Skömmin er samfélagsins, ekki einstaklinganna Fríða Rós Valdimarsdóttir skrifar 10. desember 2017 10:00 Árið 2012 var ákveðið á Suðurnesjum að taka heimilisofbeldi á svæðinu föstum tökum þar sem augljóslega þjáðust margir vegna þeirra brota. Lögregla, félagsþjónusta, barnavernd, heilbrigðisstofnanir og aðrir tóku sig saman og fundu leið til að vinna málin saman náið saman með það að markmiði að uppræta heimilisofbeldi. Úr varð verkefnið „Að halda glugganum opnum“. Svo vel tókst til að tveimur árum síðar innleiddi Ríkislögreglustjóri reglur sem skylda lögreglu í landinu að vinna með heimilisofbeldismál í samræmi við það verklag sem þróað var á Suðurnesjum. Verklagið hefur ekki verið innleitt um allt land og ákvað Jafnréttisstofa að leggja af stað með verkefni sem gengur út á að styrkja kerfið um allt land til að takast á við heimilisofbeldismál – öll kerfin saman í sameiningu. Verkefnið heitir Byggjum brýr Brjótum múra og vísar í að milli kerfa þarf að mynda tengsl og fella niður gamlar hefðir þar sem hvert kerfi vinnur í sínu horni. Því það er svo sannarlega hægt. Jafnréttisstofa tekur hlutverki sínu í ofbeldismálum mjög alvarlega. Samkvæmt lögum á stofnunin að sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi tengda kynbundnu ofbeldi, vera ráðgefandi fyrir þau sem leita til hennar, vinna að forvörnum í kynbundnu ofbeldi og fylgjast með þróun mála meðal annars með upplýsingaöflun og rannsóknum. Ef litið er til síðustu 10 ára þá má sjá augljósan ávinning vinnulagsins „Að halda glugganum opnum“. Á árunum áður en verklagið var sett á, sem sagt á árunum 2007 til 2014, voru tilkynningar um heimilisofbeldi að meðaltali 26 mál á mánuði á landinu öllu. Meðaltalið er svo komið upp í 69 mál frá 2015 og það sem af er ári 2017. Ekkert bendir til að heimilisofbeldi hafi aukist á þessu tímabili heldur er með aukinni samvinnu hægt að koma þolendum og gerendum til aðstoðar. Það er reynsla lögreglunnar að nánast allir vilja þeir að ofbeldið hætti. Á Íslandi í dag er mikil vakning um hverskonar kynbundið ofbeldi og hefur Jafnréttisstofa ekki farið varhluta af því. Þráðurinn í þeirri vakningu er að breyta samfélaginu til framtíðar með því að breyta menningu þar sem kynbundið ofbeldi er ekki lengur umborið. Byggjum brýr Brjótum múra vill koma þeim skilaboðum til almennings að allt heimilisofbeldi á að tilkynna. Að það þurfi ekki að ríkja skömm gagnvart ofbeldi. Heimilisofbeldi er samfélagslegt vandamál og við þurfum að taka á því sem slíku. Til þess að uppræta vandmálið verðum við að vinna saman því kynbundið ofbeldi á aldrei rétt á sér.Höfundur er sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Árið 2012 var ákveðið á Suðurnesjum að taka heimilisofbeldi á svæðinu föstum tökum þar sem augljóslega þjáðust margir vegna þeirra brota. Lögregla, félagsþjónusta, barnavernd, heilbrigðisstofnanir og aðrir tóku sig saman og fundu leið til að vinna málin saman náið saman með það að markmiði að uppræta heimilisofbeldi. Úr varð verkefnið „Að halda glugganum opnum“. Svo vel tókst til að tveimur árum síðar innleiddi Ríkislögreglustjóri reglur sem skylda lögreglu í landinu að vinna með heimilisofbeldismál í samræmi við það verklag sem þróað var á Suðurnesjum. Verklagið hefur ekki verið innleitt um allt land og ákvað Jafnréttisstofa að leggja af stað með verkefni sem gengur út á að styrkja kerfið um allt land til að takast á við heimilisofbeldismál – öll kerfin saman í sameiningu. Verkefnið heitir Byggjum brýr Brjótum múra og vísar í að milli kerfa þarf að mynda tengsl og fella niður gamlar hefðir þar sem hvert kerfi vinnur í sínu horni. Því það er svo sannarlega hægt. Jafnréttisstofa tekur hlutverki sínu í ofbeldismálum mjög alvarlega. Samkvæmt lögum á stofnunin að sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi tengda kynbundnu ofbeldi, vera ráðgefandi fyrir þau sem leita til hennar, vinna að forvörnum í kynbundnu ofbeldi og fylgjast með þróun mála meðal annars með upplýsingaöflun og rannsóknum. Ef litið er til síðustu 10 ára þá má sjá augljósan ávinning vinnulagsins „Að halda glugganum opnum“. Á árunum áður en verklagið var sett á, sem sagt á árunum 2007 til 2014, voru tilkynningar um heimilisofbeldi að meðaltali 26 mál á mánuði á landinu öllu. Meðaltalið er svo komið upp í 69 mál frá 2015 og það sem af er ári 2017. Ekkert bendir til að heimilisofbeldi hafi aukist á þessu tímabili heldur er með aukinni samvinnu hægt að koma þolendum og gerendum til aðstoðar. Það er reynsla lögreglunnar að nánast allir vilja þeir að ofbeldið hætti. Á Íslandi í dag er mikil vakning um hverskonar kynbundið ofbeldi og hefur Jafnréttisstofa ekki farið varhluta af því. Þráðurinn í þeirri vakningu er að breyta samfélaginu til framtíðar með því að breyta menningu þar sem kynbundið ofbeldi er ekki lengur umborið. Byggjum brýr Brjótum múra vill koma þeim skilaboðum til almennings að allt heimilisofbeldi á að tilkynna. Að það þurfi ekki að ríkja skömm gagnvart ofbeldi. Heimilisofbeldi er samfélagslegt vandamál og við þurfum að taka á því sem slíku. Til þess að uppræta vandmálið verðum við að vinna saman því kynbundið ofbeldi á aldrei rétt á sér.Höfundur er sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar