Marple-málið: Dómur yfir Hreiðari Má þyngdur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júlí 2017 14:15 Frá dómsuppkvaðningu í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur þyngdi í dag dóm yfir Hreiðari Má Sigurðssyni í Marple-málinu svokallaða, eftir að málið var tekið fyrir öðru sinni. Hæstiréttur hafði vísað málinu í hérað vegna vanhæfis dómara. Hreiðar Már , fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg í átján mánaða fangelsi, og Skúli Þorvaldsson fjárfestir í sex mánaða fangelsi. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var sýknuð í málinu. Fjórmenningarnir voru ýmist ákærðir fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu og grundvallaðist ákæran af þremur ætluðum brotum. Hreiðar og Guðný Arna voru aðallega ákærð fyrir milljarða króna auðgunarbrot og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Þá var Skúli aðallega ákærður fyrir hylmingu, en um var að ræða millifærslur Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg fyrir samtals sex milljarða króna. Þá var sömuleiðis um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefnum af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding upp á samtals 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Kaupverðið var langt yfir markaðsverði samkvæmt ákæru og olli Kaupþingi fjártjóni. Guðný Arna og Hreiðar Már voru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Sem fyrr segir var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2015, en þar hlaut Magnús Guðmundsson þyngsta dóminn eða átján mánuði líkt og nú, Hreiðar Már og Skúli voru dæmdir í hálfs árs fangelsi og Guðný Arna sýknuð. Dómurinn var í kjölfarið ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar. Ásgeir sat í stjórn félagsins Gagnsæis, sem berst gegn spillingu, og var talinn vanhæfur meðal annars vegna ummæla sem hann lét falla í grein í Fréttablaðinu og vegna deilinga á samfélagsmiðlum á Facebook og Twitter. Tengdar fréttir Lektor við Háskóla Íslands vanhæfur til að dæma í Marple-málinu Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða var í dag ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 15:00 Vanhæfismál kostar tugmilljónir króna Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Marple-málinu var ómerktur í Hæstarétti í gær vegna vanhæfis meðdómara í málinu. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja kostnað við ómerkinguna hlaupa á tugum milljóna. Verjandi eins sakborning 24. febrúar 2017 07:00 Marple-málið: „Þungt að horfa upp á það að umbjóðandi minn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar“ Kristín Edwald, verjandi Magnúsar Guðmundssonar sem er einn af sakborningum í Marple-málinu, fagnar niðurstöðu Hæstaréttar frá því í dag en rétturinn ómerkti þá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda í málinu, Ásgeirs Brynjar Torfasonar, en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 16:27 Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur þyngdi í dag dóm yfir Hreiðari Má Sigurðssyni í Marple-málinu svokallaða, eftir að málið var tekið fyrir öðru sinni. Hæstiréttur hafði vísað málinu í hérað vegna vanhæfis dómara. Hreiðar Már , fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg í átján mánaða fangelsi, og Skúli Þorvaldsson fjárfestir í sex mánaða fangelsi. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var sýknuð í málinu. Fjórmenningarnir voru ýmist ákærðir fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu og grundvallaðist ákæran af þremur ætluðum brotum. Hreiðar og Guðný Arna voru aðallega ákærð fyrir milljarða króna auðgunarbrot og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Þá var Skúli aðallega ákærður fyrir hylmingu, en um var að ræða millifærslur Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg fyrir samtals sex milljarða króna. Þá var sömuleiðis um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefnum af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding upp á samtals 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Kaupverðið var langt yfir markaðsverði samkvæmt ákæru og olli Kaupþingi fjártjóni. Guðný Arna og Hreiðar Már voru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Sem fyrr segir var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2015, en þar hlaut Magnús Guðmundsson þyngsta dóminn eða átján mánuði líkt og nú, Hreiðar Már og Skúli voru dæmdir í hálfs árs fangelsi og Guðný Arna sýknuð. Dómurinn var í kjölfarið ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar. Ásgeir sat í stjórn félagsins Gagnsæis, sem berst gegn spillingu, og var talinn vanhæfur meðal annars vegna ummæla sem hann lét falla í grein í Fréttablaðinu og vegna deilinga á samfélagsmiðlum á Facebook og Twitter.
Tengdar fréttir Lektor við Háskóla Íslands vanhæfur til að dæma í Marple-málinu Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða var í dag ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 15:00 Vanhæfismál kostar tugmilljónir króna Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Marple-málinu var ómerktur í Hæstarétti í gær vegna vanhæfis meðdómara í málinu. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja kostnað við ómerkinguna hlaupa á tugum milljóna. Verjandi eins sakborning 24. febrúar 2017 07:00 Marple-málið: „Þungt að horfa upp á það að umbjóðandi minn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar“ Kristín Edwald, verjandi Magnúsar Guðmundssonar sem er einn af sakborningum í Marple-málinu, fagnar niðurstöðu Hæstaréttar frá því í dag en rétturinn ómerkti þá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda í málinu, Ásgeirs Brynjar Torfasonar, en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 16:27 Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Lektor við Háskóla Íslands vanhæfur til að dæma í Marple-málinu Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða var í dag ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 15:00
Vanhæfismál kostar tugmilljónir króna Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Marple-málinu var ómerktur í Hæstarétti í gær vegna vanhæfis meðdómara í málinu. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja kostnað við ómerkinguna hlaupa á tugum milljóna. Verjandi eins sakborning 24. febrúar 2017 07:00
Marple-málið: „Þungt að horfa upp á það að umbjóðandi minn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar“ Kristín Edwald, verjandi Magnúsar Guðmundssonar sem er einn af sakborningum í Marple-málinu, fagnar niðurstöðu Hæstaréttar frá því í dag en rétturinn ómerkti þá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda í málinu, Ásgeirs Brynjar Torfasonar, en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 16:27
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent