Kæru farþegar, verið velkomin til Íslands Halldóra Gyða Matthíasdóttir skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Það er alltaf jafn yndisleg tilfinning að lenda á Keflavíkurflugvelli og fá hlýjar og góðar móttökur. Ég hef oft reynt að setja mig í spor ferðamanna sem koma til landsins, hvernig er upplifunin af því að vera gestur á Íslandi? Hvernig tökum við á móti ferðamönnum? Hvernig er viðhorf okkar gagnvart þeim og hversu opin og vingjarnleg erum við? Ég hef ferðast um vinsæla ferðamannastaði bæði hérlendis og erlendis og sú umræða að við séum komin að þolmörkum finnst mér ansi ýkt í þeim samanburði. Auk þess hefur aðstaða fyrir ferðamenn á Íslandi verið bætt verulega á mörgum stöðum og margir nýir og spennandi afþreyingarmöguleikar í boði. Hvað varðar umræðu um gjaldtöku þá finnst mér alls ekki óeðlilegt að greiða fyrir þjónustu sem er veitt hverju sinni, enda ræður framboð og eftirspurn alltaf þegar á hólminn er komið. Um 50% af hagvexti frá 2010 eru tilkomin vegna ferðaþjónustunnar og undanfarin sex ár hefur ferðaþjónustan búið til rúmlega níu þúsund ný störf og hlutfall greinarinnar í útflutningstekjum landsins hefur farið úr 20% árið 2010 í 39% árið 2016. Einn stærsti ferðaþjónustuaðili í heimi, TripAdvisor, setti Ísland á kortið í sumar þegar hann fór í sameiginlega markaðsherferð með Reykjavík Excursions og kynnti Ísland sem einn mest spennandi áfangastað í heimi. Viðskiptavinir TripAdvisor gátu tekið þátt í happdrætti þar sem vinningurinn var Unleash Iceland ferð til Íslands fyrir tvo, flug, gisting í fjórar nætur og margvíslegar dagsferðir. Ferðalagi vinningshafanna var fylgt eftir og var einstaklega gaman að fylgjast með upplifun þeirra. Upplifun hangir saman við væntingar. Því er mikilvægt að stýra væntingum og það er hlutverk allra Íslendinga að taka vel á móti ferðamönnum hvar sem þeir koma, hvort sem við erum í ferðaþjónustu eða ekki. Þá er gott að hafa í huga hvernig við viljum að tekið sé á móti okkur hvert sem við förum sem ferðamenn. Því er líka mikilvægt að við tölum á jákvæðan hátt um íslenska ferðaþjónustu.Við þökkum fyrir ánægjuleg kynni á Íslandi og vonumst til að sjá ykkur aftur fljótlega.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það er alltaf jafn yndisleg tilfinning að lenda á Keflavíkurflugvelli og fá hlýjar og góðar móttökur. Ég hef oft reynt að setja mig í spor ferðamanna sem koma til landsins, hvernig er upplifunin af því að vera gestur á Íslandi? Hvernig tökum við á móti ferðamönnum? Hvernig er viðhorf okkar gagnvart þeim og hversu opin og vingjarnleg erum við? Ég hef ferðast um vinsæla ferðamannastaði bæði hérlendis og erlendis og sú umræða að við séum komin að þolmörkum finnst mér ansi ýkt í þeim samanburði. Auk þess hefur aðstaða fyrir ferðamenn á Íslandi verið bætt verulega á mörgum stöðum og margir nýir og spennandi afþreyingarmöguleikar í boði. Hvað varðar umræðu um gjaldtöku þá finnst mér alls ekki óeðlilegt að greiða fyrir þjónustu sem er veitt hverju sinni, enda ræður framboð og eftirspurn alltaf þegar á hólminn er komið. Um 50% af hagvexti frá 2010 eru tilkomin vegna ferðaþjónustunnar og undanfarin sex ár hefur ferðaþjónustan búið til rúmlega níu þúsund ný störf og hlutfall greinarinnar í útflutningstekjum landsins hefur farið úr 20% árið 2010 í 39% árið 2016. Einn stærsti ferðaþjónustuaðili í heimi, TripAdvisor, setti Ísland á kortið í sumar þegar hann fór í sameiginlega markaðsherferð með Reykjavík Excursions og kynnti Ísland sem einn mest spennandi áfangastað í heimi. Viðskiptavinir TripAdvisor gátu tekið þátt í happdrætti þar sem vinningurinn var Unleash Iceland ferð til Íslands fyrir tvo, flug, gisting í fjórar nætur og margvíslegar dagsferðir. Ferðalagi vinningshafanna var fylgt eftir og var einstaklega gaman að fylgjast með upplifun þeirra. Upplifun hangir saman við væntingar. Því er mikilvægt að stýra væntingum og það er hlutverk allra Íslendinga að taka vel á móti ferðamönnum hvar sem þeir koma, hvort sem við erum í ferðaþjónustu eða ekki. Þá er gott að hafa í huga hvernig við viljum að tekið sé á móti okkur hvert sem við förum sem ferðamenn. Því er líka mikilvægt að við tölum á jákvæðan hátt um íslenska ferðaþjónustu.Við þökkum fyrir ánægjuleg kynni á Íslandi og vonumst til að sjá ykkur aftur fljótlega.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar