Tökum höndum saman Ráð Rótarinnar skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Ársins 2017 verður minnst fyrir það þegar konur risu upp þúsundum saman vestan hafs og austan til að segja frá hvers kyns kynferðisofbeldi sem þær hafa verið beittar af valdamönnum í þeirra nánasta umhverfi, hvort heldur er í lista- og stjórnmálum eða allt þar á milli. Þöggun og leyndarhyggja verður ekki lengur liðin. Styrkurinn felst í samtakamættinum og fjöldanum. Rannsóknir sýna að konur sem leita sér meðferðar við fíkn eiga í langflestum tilfellum að baki alvarlega áfalla- og ofbeldissögu sem hefur haft afgerandi áhrif á heilsu þeirra og líðan. Rótin vill nýta tækifærið og benda enn og aftur á ólíðandi ofbeldi gegn konum á meðferðarstöðvum sem þarf að stöðva.34,5% þátttakenda urðu fyrir kynferðislegri áreitni í meðferð Rótin kom að framkvæmd rannsóknar á reynslu kvenna af meðferðarúrræðum. Spurningalistar voru sendir til félaga í Rótinni en 34,6% sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í meðferð, 12% fyrir kynferðislegu ofbeldi, tæp 14% fyrir einelti og 28% fyrir andlegu ofbeldi. Einnig höfðu 6% orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og tæp 4% fyrir fjárhagslegu ofbeldi. Þátttakendur voru spurðir hvort þeir hefðu orðið fyrir áreitni og ofbeldi í meðferð eða orðið vitni að slíku. Alls 23% sögðust hafa orðið vitni að einelti í meðferðinni, 21% að óhóflegri valdbeitingu starfsfólks, 45% voru vitni að ófaglegum eða óviðeigandi athugasemdum starfsfólks og 35% ofbeldi gegn öðrum þátttakanda í meðferðinni, af hendi annarra þátttakenda, og 15% að hótun.Ofbeldi órjúfanlegur hluti tilverunnar Á það ber líka að líta að margar konur sem leita sér meðferðar skilgreina ofbeldi ekki sem ofbeldi þegar þær koma í meðferð þar sem það er órjúfanlegur hluti tilveru þeirra. Saga kvennanna var því einnig skoðuð með sérstöku tilliti til erfiðrar upplifunar í æsku og hvort að þær eigi sögu um ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöðurnar eru sláandi, 55% þátttakenda höfðu upplifað andlegt ofbeldi á heimili sínu í æsku, 34% líkamlegt ofbeldi, 51% kynferðislegt ofbeldi, 70% sögðu að skort hefði upp á ást og umhyggju í uppvextinum og 37% sögðust hafa verið vanrækt. Þá höfðu 20% upplifað líkamlegt ofbeldi gegn móður. Rúm 80% þátttakenda höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á fullorðinsárum, tæp 75% fyrir kynferðislegu ofbeldi, 88% fyrir andlegu ofbeldi, tæp 56% fyrir líkamlegu ofbeldi og rúm 46% fyrir fjárhagslegu ofbeldi og sama hlutfall hafði orðið fyrir einelti.Verður ekki liðið Rótin krefst þess að yfirvöld heilbrigðis- og félagsmála taki þessar niðurstöður alvarlega. Þó að rannsóknin hafi verið gerð á afmörkuðum hópi þá er margt í niðurstöðunum sem snýr að ofbeldisreynslu kvenna í meðferð í samræmi við erlendar rannsóknir. Rótin var ekki síst stofnuð vegna frásagna kvenna af ofbeldi og áreitni í meðferðar- og batakerfinu og frá upphafi höfum við haldið þeim á lofti, enda eru þær alþekktar meðal þeirra sem farið hafa í meðferð. Svörin hafa hins vegar iðulega verið þau að við séum fordómafullar. Nú er þolinmæði okkar á þrotum eins og annarra kvenna. Hið opinbera verður að sjá til þess að meðferðarstaðir séu öruggir staðir þar sem áreitni og ofbeldi kemur í veg fyrir að bataferli frá fíkn geti hafist. Til þess að svo megi verða þarf að ráðast í úttekt á kerfinu þar sem rætt er við notendur. Rótin telur að nú sé nóg komið af aðgerðarleysi vegna síendurtekinna frásagna úr meðferðarkerfinu og hefur sent Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnfréttismálaráðherra, erindi þar að lútandi.Áslaug Kristjana Árnadóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.Höfundar eru í ráði Rótarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ársins 2017 verður minnst fyrir það þegar konur risu upp þúsundum saman vestan hafs og austan til að segja frá hvers kyns kynferðisofbeldi sem þær hafa verið beittar af valdamönnum í þeirra nánasta umhverfi, hvort heldur er í lista- og stjórnmálum eða allt þar á milli. Þöggun og leyndarhyggja verður ekki lengur liðin. Styrkurinn felst í samtakamættinum og fjöldanum. Rannsóknir sýna að konur sem leita sér meðferðar við fíkn eiga í langflestum tilfellum að baki alvarlega áfalla- og ofbeldissögu sem hefur haft afgerandi áhrif á heilsu þeirra og líðan. Rótin vill nýta tækifærið og benda enn og aftur á ólíðandi ofbeldi gegn konum á meðferðarstöðvum sem þarf að stöðva.34,5% þátttakenda urðu fyrir kynferðislegri áreitni í meðferð Rótin kom að framkvæmd rannsóknar á reynslu kvenna af meðferðarúrræðum. Spurningalistar voru sendir til félaga í Rótinni en 34,6% sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í meðferð, 12% fyrir kynferðislegu ofbeldi, tæp 14% fyrir einelti og 28% fyrir andlegu ofbeldi. Einnig höfðu 6% orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og tæp 4% fyrir fjárhagslegu ofbeldi. Þátttakendur voru spurðir hvort þeir hefðu orðið fyrir áreitni og ofbeldi í meðferð eða orðið vitni að slíku. Alls 23% sögðust hafa orðið vitni að einelti í meðferðinni, 21% að óhóflegri valdbeitingu starfsfólks, 45% voru vitni að ófaglegum eða óviðeigandi athugasemdum starfsfólks og 35% ofbeldi gegn öðrum þátttakanda í meðferðinni, af hendi annarra þátttakenda, og 15% að hótun.Ofbeldi órjúfanlegur hluti tilverunnar Á það ber líka að líta að margar konur sem leita sér meðferðar skilgreina ofbeldi ekki sem ofbeldi þegar þær koma í meðferð þar sem það er órjúfanlegur hluti tilveru þeirra. Saga kvennanna var því einnig skoðuð með sérstöku tilliti til erfiðrar upplifunar í æsku og hvort að þær eigi sögu um ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöðurnar eru sláandi, 55% þátttakenda höfðu upplifað andlegt ofbeldi á heimili sínu í æsku, 34% líkamlegt ofbeldi, 51% kynferðislegt ofbeldi, 70% sögðu að skort hefði upp á ást og umhyggju í uppvextinum og 37% sögðust hafa verið vanrækt. Þá höfðu 20% upplifað líkamlegt ofbeldi gegn móður. Rúm 80% þátttakenda höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á fullorðinsárum, tæp 75% fyrir kynferðislegu ofbeldi, 88% fyrir andlegu ofbeldi, tæp 56% fyrir líkamlegu ofbeldi og rúm 46% fyrir fjárhagslegu ofbeldi og sama hlutfall hafði orðið fyrir einelti.Verður ekki liðið Rótin krefst þess að yfirvöld heilbrigðis- og félagsmála taki þessar niðurstöður alvarlega. Þó að rannsóknin hafi verið gerð á afmörkuðum hópi þá er margt í niðurstöðunum sem snýr að ofbeldisreynslu kvenna í meðferð í samræmi við erlendar rannsóknir. Rótin var ekki síst stofnuð vegna frásagna kvenna af ofbeldi og áreitni í meðferðar- og batakerfinu og frá upphafi höfum við haldið þeim á lofti, enda eru þær alþekktar meðal þeirra sem farið hafa í meðferð. Svörin hafa hins vegar iðulega verið þau að við séum fordómafullar. Nú er þolinmæði okkar á þrotum eins og annarra kvenna. Hið opinbera verður að sjá til þess að meðferðarstaðir séu öruggir staðir þar sem áreitni og ofbeldi kemur í veg fyrir að bataferli frá fíkn geti hafist. Til þess að svo megi verða þarf að ráðast í úttekt á kerfinu þar sem rætt er við notendur. Rótin telur að nú sé nóg komið af aðgerðarleysi vegna síendurtekinna frásagna úr meðferðarkerfinu og hefur sent Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnfréttismálaráðherra, erindi þar að lútandi.Áslaug Kristjana Árnadóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.Höfundar eru í ráði Rótarinnar.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun