Goðsagnir í hverri stöðu þegar FH og Valur mættust síðast í úrslitum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2017 15:00 Ólafur Stefánsson og Geir Sveinsson urðu báðir Íslandsmeistarar með Val 1993. mynd/brynjar gauti FH og Valur mætast í fyrsta leik í úrslitum Olís-deildar karla í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15. Tuttuguogfjögur ár eru liðin síðan liðin mættust síðast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. RÚV birti í dag skemmtilegt myndbrot úr fjórða leik liðanna 1993. Valsmenn mættu þá í Kaplakrika, unnu 21-23 sigur og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn urðu einnig deildar- og bikarmeistarar þetta tímabil og unnu því þrefalt. Valur vann svo Íslandsmeistaratitilinn næstu þrjú ár. FH og Valur voru bæði með ógnarsterk lið á þessum tíma og þegar rennt er yfir byrjunarliðin úr fjórða leiknum 1993 má sjá ýmis kunnugleg nöfn. Af þeim 14 leikmönnum sem byrjuðu leikinn eiga 13 þeirra a.m.k. níu landsleiki fyrir Íslands hönd. Sá eini sem á ekki landsleik er Alexei Trúfan sem er af rússnesku bergi brotinn. Í liðunum voru t.a.m. samtals sex leikmenn sem hjálpuðu Íslandi að vinna B-keppnina í Frakklandi 1989: Geir Sveinsson, Valdimar Grímsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Jakob Sigurðsson, Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen. Í liði Vals voru einnig ungstirnin Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson, þá tvítugir að aldri. Allir þekkja svo þeirra sögu í handboltanum. Leikmennirnir sem byrjuðu fjórða leik FH og Vals 1993 spiluðu samtals hvorki fleiri né færri en 2603 landsleiki, samkvæmt heimasíðu HSÍ.Byrjunarlið FH var þannig skipað (landsleikir í sviga): Markvörður: Bergsveinn Bergsveinsson (153) - 16/2 varin skot Vinstra horn: Gunnar Beinteinsson (85) - 3 mörk Vinstri skytta: Alexei Trúfan - 3/2 mörk Leikstjórnandi: Guðjón Árnason (43) - 9 mörk Hægri skytta: Kristján Arason (245) Hægra horn: Sigurður Sveinsson (9) - 4 mörk Línumaður: Þorgils Óttar Mathiesen (247)Aðrir markaskorarar: Hálfdán Þórðarson (línumaður) - 2 mörkByrjunarlið Vals var þannig skipað - mörk skoruð: Markvörður: Guðmundur Hrafnkelsson (407) - 17/2 varin skot Vinstri bakvörður: Jakob Sigurðsson (247) - 1 mark Vinstri skytta: Ingi Rafn Jónsson (11) - 3 mörk Leikstjórnandi: Dagur Sigurðsson (215) - 3 mörk Hægri skytta: Ólafur Stefánsson (330) - 5 mörk Hægra horn: Valdimar Grímsson (271) - 5/4 mörk Línumaður: Geir Sveinsson (340) - 6 mörkÚrslitaeinvígi FH og Vals um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hefst í kvöld. Það eru 24 ár síðan liðin mættust síðast í úrslitum. pic.twitter.com/NXy63Czt7p— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 10, 2017 Olís-deild karla Tengdar fréttir FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Valur og FH eru tvö sigursælustu karlaliðin í sögu íslenska handboltans og í kvöld hefst úrslitaeinvígi þeirra í Olís-deild karla. 10. maí 2017 06:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
FH og Valur mætast í fyrsta leik í úrslitum Olís-deildar karla í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15. Tuttuguogfjögur ár eru liðin síðan liðin mættust síðast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. RÚV birti í dag skemmtilegt myndbrot úr fjórða leik liðanna 1993. Valsmenn mættu þá í Kaplakrika, unnu 21-23 sigur og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn urðu einnig deildar- og bikarmeistarar þetta tímabil og unnu því þrefalt. Valur vann svo Íslandsmeistaratitilinn næstu þrjú ár. FH og Valur voru bæði með ógnarsterk lið á þessum tíma og þegar rennt er yfir byrjunarliðin úr fjórða leiknum 1993 má sjá ýmis kunnugleg nöfn. Af þeim 14 leikmönnum sem byrjuðu leikinn eiga 13 þeirra a.m.k. níu landsleiki fyrir Íslands hönd. Sá eini sem á ekki landsleik er Alexei Trúfan sem er af rússnesku bergi brotinn. Í liðunum voru t.a.m. samtals sex leikmenn sem hjálpuðu Íslandi að vinna B-keppnina í Frakklandi 1989: Geir Sveinsson, Valdimar Grímsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Jakob Sigurðsson, Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen. Í liði Vals voru einnig ungstirnin Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson, þá tvítugir að aldri. Allir þekkja svo þeirra sögu í handboltanum. Leikmennirnir sem byrjuðu fjórða leik FH og Vals 1993 spiluðu samtals hvorki fleiri né færri en 2603 landsleiki, samkvæmt heimasíðu HSÍ.Byrjunarlið FH var þannig skipað (landsleikir í sviga): Markvörður: Bergsveinn Bergsveinsson (153) - 16/2 varin skot Vinstra horn: Gunnar Beinteinsson (85) - 3 mörk Vinstri skytta: Alexei Trúfan - 3/2 mörk Leikstjórnandi: Guðjón Árnason (43) - 9 mörk Hægri skytta: Kristján Arason (245) Hægra horn: Sigurður Sveinsson (9) - 4 mörk Línumaður: Þorgils Óttar Mathiesen (247)Aðrir markaskorarar: Hálfdán Þórðarson (línumaður) - 2 mörkByrjunarlið Vals var þannig skipað - mörk skoruð: Markvörður: Guðmundur Hrafnkelsson (407) - 17/2 varin skot Vinstri bakvörður: Jakob Sigurðsson (247) - 1 mark Vinstri skytta: Ingi Rafn Jónsson (11) - 3 mörk Leikstjórnandi: Dagur Sigurðsson (215) - 3 mörk Hægri skytta: Ólafur Stefánsson (330) - 5 mörk Hægra horn: Valdimar Grímsson (271) - 5/4 mörk Línumaður: Geir Sveinsson (340) - 6 mörkÚrslitaeinvígi FH og Vals um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hefst í kvöld. Það eru 24 ár síðan liðin mættust síðast í úrslitum. pic.twitter.com/NXy63Czt7p— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 10, 2017
Olís-deild karla Tengdar fréttir FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Valur og FH eru tvö sigursælustu karlaliðin í sögu íslenska handboltans og í kvöld hefst úrslitaeinvígi þeirra í Olís-deild karla. 10. maí 2017 06:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Valur og FH eru tvö sigursælustu karlaliðin í sögu íslenska handboltans og í kvöld hefst úrslitaeinvígi þeirra í Olís-deild karla. 10. maí 2017 06:00
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti