök hjá mér að láta fyrrverandi starfsfélaga vita af því að sérfróður meðdómari í máli hans væri vanhæfur. Hvort í dómsorði felist þau skilaboð til lögmanna að allar ábendingar um vanhæfi dómara séu illa séðar og mögulega látnar bitna á skjólstæðingum þeirra? Með dómnum var farið út fyrir refsimörk sem mögulega kann að leiða til þyngri refsingar yfir þeim sem enn bíða dóms níu árum eftir fall bankanna. Ef ábending um augljóst vanhæfi leiðir til þyngingar dóma, þá er þetta ekki lengur lögfræði, heldur einhvers konar leikjafræði sem jaðrar við valdníðslu.
Þremenningar dæmdir skaðabótaskyldir í Marple-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi kröfu þrotabús Kaupþings um að Hreiðar Már Sigurðsson, Skúli Þorvaldsson og Magnús Guðmundsson sé skaðabótaskyldir vegna tjóns bankans af viðskiptum við félagið Marple Holding. 4. júlí 2017 17:52
Marple-málið: Dómur yfir Hreiðari Má þyngdur Þyngsti dómurinn hljóðar upp á átján mánaða fangelsi. 4. júlí 2017 14:15
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun