Tökum höndum saman Ráð Rótarinnar skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Ársins 2017 verður minnst fyrir það þegar konur risu upp þúsundum saman vestan hafs og austan til að segja frá hvers kyns kynferðisofbeldi sem þær hafa verið beittar af valdamönnum í þeirra nánasta umhverfi, hvort heldur er í lista- og stjórnmálum eða allt þar á milli. Þöggun og leyndarhyggja verður ekki lengur liðin. Styrkurinn felst í samtakamættinum og fjöldanum. Rannsóknir sýna að konur sem leita sér meðferðar við fíkn eiga í langflestum tilfellum að baki alvarlega áfalla- og ofbeldissögu sem hefur haft afgerandi áhrif á heilsu þeirra og líðan. Rótin vill nýta tækifærið og benda enn og aftur á ólíðandi ofbeldi gegn konum á meðferðarstöðvum sem þarf að stöðva.34,5% þátttakenda urðu fyrir kynferðislegri áreitni í meðferð Rótin kom að framkvæmd rannsóknar á reynslu kvenna af meðferðarúrræðum. Spurningalistar voru sendir til félaga í Rótinni en 34,6% sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í meðferð, 12% fyrir kynferðislegu ofbeldi, tæp 14% fyrir einelti og 28% fyrir andlegu ofbeldi. Einnig höfðu 6% orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og tæp 4% fyrir fjárhagslegu ofbeldi. Þátttakendur voru spurðir hvort þeir hefðu orðið fyrir áreitni og ofbeldi í meðferð eða orðið vitni að slíku. Alls 23% sögðust hafa orðið vitni að einelti í meðferðinni, 21% að óhóflegri valdbeitingu starfsfólks, 45% voru vitni að ófaglegum eða óviðeigandi athugasemdum starfsfólks og 35% ofbeldi gegn öðrum þátttakanda í meðferðinni, af hendi annarra þátttakenda, og 15% að hótun.Ofbeldi órjúfanlegur hluti tilverunnar Á það ber líka að líta að margar konur sem leita sér meðferðar skilgreina ofbeldi ekki sem ofbeldi þegar þær koma í meðferð þar sem það er órjúfanlegur hluti tilveru þeirra. Saga kvennanna var því einnig skoðuð með sérstöku tilliti til erfiðrar upplifunar í æsku og hvort að þær eigi sögu um ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöðurnar eru sláandi, 55% þátttakenda höfðu upplifað andlegt ofbeldi á heimili sínu í æsku, 34% líkamlegt ofbeldi, 51% kynferðislegt ofbeldi, 70% sögðu að skort hefði upp á ást og umhyggju í uppvextinum og 37% sögðust hafa verið vanrækt. Þá höfðu 20% upplifað líkamlegt ofbeldi gegn móður. Rúm 80% þátttakenda höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á fullorðinsárum, tæp 75% fyrir kynferðislegu ofbeldi, 88% fyrir andlegu ofbeldi, tæp 56% fyrir líkamlegu ofbeldi og rúm 46% fyrir fjárhagslegu ofbeldi og sama hlutfall hafði orðið fyrir einelti.Verður ekki liðið Rótin krefst þess að yfirvöld heilbrigðis- og félagsmála taki þessar niðurstöður alvarlega. Þó að rannsóknin hafi verið gerð á afmörkuðum hópi þá er margt í niðurstöðunum sem snýr að ofbeldisreynslu kvenna í meðferð í samræmi við erlendar rannsóknir. Rótin var ekki síst stofnuð vegna frásagna kvenna af ofbeldi og áreitni í meðferðar- og batakerfinu og frá upphafi höfum við haldið þeim á lofti, enda eru þær alþekktar meðal þeirra sem farið hafa í meðferð. Svörin hafa hins vegar iðulega verið þau að við séum fordómafullar. Nú er þolinmæði okkar á þrotum eins og annarra kvenna. Hið opinbera verður að sjá til þess að meðferðarstaðir séu öruggir staðir þar sem áreitni og ofbeldi kemur í veg fyrir að bataferli frá fíkn geti hafist. Til þess að svo megi verða þarf að ráðast í úttekt á kerfinu þar sem rætt er við notendur. Rótin telur að nú sé nóg komið af aðgerðarleysi vegna síendurtekinna frásagna úr meðferðarkerfinu og hefur sent Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnfréttismálaráðherra, erindi þar að lútandi.Áslaug Kristjana Árnadóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.Höfundar eru í ráði Rótarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Ársins 2017 verður minnst fyrir það þegar konur risu upp þúsundum saman vestan hafs og austan til að segja frá hvers kyns kynferðisofbeldi sem þær hafa verið beittar af valdamönnum í þeirra nánasta umhverfi, hvort heldur er í lista- og stjórnmálum eða allt þar á milli. Þöggun og leyndarhyggja verður ekki lengur liðin. Styrkurinn felst í samtakamættinum og fjöldanum. Rannsóknir sýna að konur sem leita sér meðferðar við fíkn eiga í langflestum tilfellum að baki alvarlega áfalla- og ofbeldissögu sem hefur haft afgerandi áhrif á heilsu þeirra og líðan. Rótin vill nýta tækifærið og benda enn og aftur á ólíðandi ofbeldi gegn konum á meðferðarstöðvum sem þarf að stöðva.34,5% þátttakenda urðu fyrir kynferðislegri áreitni í meðferð Rótin kom að framkvæmd rannsóknar á reynslu kvenna af meðferðarúrræðum. Spurningalistar voru sendir til félaga í Rótinni en 34,6% sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í meðferð, 12% fyrir kynferðislegu ofbeldi, tæp 14% fyrir einelti og 28% fyrir andlegu ofbeldi. Einnig höfðu 6% orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og tæp 4% fyrir fjárhagslegu ofbeldi. Þátttakendur voru spurðir hvort þeir hefðu orðið fyrir áreitni og ofbeldi í meðferð eða orðið vitni að slíku. Alls 23% sögðust hafa orðið vitni að einelti í meðferðinni, 21% að óhóflegri valdbeitingu starfsfólks, 45% voru vitni að ófaglegum eða óviðeigandi athugasemdum starfsfólks og 35% ofbeldi gegn öðrum þátttakanda í meðferðinni, af hendi annarra þátttakenda, og 15% að hótun.Ofbeldi órjúfanlegur hluti tilverunnar Á það ber líka að líta að margar konur sem leita sér meðferðar skilgreina ofbeldi ekki sem ofbeldi þegar þær koma í meðferð þar sem það er órjúfanlegur hluti tilveru þeirra. Saga kvennanna var því einnig skoðuð með sérstöku tilliti til erfiðrar upplifunar í æsku og hvort að þær eigi sögu um ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöðurnar eru sláandi, 55% þátttakenda höfðu upplifað andlegt ofbeldi á heimili sínu í æsku, 34% líkamlegt ofbeldi, 51% kynferðislegt ofbeldi, 70% sögðu að skort hefði upp á ást og umhyggju í uppvextinum og 37% sögðust hafa verið vanrækt. Þá höfðu 20% upplifað líkamlegt ofbeldi gegn móður. Rúm 80% þátttakenda höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á fullorðinsárum, tæp 75% fyrir kynferðislegu ofbeldi, 88% fyrir andlegu ofbeldi, tæp 56% fyrir líkamlegu ofbeldi og rúm 46% fyrir fjárhagslegu ofbeldi og sama hlutfall hafði orðið fyrir einelti.Verður ekki liðið Rótin krefst þess að yfirvöld heilbrigðis- og félagsmála taki þessar niðurstöður alvarlega. Þó að rannsóknin hafi verið gerð á afmörkuðum hópi þá er margt í niðurstöðunum sem snýr að ofbeldisreynslu kvenna í meðferð í samræmi við erlendar rannsóknir. Rótin var ekki síst stofnuð vegna frásagna kvenna af ofbeldi og áreitni í meðferðar- og batakerfinu og frá upphafi höfum við haldið þeim á lofti, enda eru þær alþekktar meðal þeirra sem farið hafa í meðferð. Svörin hafa hins vegar iðulega verið þau að við séum fordómafullar. Nú er þolinmæði okkar á þrotum eins og annarra kvenna. Hið opinbera verður að sjá til þess að meðferðarstaðir séu öruggir staðir þar sem áreitni og ofbeldi kemur í veg fyrir að bataferli frá fíkn geti hafist. Til þess að svo megi verða þarf að ráðast í úttekt á kerfinu þar sem rætt er við notendur. Rótin telur að nú sé nóg komið af aðgerðarleysi vegna síendurtekinna frásagna úr meðferðarkerfinu og hefur sent Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnfréttismálaráðherra, erindi þar að lútandi.Áslaug Kristjana Árnadóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.Höfundar eru í ráði Rótarinnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar